Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar. 
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 15. febrúar nk.
Streymt verður beint frá hátíðinni sem hefst kl.16:00 og fjöldatakmörkunum og sóttvarnarreglum fylgt.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2022:

Andrea Marel, deildarstjóri Tjörnin frístundamiðstöð

Aneta Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu

Anna Regína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs CCEP (Coca-Cola Europacific Partners)

Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect

Áslaug Magnúsdóttir, stofnandi Moda Operandi (NYC)

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar

Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Travel Connect

Davíð Helgason, stofnandi Unity

Dóra Lind Pálmarsdóttir, teymisstjóri hjá Veitum

Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO

Edda Jónsdóttir, forstöðumaður markþjálfunar hjá Póstinum

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast

Elfa Björg Aradóttir, fjármálastjóri Ístaks

Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Íslandspósts í Keflavík

Elín María Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Controlant

Erlingur Brynjúlfsson, CTO hjá Controlant

Fjóla María Ágústsdóttir, breytingarstjóri stafrænnar þróunnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga

Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður dreifinga og flutninga Póstsins

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Frístundamiðstöðin Tjörnin

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno

Haukur Hannesson, Managing Director AGR Dynamics

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, mannauðsstjóri Hornsteins

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi

Hrund Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri menntadeildar Landspítala

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá Virk

Ívar Kristjánsson, stofnandi CCP og 1939 Games

Jóhann Björn Skúlason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna.

Katrín Ýr Magnúsdóttir, Director of Inspection and Sorting RFS hjá Marel

Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins

Kristjana Milla Snorradóttir, Director of HR hjá Travel Connect

Lilja Gísladóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum

Magnús Ingi Óskarsson, stofnandi Calidris

Magnús Sigurjónsson, Deputy Director Flight Operations Icelandair

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics

Matthías Haraldsson, verkefnastjóri öryggis og heilsu hjá Veitum

Óskar Þórðarson, stofnandi Omnom

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins

Sif Sturludóttir, forstöðumaður eignaumsýslu hjá SÝN

Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar Póstsins

Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Árborg

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO

Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar

Sonja Scott, mannauðsstjóri CCEP (Coca Cola Europacific Partners)

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi AVO

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi

Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður tækni hjá Verði tryggingarfélagi

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar

Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og stofnandi Sidekick Health

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Eir, Skjóli og Hömrum

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts

Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu NOVA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?