Ný stjórn Stjórnvísi
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir átján hundruð félagsmenn sem koma frá á þriðja hundrað fyrirtækja.
Ný stjórn Stjórnvísi var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, var kjörinn formaður félagsins annað árið í röð.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir átján hundruð félagsmenn sem koma frá á þriðja hundrað fyrirtækja. Það er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Félagið er opið öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á stjórnun - og vilja fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í stjórnun hverju sinni. Félagið var stofnað fyrir 26 árum síðan og hét áður Gæðastjórnunarfélag Íslands. Kjarnastarfið fer fram í nítján faghópum um stjórnun.
Mikill kraftur var í félaginu á síðasta ári. Það hélt sjö ráðstefnur, yfir 70 fundi og fluttu 160 fyrirlesarar erindi á ráðstefnum og fundum faghópa og voru gestir yfir 2.500 talsins.
Eftirfarandi eru í nýrri stjórn Stjórnvísi: Jón G. Hauksson formaður, Hrefna Briem, Einar S. Einarsson, Agnes Gunnarsdóttir, Teitur Guðmundsson, Fjóla María Ágústsdóttir og Þorvaldur Ingi Jónsson.
Varamenn í stjórn eru Nótt Thorberg og Sigurjón Þór Árnason
Í fagráð voru eftirtaldir kjörnir:
Auður Þórhallsdóttir, Samskip
Davíð Lúðvíkssson, SI
Kristín Kalmansdóttir, Ríkisendurskoðun
Kristinn T. Gunnarsson, Expectus og kennari
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Vendum
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir:
Bára Sigurðardóttir, mannauðsstjóri og doktorsnemi
Arney Einarsdóttir, lektor HR
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi er Gunnhildur Arnardóttir.
Á fimmta tug fyrirtækja buðu félögum í Stjórnvísi að halda fundi hjá sér og tóku á móti um 2.100 gestum sem sóttu þessi fyrirtæki heim vegna fyrirlestra.
Hér má sjá myndir af fundinum:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.347280298673260.81490.110576835676942&type=1