Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu.
Samstarfssamtök: ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, Klak,KVENN, SFH og FKA.
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.
Hvar: Kex hostel á Skúlagötu 28
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: 17 - 18:30
Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!
Næsta Mannamót 28.03.2012:
Fyrra erindið er frá Live Project en Hörður Kristbjörnsson, Daníel Freyr Atlason og Arnar Yngvason stofnuðu fyrirtækið árið 2010. Live Project er vefur er birtir myndefni í rauntíma, en þar getur hver sem er hlaðið upp myndefni til að deila upplifun sinni um leið og hún á sér stað. Live Project vann m.a. "myndavef" fyrir Roskilde Festival í Danmörku þar sem áhugafólk um skemmtun og tónlist gátu fylgst með hátíðinni og stemmingunni þó þeir gátu ekki verið á staðnum. Seinna erindið verður frá Hópkaupum en Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda vefsíðunnar Hopkaup.is flytur erindi um nýtt viðskiptamódel í vefsölu og auglýsingamiðlun þar sem samfélagsmiðlar eins og Facebook skipa stórann sess og hefur vakið verðskuldaða athygli á Íslandi að undanförnu.
Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!