Mannauðsstjórnun og þjónandi forysta

Á þessum fundi sem haldinn var í ÁTVR fjallaði Sigrún Gunnarsdóttir um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og markþjálfun í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.
Erindi Sigrúnar frá 1. mars um markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.
Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.
Búið er að finna út hvað skapar árangur í mannauðsstjórnun skv. rannsóknum. Þjónandi forysta er kennd í háskólum á Íslandi. Markmiðið er að allir verði leiðtogar sama í hvaða starfi þeir eru. Það er erfitt verkefni að hafa áhuga á hvort öðru en það skiptir miklu máli á vinnustað. Til að hafa áhuga hvort á öðru er mikilvægt að þekkja sjálfan sig. En hver er tilgangurinn? Við þurfum að læra að hlusta á aðra.
Undanfarin 10 ár hafa verið gerðar margar rannsóknir um þjónandi forystu bæði í Bandaríkjunum og Kína. Skv. þeim sést að mannauðsstjórnun hjálpar fólki að þroskast, meta sig, byggja sig upp, vera falslaus, veita og deila forystu. Fjöldi fyrirtækja hefur innleitt þjónandi forystu. Algengasta aðferð við innleiðingu er að allir starfsmenn lesi bækurnar um þjónandi forystu. Dæmi um fyrirtæki eru: TDindustries, Southwest Airlines, Zappos, Lögreglan hérlendis og erlendis, Whole Foods. Síða um félagið er www.modernservantleader.com
Þjónandi forysta er ekki skyndilausn heldur stöðug innleiðing. Á listanum 100 bestu fyrirtæki til að vinna fyrir í Bandaríkjunum eru 50 þeirra sem þjónandi forystu. Fyrirtæki sem nýta sér þjónandi forystu skora hærra en önnur í starfsánægju, sköpunargleði og sýna minni einkenni kulnunar. Þjónandi forysta er mæld með því að skoða viðhorf þitt til þíns næsta yfirmanns. Því meir sem stjórnandinn hlustar, kann að draga sig í hlé því hærra skor fær hann. Þegar við fáum sem starfsmenn að vera frjáls, álit okkar skiptir máli þá glæðir það innri starfshvöt. En hún skapar áhuga, vellíðan og þar með árangur. Hlustun skapar traust. Skortur á hlustun rýrir traust. Það skapar áhuga innra með starfsfólki ef það er hlustað á starfsfólk. Ef hlustað er eftir hvernig fólki líður þá nemum við starfsandann. Auðmýkt leiðtoga laðar fram árangur. Auðmýktin er x-faktorinn í árangri í stjórnun og forystu. Hroki eyðileggur árangur. Auðmjúkur leiðtogi setur hagsmuni og þarfir annarra í fyrsta sæti, tekur sjálfa/n sig ekki og hátíðlega, viðurkennir mistök, er sjálfsöruggur, jarðbundinn. Auðmýkt er bráðsmitandi. Það eru mjög sterk tengsl.
En hvað er að vera leiðtogi: „Leiðtogi er sá sem hefur áhrif á umhverfi sitt til góðs“. VR könnunin hefur inn í sér mikið af þeim þáttum sem þjónandi forysta snýst um. Þjónandi forysta er hugmyndafræði en fyrirtæki auglýsa það ekki, þau eru auðmjúk. Ekkert vottunarkerfi er til. Richard Branson notar þjónandi forystu í öllu sem hann gerir: komdu vel fram við starfsfólkið þitt og þá fylgir allt hitt með.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?