Raftákn er verkfræðistofa á rafmagnssviði stofnuð 1. júní 1976 á Akureyri af þeim Árna V. Friðrikssyni, Gerði Jónsdóttur, Daða Ágústssyni, Gunnari Ámundasyni, Jóhannesi Axelssyni, Sigrúnu Arnsteinsdóttur og Jóni Otta Sigurðssyni.
Núverandi eigendur Raftákns eru Anna Fr. Blöndal, Árni V. Friðriksson, Brynjólfur Jóhannsson, Finnur Víkingsson, Gerður Jónsdóttir, Gunnar H. Reynisson, Jóhannes Sigmundsson, Jóhannes Axelsson, Jón Heiðar Árnason, Jón Viðar Baldursson og Sigrún Arnsteinsdóttir.
Hjá Raftákni eru nú 25 starfsmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og skrifstofumaður.
Undanfarið hefur Raftákn verið að koma upp, skjalfesta og innleiða Gæðakerfi og nú er sú vinna það vel á veg komin að kerfið er tilbúið til vottunar. Fyrirtækið hefur samið við Vottun ehf um úttekt og vottun á kerfinu og vonast er til að þeirri vinnu verði lokið fyrir áramót 2010 - 2011.
Fyrirtækið er rekið í þrem deildum eða sviðum, byggingasviði, iðnaðarsviði og fjarskiptasviði.
Byggingasvið sér um hönnun allra almennra raflagna í íbúðarhús og stærri byggingar ásamt grunnlögnum s.s. lögnum í götur og vegi, stofnlagnir að mannvirkjum o.s.frv. Á byggingasviði starfa níu starfsmenn, hönnuðir og teiknarar.
Iðnaðarsvið sér um hönnun stýringa og stjórnkerfa, forritun og prófanir. Þar er um að ræða virkjanir, veitur, jarðgöng ásamt smærri verkum. Á iðnaðarsviði starfa 12 starfsmenn, hönnuðir og teiknarar.
Fjarskiptasvið sér um hönnun jarðsímalagna, gerð tengiskema og skráningar. Á fjarskiptasvið starfa þrír starfsmenn, hönnuðir og teiknari.
Raftákn tekur að sér hönnun raflagna, lýsingar og loftræsikerfa í ýmsar gerðir nýbygginga svo sem skóla, íþróttahús, verslunar- og skrifstofuhús af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir hafnir hefur stofan hannað lýsingu hafnarsvæða og landtenginu skipa.
Raftákn tekur að sér forritun iðntölva fyrir stjórnun verksmiðja, veitna, virkjana og fl. ásamt skjákerfum. Skjákerfin sem Raftákn hefur aðalega forritað eru unnin á hugbúnað frá Seven Technologies í Danmörku og nefnist IGSS. Yfir 90 kerfi eru í notkun á landinu og er allt notendaumhverfið á íslensku. IGSS er eina skjákerfið sem í boði er á íslensku.
Raftákn sá um alla hönnun raflagna í Hvalfjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Almannaskarðsgöng og Héðinsfjarðargöng, þ.e. alla þætti er lúta að rafmagni. Raftákn sá einnig um hönnun lýsingar- og rafkerfa fyrir Hófsgöngin á Suðurey í Færeyjum, Múlagöng, Strákagöng og Vestfjarðagöng.
Forritun ljósastýrikerfa svo sem Instabus (EIB) hefur verið vaxandi þáttur í starfssemi Raftákns að undanförnu.
Eitt stærsta stýriverkefni Raftákns um þessar mundir er forritun stjórnkerfis fyrir Hellisheiðarvirkjun en það verk er unnið fyrir Siemens í Þýskalandi.