Lean á Landspítala - öflugt tæki í eftirliti og breytingastjórnun.

Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir hóf fundinn með því að sýna mynd teiknaði af Halldóri teiknara sem sýndi mikla „bið“. Á spítalanum vinna 4.800 manns. Starfsemin er á 17 stöðum í 100 húsum. Á hverjum degi leggjast 73 inn, 1285 koma á göngudeild, 268 á bráðamóttöku, 55 í skurðaðgerð, 9 börn fæðast og 590 manns liggja inni.

Mc Kinsey aðstoðaði LHS og byrjuðu á að spyrja starfsmenn í könnun hvort það væri kúltúr fyrir breytingum á vinnustaðnum og hvort þau væru góð í að koma með breytingum og í þriðja lagi hvort breytingar væru framkvæmdar. Í þessari könnun kom í ljós að starfsmenn upplifa þennan kúltúr, finnst þeir koma með breytingar en eru ekki sammála um að verkefnum sé hrint í framkvæmd.
Aðferðafræði Lean byggir á virkri þátttöku allra starfsmanna í þróun verkferla. Lean komu inn með ráðleggingar en unnu aldrei sjálfir verkefni. Ákveðið var að nota rauntímamælingar og árangursvísa. Framtíðarsýnin er að á LHS séu stöðugar umbætur á verkferlum. En hvernig miðar LHS? Settir voru upp vegvísar til ársins 2016. Markmiðið var að fara í 50 ferlaverkefni, núna eru verkefnin orðin 27 og 5 að fara í gang. Einnig að 1500 starfsmenn hefðu tekið þátt í einu eða fleiri lean verkefnum, núna hafa 650 manns tekið þátt. Einnig að 50% stjórnenda hafi tekið þátt í verkefnum, núna hafa 17% tekið þátt. Verkefnin ganga því ágætlega en alltaf má gera betur. Umgjörðin er þannig að framkvæmdastjórn setur árlega fram áherslur í umbótastarfi. Velur nokkur ferlaverkefni fyrir hverja önn og fer reglulega á Genba. Einnig er verkefnastofa, lean þjálfarar, deildastjórar og yfirlæknar. Lean-þjálfarar eru allir einnig í öðrum störfum innan LHS.
Þá tók við Vigdís Hallgrímsdóttir verkefnastjóri á aðgerðasviði Landspítala. Lean er ekki eitthvað sem maður gerir einn heldur er heill hópur með hverju sinni. Hún lýsti verkefni sem farið var í. Starfsfólk tjáir sig mikið um álag og upplifir skipulagsleysi og því var farið í verkefni og framkvæma tímamælingar. Markmiðið var að framkvæma tímamælingar á meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á legudeildum skurðlækningasviðs. Í stýrihópnum voru 5 manns og síðan var verkefnahópur. Áskorunin var að varast fyrirfram mótaðar hugmyndir um hver vandinn væri og hvað má mæta í skipulagi deilda. Undirbúningurinn var mjög góður og var nýtt reynsla frá Helgu Bragadóttur. Gerð var verklagsregla um hvernig ætti að mæla. Þar voru verkþættir mældir klukkan hvað þeir hæfust og væri lokið. Í framhaldi voru verkþættir flokkaðir. Verkefnið gekk vel en ekki var einfalt að fara inn á deildir hjá öðrum stjórnendum. Einnig voru gerðar skrefamælingar, skipting sjúklinga á starfsfólk og spagettirit. Sjúkraliðar ganga að meðaltali 1 mánuð á ári og því fóru umbótafundir í að skoða hvernig væri hægt að minnka sóun. Öllum deildum voru gefnar umbótatöflur. Dæmi um umbætur voru að endurskipuleggja ýmsa þætti. Sjúklingurinn er alltaf nr.1. Stefnt er því að auka meira beina umönnun, t.d. að taka rapport við rúm sjúklingsins.
Ída sjúkraþjálfari á Grensás tók síðan við og sagði frá verkefni sem farið var í haustið 2013 og klárað vorið 2014. Verkefnið var ferli sjúklings frá innlögn á Grensásdeild til útskriftar. Áskorunin var að 1.auðvelda gerð á stundaskrá fyrir sjúkling. 2. Meðferð hefjist strax við komu, búið að skipa meðferðateymi. 3. Minnka fundasetur og gera funi markvissari. Til að auðvelda gerð á stundaskrá fyrir sjúkling var farið í greiningu og fylgt var eftir 3 sjúklingum. Skráning var skoðuð og notkun á rafrænum upplýsingum. Þær breytingar voru gerðar að kynnt var fyrir starfsfólki notkun á dagbók sjúklings í Sögu. Unnið var að hugmyndum um breytingar á útprentaðri stundaskrá. Með þessu hafa allir skrá yfir hvernig stundarskrá sjúklingsins er. Fundarfyrirkomulag hefur verið óbreytt í 40 ár og því kominn tími til að breyta. Fundir voru 2svar í viku og urðu mjög langir því það eru svo margir sem koma að hverjum og einum sjúklingi. Fundirnir voru vel yfirfarnir og fóru oft í að ákveða næsta fund því hver og einn sjúklingur þarf mikla eftirfylgni. Í framhaldi voru settir upp fastir fundartímar fyrir alla fundi. Í dag eru stöðumatsfundir 5 mínútur á hverjum degi í stað 1 klst. á viku fresti.
Síðasti fyrirlesarinn var Gunnhildur sem starfar á bráðadeild. Hún sýndi einstaklega áhugavert mælaborð sem notað er á bráðamóttökunni. Þetta hefur breytt miklu hjá þeim og lætur starfsfólk fókusa á þá viðskiptavini sem mestu máli skiptir að fái bráðaafgreiðslu. Mælarnir sýna hve margir sjúklingar eru komnir inn, hverjir eru færir um að fara heim, Fólk hefur þurft að bíða eftir rúmi í allt að 90 klst. á bráðamóttöku. Áður fyrr var alltaf verið að bregðast við gömlum upplýsingum, núna eru nýjar upplýsingar, raunupplýsingar til staðar. Vandamálin eru því tækluð á meðan þau eru lítil en ekki þegar þau eru orðin stór og nær óyfirstíganleg. Það breyttist menningin með Lean því núna er stöðugt verið að skoða hvort tíminn sé að nýtast rétt. Mælarnir styrkja og sannfæra og eru öflugt tól til að tala við alla starfsmenn og skapa trú á verkefnið. Þrisvar á sólarhring er kallað saman stöðumat og ef mælarnir eru rauðir þá eru allir kallaðir saman. Mælaborðið hefur ekki breyst mikið síðan í upphafi. 2svar á ári er farið yfir mælaborðið, mælarnir teknir út og aðrir settir inn. Bráðamóttakan er eina bráðamóttakan í N-Atlantshafi. Svona tæki eru svakalega öflug í eftirliti.

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?