Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Faghópur um stefnumótun hélt í dag fund hjá Íslandsstofu.  Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti. Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún leyfði okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

Bergþóra sagði frá því að Útflutningsráð Íslands var stofnað 1971.  Þá samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun Útlflutningsmiðstöðvar iðnaðarins síðar Útflutningsráðs Íslands.  Íslandsstofa er síðan stofnuð 2010.  Útflutningsaðstoð hérlendis á sér hálfrar aldar sögu í dag.  Ný lög voru samþykkt 2018 um Íslandsstofu.  Í lögunum kemur fram hvernig á að vinna stefnuna og hvað skuli vera inn í henni til að tryggja að það yrði lögbundið.  “ Skal stefnan m.a. að fela í sér markmið og áherslur á einstökum markaðssvæðum og varðandi einstakar atvinnugreinar.  Hún skal fela í sér mælanleg árangursmarkmið. 

  1. Söðumat. Byrjað var að fara yfir vinnuna með starfsfólki og gert stöðumat.  Þetta var útbótavinnustofa með starfsfólki.  Í framhaldi var stöðutakan kynnt og óskað eftir að fara í bottom upp stefnumótun. 
  2. Viðtækt samráð. Haldnar voru vinnustofur um allt land 13 landshluta-og atvinnugreinavinnustofur með yfir 350 hagaðilum.  Landshlutarnir voru Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Suðurland og Reykjanes.  Atvinnugreinarnar voru ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og önnur matvæli, listir og skapandi greinar, hugvit, iðnaður og tækni, nýfjárfestingar, viðskiptaþjónusta og vörumerki Íslands.
  3. Úrvinnsla. Vinnustofa með Útflutnings og markaðsráði 28. júní þar sem úrvinnsla og greining var aðalatriðið. 
  4. Samþykki og kynning

Áskoranirnar voru tímaramminn, margir hagsmunaaðilar og almenn sátt.  Vinnan var mest unnin á borðum.  Verið var að reyna að fá fram hvar áskoranirnar væru.  Stundum var miðavinna; hvar sjá þau tækifærin t.d. í sjávarútvegi, einnig átti hvert og eitt borð að meta hversu stórt tækifærið væri og finna út hvaða hugmyndir væru bestar og hvernig ætti að forgangsraða þeim.  Fók var líka beðið um að nefna þau þrjú orð sem lýstu Íslandi best og síðan hvaða þrjú orð þau myndu vilja að lýstu Íslandi berst.  Á flestum borðum varð sameiginleg sátt um niðurstöður varðandi hvað eigi að gera. 

Í 99% tilfella fóru allir að rífast.  Það er svo mikilvægt að sjá hvernig fólk kemst að sameiginlegri niðurstöðu varðandi borðin.  Hjá Íslandsstofu vinna 30 manns og 10 voru að vinna í þessu verkefni.  Expectus vann vinnuna með Íslandsstofu og leiddi vinnustofuna.  Í kjölfarið tók Bergþóra við keflinu og svo koll af kolli.  Hver er núverandi ímynd, hvað viljum við að sé æskileg ímynd, getum við byggt á nýju ímyndinni sbr. við önnur lönd.

Ímynd Íslands er gífulega áfangastaðamiðuð.  Við vildum að atvinnuvegirnir töluðu sterkar inn eins og t.d. fólkið, frjálslyndið, gott að vera kona, gott að ala upp börn o.fl.   Mikilvægt var að horfa í allar atvinnugreinarnar.  Hvernig tölum við t.d. við ferðamenn, erlenda sérfræðinga, starfsfólk, kaupendur, söluaðila og fjárfesta.  Varðandi álfa og huldufólk, þá er náttúran endalaust að gefa okkur eitthvað og þrek til að finna nýja hluti.  Við eigum að umgangast náttúruna eins og fleiri búi þar en þú. 

Varðandi framtíðarsýn.  Ísland hefur sterka sögu að segja og hér vill fólk vera.  Hér er hátt verð og hár launakostnaður og því er mikilvæt að setja þetta í kjarnann á stefnunni.  Íslands hefur því góða sögu að segja.  Almennt taka Íslendingar það sem sjálfsögðum hlut það sem útlendingarnir tóku svo vel eftir.  Allt sem við gerum verður að geta skapað TRAUST. 

Um viðburðinn

Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti.

 

Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún ætlar að leyfa okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

 

 

Tenglar á efni:

Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning 

Upptaka af kynningarfundi á Framtíðarstefnunni í okt. 2019 (hefst á ca. 55. mínútu)

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!