Markaðsráðstefnan „Big World, Small Data“ fer fram dagana 6.-7. apríl í Háskólabíói.

Stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Markaðsráðstefnan „Big World, Small Data“ fer fram dagana 6.-7. apríl í Háskólabíói. Fyrri dagurinn verður tileinkaður markaðssetningu áfangastaða (e. place marketing) en seinni daginn mun Martin Lindstrom sem kallaður hefur verið Sherlock Holmes markaðsfræðanna, leiða okkur í allan skilninginn um hversu áhrifarík hin minnstu smáatriði geta verið - og vísar þá í nýjustu metsölubók sína "Small Data: The Tiny Clues That Uncover Huge Trends" sem kemur út núna í febrúar.

Þessi viðburður er hvalreki fyrir íslenskt viðskiptalíf þ.s allir keppast við að vera með puttann á púlsi framtíðarinnar og allir vilja sannfæra fólk um að þeirra vörumerki sé málið. Þau íslensku fyrirtæki og vörumerki sem mæta þennan dag, og tappa inn á þau upplýsinga-auðævi sem Martin Lindstrom framreiðir, munu vera skrefi á undan í sinni stefnumótun í framtíðinni.

Miðasala á midi.is: https://midi.is/atburdir/1/9431/Big_World_Small_Data

Ráðstefnan er unnin í samvinnu við Facebook, FKA, HÍ-MBA, Icelandic Startups og Pipar.

Big World Small Data Markaðsráðstefnan 6. & 7. apríl í Háskólabíói - dagskrá fyrri daginn er frá 9-12 og þar munu tala Adam Stagliano yfirmaður alþjóðlegra herferða hjá TBWA/London, erindi hans snýst um markaðssetningu áfangastaða en herferð sem hann vann fyrir ástralska ferðamálaráðið er kennd við Harvard Business School. Einnig talar Hilde Hammer meðstjórnandi alþjóðasviðs markaðslausna hjá Facebook og Jón Bragi Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp.

Dagskrá seinni daginn hefst kl. 9 og stendur til 16 en það er heill dagur með Martin Lindstrom, einum helsta vörumerkjasérfræðing heims - en hann talaði á Why We Buy ráðstefnunni sem Ysland hélt haustið 2014 og sló eftirminnilega í gegn hjá viðstöddum - svo sannarlega langbesti og skemmtilegasti erlendi fyrirlesari sem komið hefur hingað til lands. Martin er á lista TIME Magazine yfir 50 framsýnustu hugsuði heims og kalla hann "Sherlock Holmes nútímans" en þekktustu vörumerki heims ráða hann í vinnu til að lesa í fólk um allan heim og þannig ráða í kauphegðun, neysluvenjur og ákvarðanatöku og með þessar gríðarlegu verðmætu upplýsingar hefur hann teiknað upp vegvísi fyrir vörumerki 21.aldarinnar.

Ráðstefnan er unnin í náinni samvinnu við FKA, Icelandic Startups, HÍ-MBA og Pipar.
Martin Lindstrom útskýrir Small Data: https://www.youtube.com/watch?v=g_TJc2NctsI

Með kærri kveðju.
Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?