Lykillinn að árangri: Veljum fá en mikilvæg markmið

Faghópur um stefnumótun og árangursmat stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi þar sem þrír sérfræðingar Capacent upplýstu Stjórnvísifélaga um hvað væri á seyði í stefnumótun á Íslandi.  Fullbókað var á fundinn.  Í upphafi fundar var hugtakið „stefna“ útskýrt.  Stefna (strategy) stratos- þýðir her og  agos- þýðir hreyfing, að færa eitthvað. Í stefnumótun verðum við að átta okkur á hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara.  Á þetta gamla hugtak við í dag eins og hjá Grikkjum til forna?  En hvað þýðir strategia?  Strategia er að móta sér sýn um það hvar við ætlum að vera stödd að einhverjum tíma liðnum og hvernig við aðgreinum okkur frá öðrum.  Hún snýst um forgangsröðun, virðisloforð.  Stefnan eru stóra leiðarljósið, hvert erum við að fara og hver eru okkar gildi.  Þau eru ekki skilvirkni, hagkvæmni, vinnubrögð eða viðhorf.  En hvernig aðgreinum við okkur?  Hvað eigum við sameiginlegt og hvað aðgreinir okkur.  Tekið var dæmi um Samsung og iPhone síma.  Mismunurinn gerir það að verkum að helmingur allra velur sér annan hvorn.  Einnig var tekið dæmi um hvar fólk vill búa t.d. í Reykjavík eða Kópavogi.  Aðgreiningin veltur á því hvað bæjarfélögin bjóða.  En hvar ætlarðu að keppa?   „Red Ocean“  þá keppum á núverandi stað, markmiðið að sigra samkeppnina og nýtum núverandi eftirspurn eða „Blue Ocean“ þar sem við sköpum okkur sillu sem enginn annar er á, hendum samkeppninni fyrir róðra.  Annað sem hefur áhrif er umhverfið „Porter – five forces“.  Ný samkeppni, viðskiptavinir, staðkvæmdar vörur, birgjar og keppinautar á markaði.  Í dag eru stafræn umskipti eru að magna upp alla þessa krafta og raska öllu okkar umhverfi, keppnautar eru allir að vinna að því að finna leiðir til aðgreiningar með stafrænum umskiptum, samningsstaða viðskiptavina er að styrkjast og óskastaðan í huga viðskiptavina að breytast, þú vilt fá þjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar og þú vilt afgreiða þig sjálfur, staðkvæmdar vörur eru stöðugt skeinuhættari og óvandaðri, tæknin og stafræn umskipti eru hér drifkraftar breytinga sem stefna verður að taka mið af. 

Dæmi um aðferðafræði-verkfæri, áttavitinn, töflur, story board, ljúka hefja stöðu og PESTLE.  S=social cultural breytingar viðskiptavina, aðrar kröfur t.d. vegan eða krafa um samfélagsábyrgð T=tæknin er í lykilhlutverki sama í hvaða starfsemi við erum E=Umhverfismál eru þannig að allir verða að taka tillit til þess.  Megatrends eru meginstraumar sem hafa áhrif á það hvernig fólk hagar sér. Sýnd voru dæmi um megatrend.  Í dag eru bættar leiðir til að þekkja viðskiptavininn Customer Analytics.  Ef vandamálið hefur eitthvað með fólk að gera, við teljum okkur vera að veita góða þjónustu en vitum ekki hvað er í gangi þá er mikilvægt að nota „design thinking“.  Varðandi verklag við stefnumótun.  Ef stefnan er drasl verður innleiðingin dreifing á drasli.  Við getum ekki stytt okkur leið.  Við verðum að leita svara og greina hvar við stöndum áður en við áttum okkur á því hvert við þurfum og viljum fara.  Stefnumótun er ekki uppákoma þar sem við söfnum stjórnendum saman eina dagsstund, veltum fyrir okkur hvernig við getum selt meira á næsta ári og dettum svo í það.  Umhverfið er kvikar og breytingarnar gerast hraðar en áður og það verður stöðugt erfiðara að ná skýrri sýn á hvar við ætlum að vera eftir fimm ár ef við vitum ekki hvar við verðum eftir fimm mánuði.  Samkeppniskraftarnir toga í okkur af stöðugt meiri krafti. Tækniþróunin er hröð.  Viðskiptavinurinn er kominn fram úr okkur. Staðkvæmdavörur skjóta upp kollinum án fyrirvara. Samfélagið gerir aðrar og nýjar kröfur.  „Plus ca change“ umhverfð er á breytingu en við erum enn að nota nálgun Sóktratesar og Platon og strategiska hugsun og eigin línur taka ekki breytingum.  Hugtaka notkunin er önnur. 

