Marel tók sannarlega vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með frábærum veitingum og faglegri kynningu á Marel. Þetta er annað árið í röð sem Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel tekur á móti Stjórnvísifélögum á afmælisdegi sínum. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og fór Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Útfrá þeim umbótahugmyndum flutti Ragnhildur Ágústdóttir frábært erindi: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Nýársfagnaður stjórna Stjórnvísi - takk fyrir frábærar móttökur Marel.
Um viðburðinn
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel. Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.
Útfrá þeim umbótahugmyndum þá fengum við frábæran fyrirlesara, hana Ragnhildi Ágústdóttur með erindið: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Fólki er tíðrætt um það hvernig fjórða iðnbyltingin er að fara að breyta heiminum, vinnustöðunum og því hvernig við vinnum. Gervigreindin er byrjuð að banka á dyrnar og þegar farin að leysa sum störf af hólmi. Oft er talað um að yfir 25% starfa árið 2030 verði ný störf sem ekki eru til í dag. Allt þetta kann að hljóma ógnvekjandi en sannleikurinn er sá að við erum núþegar byrjuð að laga okkur að þessu. Það sem meira er, við finnum nú þegar fyrir því í störfum okkar að verkefnin eru fleiri, áreitið meira, teymin fleiri og allir að kikna undan álagi.
En þetta er nú ekki alveg svona slæmt heldur er þetta líka spurning um hvernig við nýtum tólin og tækin sem eru til staðar til að halda utan um verkefnin, nýta tengslanetið og ná betri árangri. Og til þess eru margar leiðir, sumar betri en aðrar og mun Ragnhildur sérstaklega beina spjótum sínum að Linkedin og Microsoft Teams.
Erindið mun:
- Fara yfir það hvernig heimurinn og vinnustaðirnir eru að breytast með nýrri tækni, hvaða störf munu hverfa og hvers konar hæfni kemur til með að verða eftirsótt
- Gefa þátttakendum aukinn skilning á því hvernig hægt er að nýta tól á borð við Linkedin og Teams sér til framdráttar með hagnýtum ráðum og sýnidæmum
- Höfða til allra sem vilja vaxa og dafna í leik og starfi, vekja athygli á sínum hugðarefnum, vinna betur með öðrum og ná utan um þau viðfangsefni sem verið er að fást við á hverjum degi.
Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. Í dag sinnir hún starfi sölustjóra Microsoft á Íslandi á daginn og er svo þess utan í frumkvöðlabrölti ásamt manninum sínum en þau opnuðu hina einstöku hraunsýningu Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal á síðasta ári sem hefur fengið frábærar viðtökur og hlotið viðurkenningu fyrir gæði og nýsköpun, m.a. frá samtökum ferðaþjónustunnar.
Þá hefur Ragnhildur einnig mörgum hnöppum að hneppa í einkalífinu en þau hjónin eiga þrjá hressa drengi á aldrinum eins til þrettán ára og eru tveir þeirra með einhverfurófsgreiningu og ýmsar aðrar sérþarfir. Hún stofnaði árið 2013 styrktarfélag barna með einhverfu sem staðið hefur fyrir vitundar- og styrktarátakinu Blár apríl ár hvert með það að leiðarljósi að auka almenna þekkingu, skilning og viðurkenningu á því sem einhverfir og þá einkum einhverf börn þurfa að glíma við á hverjum degi. Hún gegndi formennsku í félaginu frá stofnun og allt til byrjun árs 2019 þegar hún fór í auknum mæli að taka að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.
Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.
Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2020.
Stjórn Stjórnvísi.
Fleiri fréttir og pistlar
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.
Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.
„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.
Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.
Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk.
Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.
Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina
---
Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.
Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.
Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.
Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.
Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
Stjórn faghópsins skipa: Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa.
Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku. Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar.
NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög. Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.
Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.
Dagskrá viðburðarins:
- Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
- Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito
Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.