Nýyrðið „inngilding“

Nýlega breytti faghópur um málefni starfsfólks af erlendum uppruna um nafn og heitir núna faghópur um fjölbreytileika og inngildingu (e. diversity & inclusion). Nýyrðið „inngilding“ hefur vakið mikla athygli og mörgum finnst það hljóma sérkennilega. Þess vegna ákváðum við að deila með ykkur orðum Eiriks Rögnvaldssonar prófessors emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um þetta nýyrði á síðu sinni hjá háskólanum:

Í dag lenti ég alveg óvart inni í umræðu á Facebook um orðið inngilding sem Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, bjó til fyrir nokkrum árum sem þýðingu á inclusion. Það orð hefur oft verið þýtt sem án aðgreiningar og talað um skóla án aðgreiningarsamfélag án aðgreiningar o.fl. en það er dálítið stirt. Í þessari umræðu fannst mér koma fram dálítill misskilningur á eðli og merkingu orða.  Sumir þátttakendur í umræðunni eru ekki sáttir við orðið inngilding – segja að það skilgreini hugtakið sem um er að ræða ekki vel, sé gildishlaðið, nái ekki yfir hugtakið, og sé jafnvel orðskrípi.

Áðurnefndur misskilningur er mjög skiljanlegur út frá þeim hugmyndum okkar að orð eigi að vera „gagnsæ“ – segja sjálf hvað þau merki, þannig að fólk átti sig á merkingu þeirra þótt það hafi ekki heyrt þau eða séð áður. Því hefur lengi verið haldið að okkur að íslensk orð séu einmitt svona. Það er vissulega sannleikskjarni í því – en bara kjarni. Þótt orð feli oft í sér einhverja vísbendingu um merkingu þurfum við samt oftast að læra nákvæma merkingu þeirra sérstaklega. Og um leið og orð er komið í almenna notkun öðlast það sjálfstætt líf og hættir að vera háð uppruna sínum – gagnsæið hættir að skipta máli.

Það er auðvelt að benda á tugi og hundruð íslenskra orða sem merkja ekki það sem þau líta út fyrir að merkja, út frá samsetningu sinni og uppruna. En við tökum venjulega ekkert eftir því, vegna þess að við erum vön orðunum og vitum hvað þau merkja án þess að hugsa út í upprunann. Eins og ég hef oft nefnt finnst okkur ný orð oftast skrítin, óheppileg og jafnvel alveg ómöguleg – það þarf að venjast þeim og það tekur tíma. Það getur vel verið að það megi finna ýmislegt að orðinu inngilding – ég var ekkert sérlega hrifinn af því þegar ég sá það fyrst. En mér skilst að það sé komið í talsverða notkun og þess vegna væri ábyrgðarhluti að hafna því, nema fram kæmi eitthvert orð sem almenn sátt yrði um þegar í stað – svona eins og þegar þota leysti þrýstiloftsflugvél af hólmi á sínum tíma. Mér finnst bara ekki líklegt að svo verði.

Eirikur Rögnvaldsson (2021)

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Metnaðarfull, spennandi og fjölbreytt dagskrá framundan hjá Stjórnvísi 2024-2025

Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025.  Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:

  • Snjöll aðstöðustjórnun
  • Stjórnkerfi húsa
  • Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
  • Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
  • Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
  • Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
  • Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
  • Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
  • Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
  • Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
  • Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir". 
  • Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
  • Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
  • Algengustu mistök árangursmælinga
  • Fjölmenning - áskorun - öryggi
  • Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
  • Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
  • Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar

Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg

Framtíðarfestival í byrjun næsta árs. Borgarbókasafnið

Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir 

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? 

Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi? 

Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)

Vettvangsferð í HVIN

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Frábær mæting á Haustráðstefnu Stjórnvísi 2024 "Snjöll framtíð".

Haustráðstefna Stjórnvísi hitti heldur betur í mark í ár.  Frábær mæting var bæði á Grand Hótel og í streymi enda dagskráin stútfull af áhugaverðum fyrirlesurum. Hér má sjá upptökur af öllum erindum og hér eru myndir af ráðstefnunni.

Dagskráin var svohljóðandi.

08:30    Húsið opnar: Létt morgunhressing

09:00    Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu

09:05    Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari

09:10    Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur: 

             Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna

             Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

09:35    Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist.  "Gervigreind og íslensk nýsköpun"

09:50    Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall

10:05    Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“

10:20    Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“

10:35    Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”

10:50   Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”

11:00     Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt

 

11:05     Ráðstefnuslit

Vinnumansal á Íslandi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.
 
Sameiginleg ráðstefna ASÍ og SA  fer fram þann 26. september í Hörpu – 10:00 - 16:00

 

10:00-12:00  Ráðstefna í Norðurljósum Hörpu: erindi, umræður og fræðsluefni
12:00-13:00  Hádegisverður 
13:00-14:00  Málstofur 
14:00-14:15  Kaffihlé
14:15-15:15  Málstofur 
15:15-16:00 Samantekt og yfirlýsing ASÍ og SA

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?