Í stefnumótun erum við alltaf að hugleiða stöðu og bestu leið þangað sem við viljum fara.  Fjallað var um fimm mítur varðandi innleiðingu breytinga en þar var vísað til greinar í Harvard Business Review.  1. Innleiðing er háð skipuriti, stjórnendur einblína um of á formlegt skipulag og boðleiðir.  Lausnin er að í stað þess að horfa á skipuritið á að horfa á hverjir það eru sem koma að lausn verkefna. 2. Ávallt þarf að standa við gerðar áætlanir.  Vandamálið er að í áætlunum er ekki hægt að gera ráð fyrir öllu.  Lausnin er að vera stöðugt að bregðast við breytingum. 3. Miðlun stefnu fær starfsfólk til að vinna eftir henni.  Allir þurfa að skilja hvert stefnt er.  Vandamálið er að starfsmenn hafa ekki skilning á stefnunni. Lausnin= höfum öll skilaboð skýr.  4. Innleiðingu er stýrt að ofan.  Vandamalið er að millistjórnendur og verkefnisstjórar taka ekki ákvarðanir.  Lausnin felst í að gefa umboð.  Stefnumótun snýst um að velja fá en mikilvæg markmið.  Ekki hafa endalausan óskalista.  Franklin Covey gerði rannsókn sem vísað var í, ef sett eru 2-3 markmið þá er líklegt að þau náist ef þú setur 4-6 nærðu 1-2 og ef markmiðin eru 11-20- þá nærðu engu þeirra. 

Agile er aðferðafræði sem á uppruna sinn í verkefnum sem koma inn á hugbúnaðarþróun.  Er þó í sífellu að ryðja sér til rúms hjá fyrirtækjum og stofnunum í alls kyns breytingaverkefnum m.a. í innleiðingu stefnu. Hugmyndafræðin gengur út á að brjóta verkefni upp í afmarkaðar vinnulotur.  Horfa á einstaklinga og samskipti fram yfir ferla og tól, samvinna við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður, að brugðist sé við breytingum tekið fram yfir að fylgja áætlun.  Tekið var dæmi um teymi í Agile nálgun.  Þar er eigandi, teymisstjóri, 5-6 sérfræðingar og teymisþjálfari.   Teymisþjálfarinn er alltaf að hjálpa hópnum að ná árangri.  Innleiðing stefnu og hefðbundin mannauðsráðgjöf hafa tvinnast saman þ.e. unnið er þvert á og valin fá markmið.  En hvernig er stefnu miðlað?  Mikilvægt er að nota sögur.  Hvernig er t.d. móttaka nýrra íbúa í bæjarfélag, er hún til fyrirmyndar?  Netspjall skilar sér í aukinni ánægju hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er að búa til sögur í samvinnu við starfsmenn og fá þannig aukið eignarhald.  

Þegar teymi fær verkefni í hendur þarf að vera sameiginlegur skilningur á hvert verkefnið er.  Tryggja þarf rétta hæfni, er þetta rétti hópurinn til að inneiða verkefnið.  Sammælast þarf um hvernig við ætlum að haga okkur. Ætlum við að hittast vikulega? Ætlum að segja hvað okkur finnst?  Hvernig á hegðunin að vera innan teymisins.  Mikilvægt er að gera samning í upphafi um hegðun.  Hvert er raunverulegt verkefni og hver á niðurstaðan að vera? Hverjar eru vörðurnar? Verkefnin þurfa að vera skýr.  Hvernig eru þau brotin niður og tímalína mörkuð.  Við getum ekki gert allt í einu og því þarf að vera á hreinu hver á að gera hvað og hver er ábyrgur fyrir hverju.  Mikilvægt er líka að hafa gaman.  Þegar farið er af stað með innleiðingu verkefna þá er horft á tilgang, hæfni hegðun og árangur.

Lykilatriði Capacent til árangurs við mótun stefnu og innleiðingu hennar er 1. Að þetta er viðvarandi viðfangsefni en ekki stormur einn dag út í sveit 2. Þú þarft að þekkja fortíð og skilja stöðuna til að stefna að áhugaverðri framtíð.  3. Sem aldrei fyrr er mikilvægt að átta sig á straumum og stefnum í umhverfinu og mögulegum áhrifum á stöðu og framtíð 4. Horfa verður utanfrá og inn. 5. Nýta verður viðeigandi verkfæri til að svara lykilspurningum.  6. Eitt er að auka skilvirkni annað að skapa aðgreiningu og forskot.  7. Skipulag verður að taka mið af framtíðarsýn.  8. Fókus, formfesta og agi skiptir sköpum í því hvaða árangri við náum. 9. Árangursrík innleiðing snýr að forgangsröð 10. Lykilforsenda farsællar innleiðingar snýr að öflugri teymisvinnu með samstilltum hópi starfsmanna.

Um viðburðinn

Fullbókað: Hvað er á seyði í stefnumótun á Íslandi?

Stefnumótun er eitt mikilvægasta tæki stjórnenda til að ná árangri. Á morgunverðarfundi Stjórnvísis og Capacent verður skyggnst á bak við tjöldin í stefnumótun með ráðgjöfum Capacent. Farið verður yfir hvaða aðferðir hafa verið að ryðja sér til rúms í stefnumótun á Íslandi og hvernig stefna er innleidd í umhverfi þar sem forsendur breytast hratt og ytra umhverfi tekur sífelldum breytingum. 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?