Með útsjónarsemi er alltaf hægt að finna glufu til að hreyfa sig.

Á fundi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var fjallað um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur fór yfir að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og það er mikið hægt að gera í umhverfinu okkar. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af hóp. Kjarninn er að skoða nýjar leiðir þ.e. skoða þau með lýðheilsugleraugum. Að vinna með bæjarfélögum á að geta tekist vel. Reykjavík er brotin upp í 7 einingar og hægt að vinna í hverri einingu fyrir sig. Sigríður vann með Mosfellsbæ að heilbrigðara samfélagi. Sem dæmi sást í mælingu að í bænum er drukkið meira gos en í öðrum bæjarfélögum í kraganum. Í framhaldi var farið í átak að hvetja íbúa til að drekka meira vatn í stað þess að drekka gos. Sigríður sagði frá ráðstefnu sem hún fór á nýlega í Bandaríkjunum varðandi heilsueflingu. Eflingin hófst þar með fyrirtækjaheilsu, þar er fólki greitt fyrir að hreyfa sig sem hefur ekki varanleg áhrif þ.e. það festist ekki í menningunni. Sigríður sagði fór ótrúlega flottum fyrirlestri Dan Buettner þar sem fyrirlesarinn fjallaði um hvar fólk lifir lengst eða réttara sagt án sjúkdóma. Hvar eru þessi samfélög? Í Sardiníu á Ítalíu, Micoya í Costa Rica, Ikaria í Grikklandi, Lomo Linda í Californiu og Okinawa í Japan. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að þar eru ekki skyndibitastaðir og nánd fólks er mikil. Fólk á þessum stöðum hefur fundið tilgang sinn í lífinu. Það er auðvelt að segjast ætla að verða heilsueflandi samfélag en erfitt að fylgja eftir aðgerðarlista. Mikilvægast eins og áður sagði er að vera hluti af hóp (samskipti, trú, fjölskyldan), hreyfing (eðlileg hreyfing), tilgangur, hugleiðsla (hver er þinn tilgangur? Hvíld hugans), Skynsamleg næring (borðaðu mat, 80% reglan, alkahól í hófi). Hvatt er til að kirkjur séu meira opnar t.d. fyrir jóga, hugleiðslur, tónleika o.fl. Mikilvægt er að standa upp reglulega yfir daginn, hreyfa sig á brettinu í ræktinni.

Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gaf okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina. Helga ólst upp við heilbrigðan lífsstíl og hreyfing er hluti af hennar lífi. Hún syndir og gengur. Helga vill standa fyrir að borða hollt og stunda hreyfingu. Helga hefur hafragraut, lýsi og ávexti á morgnana. Að vera leikskólastjóri krefst þess að vera leiðandi í mörgu. Árið 2012 byrjaði Helga að lesa fag sem heitir heilbrigði og uppeldi. Þar fékk hún verkfæri til að vinna út frá. Dagur í leikskóla er mjög skipulagður, með skipulagningu og útsjónarsemi hugsaði Helga með sér að hægt yrði að finna glufu til að gera eitthvað fyrir starfsmenn er varðaði hreyfingu. Starfsmenn á leikskóla eru grunnur á plani og þurfa að vera vel á sig komnir andlega og líkamlega. Í hádegi leggjast allir til hvílu, eldri börnin leggjast niður og yngri börn leggja sig. Lesin eru ævintýri sem þeim finnst skemmtileg og í þessum aðstæðum frá 11:30-13:00 er frekar rólegur tími. Sett var verkefni í gang sem fólst í að hver starfsmaður fékk 30 mínútur í hreyfingu og 30 mínútur í hvíld einu sinni í viku. Mikilvægt var að alltaf fara a.m.k. 2 saman í hvert skipti. Það var afskaplega hvetjandi að fá þennan auka hálftíma því hann var vel nýttur.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugavert viðtal um þróun gervigreindar

Hér er viðtal við Eric Schmidt, fyrir framkvæmdastjóra Google, fjárfestir og hugsuður um þróun gervigreindar. Viðtalið er nokkuð langt, en áhugavert. Tækifæri til að drepa tíman og hugleiða framtíðina, í hvíld sumarsins :)

https://www.youtube.com/watch?v=qaPHK1fJL5s 

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?