Með útsjónarsemi er alltaf hægt að finna glufu til að hreyfa sig.

Á fundi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var fjallað um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur fór yfir að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og það er mikið hægt að gera í umhverfinu okkar. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af hóp. Kjarninn er að skoða nýjar leiðir þ.e. skoða þau með lýðheilsugleraugum. Að vinna með bæjarfélögum á að geta tekist vel. Reykjavík er brotin upp í 7 einingar og hægt að vinna í hverri einingu fyrir sig. Sigríður vann með Mosfellsbæ að heilbrigðara samfélagi. Sem dæmi sást í mælingu að í bænum er drukkið meira gos en í öðrum bæjarfélögum í kraganum. Í framhaldi var farið í átak að hvetja íbúa til að drekka meira vatn í stað þess að drekka gos. Sigríður sagði frá ráðstefnu sem hún fór á nýlega í Bandaríkjunum varðandi heilsueflingu. Eflingin hófst þar með fyrirtækjaheilsu, þar er fólki greitt fyrir að hreyfa sig sem hefur ekki varanleg áhrif þ.e. það festist ekki í menningunni. Sigríður sagði fór ótrúlega flottum fyrirlestri Dan Buettner þar sem fyrirlesarinn fjallaði um hvar fólk lifir lengst eða réttara sagt án sjúkdóma. Hvar eru þessi samfélög? Í Sardiníu á Ítalíu, Micoya í Costa Rica, Ikaria í Grikklandi, Lomo Linda í Californiu og Okinawa í Japan. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að þar eru ekki skyndibitastaðir og nánd fólks er mikil. Fólk á þessum stöðum hefur fundið tilgang sinn í lífinu. Það er auðvelt að segjast ætla að verða heilsueflandi samfélag en erfitt að fylgja eftir aðgerðarlista. Mikilvægast eins og áður sagði er að vera hluti af hóp (samskipti, trú, fjölskyldan), hreyfing (eðlileg hreyfing), tilgangur, hugleiðsla (hver er þinn tilgangur? Hvíld hugans), Skynsamleg næring (borðaðu mat, 80% reglan, alkahól í hófi). Hvatt er til að kirkjur séu meira opnar t.d. fyrir jóga, hugleiðslur, tónleika o.fl. Mikilvægt er að standa upp reglulega yfir daginn, hreyfa sig á brettinu í ræktinni.

Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gaf okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina. Helga ólst upp við heilbrigðan lífsstíl og hreyfing er hluti af hennar lífi. Hún syndir og gengur. Helga vill standa fyrir að borða hollt og stunda hreyfingu. Helga hefur hafragraut, lýsi og ávexti á morgnana. Að vera leikskólastjóri krefst þess að vera leiðandi í mörgu. Árið 2012 byrjaði Helga að lesa fag sem heitir heilbrigði og uppeldi. Þar fékk hún verkfæri til að vinna út frá. Dagur í leikskóla er mjög skipulagður, með skipulagningu og útsjónarsemi hugsaði Helga með sér að hægt yrði að finna glufu til að gera eitthvað fyrir starfsmenn er varðaði hreyfingu. Starfsmenn á leikskóla eru grunnur á plani og þurfa að vera vel á sig komnir andlega og líkamlega. Í hádegi leggjast allir til hvílu, eldri börnin leggjast niður og yngri börn leggja sig. Lesin eru ævintýri sem þeim finnst skemmtileg og í þessum aðstæðum frá 11:30-13:00 er frekar rólegur tími. Sett var verkefni í gang sem fólst í að hver starfsmaður fékk 30 mínútur í hreyfingu og 30 mínútur í hvíld einu sinni í viku. Mikilvægt var að alltaf fara a.m.k. 2 saman í hvert skipti. Það var afskaplega hvetjandi að fá þennan auka hálftíma því hann var vel nýttur.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?