Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmstjóri Strategíu hóf fyrirlestur sinn á að upplýsa að 90% fyrirtækja eru ekki að ná þeim árangri sem þau ætla sér. Meginástæðan er talin vera skortur á undirbúningi í stefnumótunarvinnunni. Guðrún líkti því við völundarhús að koma á stefnu, ákveðin leið inn og önnur út. Guðrún notar "Stefnuvitann" sem gerir kleift að skilja fyllilega hvað felst í að innleiða stefnuna. Vinnan hefst með því að send er út rafræn könnun á alla í fyrirtækinu sem gefur mynd af stöðumati. Þar færðu svör við því hvort þú ert með rétta starfsfólkið hvað varðar hæfni og getu, hvort miðlun upplýsinga sé rétt og hvort starfsfólk viti af hverju breytingar eru mikilvægar. Guðrún fór yfir þá átta þætti sem eru mældir. Mælingarnar eru ljósið sem vísar fyrirtækinu í gegnum völundarhúisð. Þær segja þér hvert þú ert að fara. Grunngildi stýra viðhorfi og menning er ekkert annað en hegðun.
Algengasta ástæðan fyrir að breytingar takast ekki er að ferlum er ekki breytt. Það er sagt að mjúku málin séu hörðu málin því í breytingastjórnun kallar 1/3 á rökstuðning og 2/3 á tilfinningar. Hver og einn verður að upplifa meiri ánægju en erfiði við breytingar. Mikilvægt er einnig að gleyma ekki umbuna og rýna ferlið sjálft. Í upphafi er gerð rafræn könnun til að sjá stöðuna og í lokin til að sjá hvað hefur breyst.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.637665336301420.1073741905.110576835676942&type=3&uploaded=16