Lean í Odda: Það er alltaf hægt að gera betur.

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda fór yfir Lean innleiðingu í Odda og deildi með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum á fundi í morgun á vegum faghóps um lean.

Kristján hóf fyrirlesturinn á að segja frá þeim miklu breytingum sem Oddi stendur frammi fyrir.  Í stefnumótun 2016 var ákveðið að taka inn lean ráðgjafa og setja upp töflur.  En þegar byrjað er í lean þarf að finna einhvern þráð sem snertir alla, rauði þráðurinn voru gæðafundir.  Í Nóa Síríus þar sem Kristján starfaði áður var það afhendingartíminn.  Með gæðafundunum urðu til umbótahugmyndir.  Árið 2012 voru starfsmenn yfir 400, árið  2016 voru þeir 240 og í dag eru starfsmenn 130.  Það vantar ekki kerfin í Odda, þar er Ástríkur, Axapta, Bakvörður, Gagnagátt, Gagnasafn, Íhlutir, Sóley, Kvasir o.fl.  Þegar gerð var ferlarýni þá uppgötvaðist mikil „þoka“.  Mikil sóun var tengd viðskiptavinum í framleiðslunni t.d. vantaði oft að spyrja viðskiptavini hvert átti að senda vöruna.  Í lok 2017 var ákveðið að loka Kassagerðinni og Plastprent.  En undirbúningurinn að því verkefni var allur unninn skv. Lean aðferðafræðinni. Aðaláhersluverkefnið var „Virðing fyrir fólki“ og áskorunin var sú að Oddi lá með mikil verðmæti.  Oddi náði fólkinu með sér og allir 100% unnu út uppsagnarfrestinn sinn.  Allir lögðu sig 100% fram og framlegðin var góð.  Oddi er ekki lengur framleiðslufélag heldur þjónustufélag.  Nú þarf að fá fólkið til að halda áfram og taka skrefið og sýna frumkvæði. 

Í dag eru daglegir fundir á meginsviðum sem eru mjög stuttir, mælingarfundir sem sýna stöðuna.    Hægt er að grípa inn í frávik mjög fljótt út af þessum tíðu mælingum.  Oddi er enn í breytingarfasa.  Fasi 1: uppsagnir og tilkynning Fasi2: Færsla á framleiðslu og framtíðarferli Fasi 3: Eftirfylgni og frágangur 4: Rýni og umbætur 5: 2019 Nýr Oddi.  ´

Í stefnumótun 2016 voru ákveðin leiðarljós og gildi Odda: frumkvæði, ábyrgð, metnaður og ánægja.   Leiðarljósið er: Oddi er eftirsóknarveðrur vinnustaður fyrir metnaðarfullt starfsfólk o.fl.  Í apríl var rosa margt gert í fyrsta skipti m.a.: afhentu fyrsta plastpokann frá nýjum birgja, hönnuðu fyrsta pappakassann frá nýjum birgja, kynntu nýja lausn sem getur leyst frauðplastkassann af hólmi, bættu nýjum aðilum í starfsmannahópinn og réðu nýjan framkvæmdastjóra. 

Kristján hefur þá sýn að það sé alltaf hægt að gera betur.  Lean er ekki pakkalausn; að breyta vinnulagi og menningu er áskorun. 


 

Um viðburðinn

Lean í Odda

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda mun fara yfir Lean innleiðingu í Odda og deila með með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum. 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?