Aðalfundur faghóps um loftlagsmál var haldinn 5. maí sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu þær Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO, Birta Kristín Helgadóttir, Eflu, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Íslandsbanka og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteini. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag og samstarfið í stjórn faghópsins.
Fimm voru kosin í stjórn og er hún nú skipuð tíu manns:
- Guðný Káradóttir, VSÓ Ráðgjöf, formaður
- Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðslusetur
- Gná Guðjónsdóttir, Versa Vottun
- Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag
- Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun
- Leó Sigurðsson, Örugg verkfræðistofa
- Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
- Ingibjörg Karlsdóttir, Play Air
- Jennifer Lynn Schwalbenberg, sjálfstætt starfandi lögfræðingur