Megatrends - nýtt tól sem virkar í stefnumótun. Stefnumótun og árangur, hvað þarf til og hvað virkar?

"Stefnumótun og árangur, hvað þarf til og hvað virkar" var yfirskrift fundar hjá Capacent í morgun, fundurinn var á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.
Stefna og árangur hvað þarf til og hvað virkar.
Símon Þorleifsson, ráðgjafi hjá Capacent er í hóp innan fyrirtækisins sem vinnur í viðskiptagreind. Gartner gefur út skýrslur þar sem fram koma nýjungar sem bætt er í. Þeir vinna með öflugustu nýjungar á hverjum tíma. Fullt er til af verkfærum t.d. Megatrends. Megatrends eru straumar og stefnur í þjóðfélögum, hvert við erum að fara. Hvernig tengjum við upplýsingatæknina betur við þróunina. Hvernig væri að stofna videoleigu í dag? Gengur ekki. Megatrend sem eru þekkt erlendis frá koma hingað hvort sem við viljum eða ekki. Við setjum okkur markmið og skoðum hvort við erum að ná árangri. Í framhaldi eru settar aðgerðir. Fyrst er draumsýnin og svo kemur raunveruleikinn. Í opinberri stjórnsýslu er sett markmið og í framhaldi settar aðgerðir t.d. byggja leikskóla; markmiðið gæti verið að allir hafi aðgengi að vinnumarkaði. Síðan er leikskólinn byggður. Hugmyndafræðin í Balance Scorecard er að þar er allt undir en veikleikinn eru markmiðin. Snýst um fjármálin, viðskiptavinirnir, ferlið, lærdómurinn. Símon hvetur alla til að fókusa beint á viðskiptavinina og í framhaldi á hin atriðin.
En stundum fer stefnan beint upp í hillu, einstakar aðgerðir framkvæmdar, stefnudrifnir mælikvarðar, BSC innleiðing, BSC og Beyond Budgeting, Proactive Blue Sky Thinking. Fyrirtæki Kaplan og Norton eru enn að og í góðum gír.
Mikilvægt er að hafa góðan verkefnisstjóra og fylgja 10-80-10 reglunni. Fókusa á aðalatriðið. Við þurfum líka að geta breytt áætluninni reglulega. Kaplan og Norton vísa til Bjarte Bogsnens Beyond Budgeting. Staðreynd er sú að: „93% of finance managers are swimming in excel-sheets“.
En hvaða hugbúnað er gott að vinna með? QlikView er dæmi um fyrirtæki sem eru að ná góðum árangri í því hvernig við skoðum upplýsingar. Leiðin þeirra er nýtt trend. Þeir eru með 33þúsund fyrirtæki um allan heim. Þeir hanna fyrir nýja kynslóð. Mikill hraði er á öllu, gagnamagnið að aukast, frábært starfsfólk gerir kröfur. Qlik Sense er fyrir nýja kynslóð. Til þess að byrja að nota forritið þarf einfaldlega að fara á Qlick.com/download, velja „Create a new app“ þá spyr forritið um gögn og þá drögum við skjölin inn í minnið og hvað gerist svo. Henda t.d. inn „bar chart“, velja „courntry og eitthvað fl. Allt er interactíft og þá fást alls kyns upplýsingar.
Öll stjórnun verður mun aðgerðardrifnari vegna þess að hægt er að tengja saman einstaklinga og aðgerðir. Það skiptir svo miklu máli að vera forvitinn og fá fólk til að læra af þeim bestu. k
Proactive planning - er gríðarlega árangursrík aðferð. Því hefur verið beitt t.d. hjá Alcoa. Það fyrsta sem er gert að finna eiganda verkefnisins. Jákvæður húmor, geta unnið mikið 60 stundir á viku og hafa gott hæfi eru eiginleikar sem HRV notaði til að velja mannskap í Alcoa verkefnið sem var algjört succses. The 4 C´s. Kynna sér það. Byrja á að skoða bækurnar eftir Kaplan og Northon. Það sem truflar okkur oft í að ná árangri eru innri átök í fyrirtækinu sem sést vel í stjórnendamati.
Að lokum urðu hressilegar umræður.

Fleiri fréttir og pistlar

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Hvaða áhrif hefur NIS2 á íslensk fyrirtæki og stofnanir?

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Faghópur almannatengsla, miðlunar og samskipta endurvakinn

Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins. 

Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.

  • Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
  • Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
  • Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
  • Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
  • Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
  • Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
  • Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
  • Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
  • Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
  • Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. 

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Kick off fundur Stjórnvísi var haldinn í Lava Show í dag föstudaginn 29.ágúst 2025.

Hér má sjá myndir frá fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Lava Show þar sem nýju starfsári var startað með sannkölluðum sprengikrafti.  Þema starfsársins er "Framsýn forysta".  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, góður tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á morgunkaffi í einstaklega fallegu og notalegu umhverfi. .  

Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum  við á einstaklega áhugavert erindi frá stofnanda Lava Show Ragnhildi Ágústsdóttir.  Að lokum var öllum boðið á þessa mögnuðu sýningu.  Í lok hennar voru allir leystir út með gjöf.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?