Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Akademías þar sem nýju starfsári var startað af krafti. Þema starfsársins er "Snjöll framtíð". Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, tími gafst til að sameinast um viðburði, skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á dýrindis veitingar frá Múlakaffi.
Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum við á einstaklega áhugavert erindi frá einum reyndasta MBA kennara Norðurlandanna sem jafnframt er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða Dr. Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias "Hvernig eflir maður stjórnir og stjórnarsamstarf?"
Hér er tengill á upptökuna: https://us06web.zoom.us/rec/share/5KwiKRPQPUE5c_-bEGRUonHrJ6DQbKLi9qTeSYXEgQ398JfnwxBLfiaw1i4Ft17W.llSeba6Ryww9uZQ4?startTime=1724947995000
Passcode: Vx7Rv#rJ