Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Stjórnvísir hefur hvatt Faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi að koma þessum skilaboðum hér neðar áleiðis frá ICF Iceland sem er fagfélag markþjálfa á Íslandi.

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár.
Fyrir hönd ICF Iceland fagfélags markþjálfa á Íslandi, bjóðum við þig og
starfsfólk þitt hjartanlega velkomin á Markþjálfunardaginn sem haldinn
verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 2. febrúar nk.


Tíu ár eru liðin síðan fyrsti Markþjálfunardagurinn var haldinn og mun
ráðstefnan að þessu sinni bera yfirskriftina „Velsæld og árangur á
framsýnum vinnustað“.

Dagskráin er þéttskipuð áhugaverðum erindum
frá framúrskarandi fyrirlesurum úr íslensku og erlendu atvinnulífi.
Meðal fyrirlesara er Haraldur Þorleifsson frumkvöðull og stofnandi Ueno,
mannvinur og nýkjörinn manneskja ársins 2022, Dúóið Davíð Gunnarsson
framkvæmdastjóri framsækna ferðatæknifyrirtækis Dohop og Kristrún
Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og MPM sem hefur sérhæft sig í að
byggja upp sálrænt öryggi teyma og Jón Magnús Kristjánsson
bráðalæknir, ráðgjafi heilbrigðisráðherra í bráðaþjónustu og fyrrum
framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd.

Einnig verður á meðal fyrirlesara Kaveh Mir, sem er þrautreyndur
leiðtogamarkþjálfi sem hefur velsæld og árangur að leiðarljósi. Kaveh Mir
er stjórnendaþjálfi með MCC hæsta vottunarstig markþjálfa,
meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og er höfundur bókarinnar Wars at
Work sem ætti að vera mörgum stjórnendum kunnug. Þá hefur hann
þjálfað æðstu stjórnendur fyrirtækjarisa á borð við Deloit, Salesforce,
Lego, HSBC, Amazon, Novartis, Mars, Funding Circle, CNN, Warners
Bro, Google og JT International. Kaveh Mir situr í stjórn International
Coaching Federation (ICF), stærstu og virtustu alþjóðasamtaka
markþjálfa svo eitthvað sé nefnt, sjá meira hér inn á Tix.is


Eins og vant er verður hægt að leigja kynningarbás við ráðstefnusalinn á
Markþjálfunardaginn og þar hafið þið möguleikann á því að koma ykkur á
framfæri við markþjálfa og aðra ráðstefnugesti en búast má við að um 200
manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur,
mannauðsfólk, markþjálfar og aðrir áhugasamir um velsæld og árangur á
vinnustöðum og beitingu aðferða markþjálfunar í því skyni.

Húsið opnar kl. 12.00 fyrir ráðstefnugesti og dagskrá hefst kl. 13.00. Gert
er ráð fyrir 40 mínútna hléi um miðjan dag og lýkur ráðstefnunni á
hanastéli sem stendur frá kl. 17.00-18.00. Það ætti því að gefast afar góður

tími með ráðstefnugestum til kynningar á fyrirtæki ykkar og þjónustu.

Við erum í þann mund að hefja miðasölu á ráðstefnuna og viljum þess
vegna bjóða þínu fyrirtæki að nota þetta tækifæri, taka frá daginn og leigja
kynningarbás. Með hverjum kynningarbás fylgir einn miði á ráðstefnuna.
Takmarkað framboð er af kynningarbásum en þeir verða alls 20 talsins og
því vissara að tryggja sér pláss í tíma.


Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að vera með okkur í ár og
ef svo er þá einnig hafa með nafn og netfang tengiliðs svo við getum látið
ykkur vita tímanlega áður en við hefjum söluna.

Við vekjum athygli á að sérstakt tilboð er á ráðstefnuna fyrir þau fyrirtæki
sem kaupa sæti við heilt borð sem telur átta miða.

Hér að neðan eru verð fyrir kynningarbás og sæti á ráðstefnuna:
Staðlaður kynningarbás 2x2 - einn miði á ráðstefnuna innifalinn
Kr. 59.000,-
Almennt miðaverð kr. 32.900.-
Fimm miðar eða fleiri með 20% afslætti - verð á miða kr. 26.320.-
Heilt fyrirtækjaborð á ráðstefnuna með 20% afslætti - átta miðar
Kr. 210.560.-

Við hlökkum til að heyra frá þér sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn ICF Iceland- icf@icficeland.is

 
 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?