Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Faghópur um stefnumótun hélt í dag fund hjá Íslandsstofu.  Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti. Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún leyfði okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

Bergþóra sagði frá því að Útflutningsráð Íslands var stofnað 1971.  Þá samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun Útlflutningsmiðstöðvar iðnaðarins síðar Útflutningsráðs Íslands.  Íslandsstofa er síðan stofnuð 2010.  Útflutningsaðstoð hérlendis á sér hálfrar aldar sögu í dag.  Ný lög voru samþykkt 2018 um Íslandsstofu.  Í lögunum kemur fram hvernig á að vinna stefnuna og hvað skuli vera inn í henni til að tryggja að það yrði lögbundið.  “ Skal stefnan m.a. að fela í sér markmið og áherslur á einstökum markaðssvæðum og varðandi einstakar atvinnugreinar.  Hún skal fela í sér mælanleg árangursmarkmið. 

  1. Söðumat. Byrjað var að fara yfir vinnuna með starfsfólki og gert stöðumat.  Þetta var útbótavinnustofa með starfsfólki.  Í framhaldi var stöðutakan kynnt og óskað eftir að fara í bottom upp stefnumótun. 
  2. Viðtækt samráð. Haldnar voru vinnustofur um allt land 13 landshluta-og atvinnugreinavinnustofur með yfir 350 hagaðilum.  Landshlutarnir voru Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Suðurland og Reykjanes.  Atvinnugreinarnar voru ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og önnur matvæli, listir og skapandi greinar, hugvit, iðnaður og tækni, nýfjárfestingar, viðskiptaþjónusta og vörumerki Íslands.
  3. Úrvinnsla. Vinnustofa með Útflutnings og markaðsráði 28. júní þar sem úrvinnsla og greining var aðalatriðið. 
  4. Samþykki og kynning

Áskoranirnar voru tímaramminn, margir hagsmunaaðilar og almenn sátt.  Vinnan var mest unnin á borðum.  Verið var að reyna að fá fram hvar áskoranirnar væru.  Stundum var miðavinna; hvar sjá þau tækifærin t.d. í sjávarútvegi, einnig átti hvert og eitt borð að meta hversu stórt tækifærið væri og finna út hvaða hugmyndir væru bestar og hvernig ætti að forgangsraða þeim.  Fók var líka beðið um að nefna þau þrjú orð sem lýstu Íslandi best og síðan hvaða þrjú orð þau myndu vilja að lýstu Íslandi berst.  Á flestum borðum varð sameiginleg sátt um niðurstöður varðandi hvað eigi að gera. 

Í 99% tilfella fóru allir að rífast.  Það er svo mikilvægt að sjá hvernig fólk kemst að sameiginlegri niðurstöðu varðandi borðin.  Hjá Íslandsstofu vinna 30 manns og 10 voru að vinna í þessu verkefni.  Expectus vann vinnuna með Íslandsstofu og leiddi vinnustofuna.  Í kjölfarið tók Bergþóra við keflinu og svo koll af kolli.  Hver er núverandi ímynd, hvað viljum við að sé æskileg ímynd, getum við byggt á nýju ímyndinni sbr. við önnur lönd.

Ímynd Íslands er gífulega áfangastaðamiðuð.  Við vildum að atvinnuvegirnir töluðu sterkar inn eins og t.d. fólkið, frjálslyndið, gott að vera kona, gott að ala upp börn o.fl.   Mikilvægt var að horfa í allar atvinnugreinarnar.  Hvernig tölum við t.d. við ferðamenn, erlenda sérfræðinga, starfsfólk, kaupendur, söluaðila og fjárfesta.  Varðandi álfa og huldufólk, þá er náttúran endalaust að gefa okkur eitthvað og þrek til að finna nýja hluti.  Við eigum að umgangast náttúruna eins og fleiri búi þar en þú. 

Varðandi framtíðarsýn.  Ísland hefur sterka sögu að segja og hér vill fólk vera.  Hér er hátt verð og hár launakostnaður og því er mikilvæt að setja þetta í kjarnann á stefnunni.  Íslands hefur því góða sögu að segja.  Almennt taka Íslendingar það sem sjálfsögðum hlut það sem útlendingarnir tóku svo vel eftir.  Allt sem við gerum verður að geta skapað TRAUST. 

Um viðburðinn

Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti.

 

Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún ætlar að leyfa okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

 

 

Tenglar á efni:

Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning 

Upptaka af kynningarfundi á Framtíðarstefnunni í okt. 2019 (hefst á ca. 55. mínútu)

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?