Líðan starfsmanna er gríðarlega mikill forspárþáttur í mögulegri velgengi fyrirtækja. En hvað er á bak við líðan starfsmanna? Huglæg líðan er það hvað starfsmaður er að hugsa og velta sér upp úr og félagsleg líðan er hvernig samskipti starfsmanns er við aðra samstarfsmenn og virkni hans í félagssamskiptum innan vinnustaðar. Líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á velferð og heilsu viðkomandi og er ráðandi þáttur þegar kemur að frammistöðu, afköstum og ábyrgð starfsmanns gagnvart starfi sínu. Starfsumhverfið hefur breyst mjög hratt með aðlögun að alheimsviðskiptum, aukinni samkeppni, hröðum vexti, samruna fyrirtækja og margt fleira. Þessar breytingar eru að hafa frekar neikvæð áhrif á líðan og heilsufar fólks. Samkvæmt rannsóknum er starfstengd streita, sem er bæði huglægur og félagslegur þáttur, eitt algengasta heilsufarsvandamálið innan vinnustaða í dag og algengasta orsök veikindafjarvista.
Áður fyrr beindist starf vinnuverndar aðallega að því að fyrirbyggja slys eða tjón í áþreifanlegu umhverfi starfsmanna. Í dag ber atvinnurekandi einnig ábyrgð á að gert sé áhættumat þar sem metnar eru aðstæður í vinnuumhverfi sem hafa huglæg og félagsleg áhrif á starfsfólk og starfsmannahópinn. Ágústa Björg forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá setti fundinn, bauð gesti velkomna og sagði frá framkvæmd matsins hjá Sjóvá og aðgerðum sem settar voru inn í kjölfarið.
Annar fyrirlesara fundarins, Ragnheiður Guðfinna, var veðurteppt austur á fjörðum en í hennar stað var mættur Guðmundur frá Vinnueftirlitinu. Ágústa fór yfir tölulegar staðreyndir frá Sjóvá, hlutverk, framtíðarsýn og vegvísa. Sjóvá hefur verið í samstarfi við Forvarnir og Streituskólann um sálfræðiþjónustu og áfallahjálp fyrir starfsmenn og viðskiptavini síðan 2007. Streituskólinn er þessi hlutlausi aðili og er samstarfið gríðarlega mikilvægt og töluvert notað. Regluleg þjálfun er um streitu og viðbrögð við áföllum. Skýr viðbragðsferill er í eineltis-og áreitnismálum sem er að finna í gæðakerfi félagsins. Boðið er upp á námskeið um tímastjórnun, viðbragðsteymi er starfandi sem tekur við ábendingum og kemur málum í farveg, virkir trúnaðarmenn eru á vinnustaðnum og eru niðurstöður vinnustaðagreiningar nýttar til úrbóta. Árlega er vinnustaðagreining sem mælir ánægju mjög hátt. Starfsánægja mælist með því hæsta hjá íslenskum fyrirtækjum, hæstu einkunnir eru gott viðmót samstarfsfélaga, umhyggja, stolt og skýrar væntingar í starfi. Auk þess mælist hátt traust til yfirmanns, endurgjöf á frammistöðu, upplýsingagjöf, hrós og fl.
En Sjóvá vill mæla meira og mælir því sálfélagslegt áhættumat. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvaða áhrif þættir í starfsumhverfi okkar eru að hafa á andlega vellíðan, þ.m.t. starfsánægju og streitu segir Ágústa. Vel útfært sálfélagslegt áhættumat gefur okkur heildstæðari og dýpri mynd af stöðu mála en t.d. niðurstöður vinnustaðagreiningar. Sálfélagslegt áhættumat var lagt fyrir hjá Sjóvá í samvinnu við starfsmenn Forvarna í apríl sl. Rafræn könnun á heimasíðu Forvarna og tóku starfsmenn afstöðu til um 60 fullyrðing s.s. stjórnun, traust, skipulag starfs, fjölbreytni, nýtingu hæfileika, samskipti, álag, starfsanda, jafnvægi vinnu og einkalífs, álag, streitu og kvíða og starfsánægju. Niðurstöður matsins nýtast Sjóvá til að greina hvar þau eru að standa sig vel, hverjir eru mögulegir áhættuþættir, og hvar liggja tækifæri til að gera betur. Eftirfylgni skiptir miklu máli og aðgerðaáætlun byggð á niðurstöðum verður að fylgja. Einnig var tækifæri til að gera betur m.a. vegna truflunar í starfsumhverfi.
Niðurstöður voru kynntar fyrir öllum starfsmönnum og settar á heimanetið. Niðurstöður voru greindar niður á einstök svið til nánari aðgerða innan sviða vor 2015. Niðurstöður voru um margt líkar milli sviða en líka ólíkar áskoranir. Hvatt var til virkrar umræðu um matið og niðurstöður ræddar opinskátt, rætt um ábyrgð vinnustaðarins og ábyrgð hvers og eins á andlegri heilsu. Mikilvægast var að fá fólk til að hugsa um þessi mál og ræða þau. Síðan var haldinn streitufyrirlestur fyrir starfsmenn og heilsuvika verður haldin vorið 2016. Mesti ávinningurinn var að fá skýra mynd af málunum og hvað starfsmenn og stjórnendur tóku því vel. Tryggingarfélög eru alltaf að reyna að greina áhættu til að koma í veg fyrir tjón og þannig virkar sálfélaglega matið. Gríðarlega mikilvægt er að fá inn hlutlausa aðila til að mæla. Auðveldast til ná fram upplýsingum er að gera könnun til að ná fram umræðu. Vilji þarf að vera til staðar að ræða könnunina.
Þá tók við Guðmundur Kjerúlf, sérfræðingur á fræðsludeild Vinnueftirlitsins. Guðmundur kynnti markmið vinnuverndarstarfs. Árið 2003 var gerð krafa um að öll fyrirtæki ættu að gera áhættumat en þar þarf að kanna 1. Efnanotkun 2. Hreyfi-og stoðkerfi 3. Umhverfisþætti 4. Félagslega og andlega þætti 5. Vélar og tæki.
Eftir 10 ára reynslu sér Vinnueftirlitið að einn þáttur verði útundan þ.e. félagslegir og andlegir þættir. Vinnueftirlitið á góð gögn til að hjálpa vinnustöðum með þennan þátt. Áhættumat heitir öðru nafni: Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áhættumatið gengur út á að leita kerfisbundið að áhættu og gera úrbætur. Leitað er leiða til að gera ástandið ásættanlegt. Þetta þarf að gera skriflega og hafa tímasett. Gott til að hafa á bak við eyrað í áhættumati er 1. Fjölbreytni, er starfið fjölbreytt það er mikilvægt. 2. Sjálfræði, allir eru góðir í einhverju, leyfa fólki að njóta sín. 3. Sveigjanleiki þ.e. er sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna. Öllu máli skiptir að báðir aðilar hagnist á sveigjanleikanum 4. Skýr verkaskipting 5. Hæfilegar kröfur, allir þekkja þegar of mikið er að gera sem er í lagi í ákveðinn tíma, mjög vondur mórall er þar sem lítið er að gera. 6. Stuðningur skiptir öllu máli, bæði frá stjórnendum og starfsmönnum, mikilvægt er að starfsmenn styðji hvorn annan og sýni kurteisi í samskiptum. Öll þessi atriði eru til að takast á við streituna og bakverkinn. Vinnueftirlitið gaf út gátlista fyrir nokkrum árum. Sérstakur vinnuumverfisvísir er 1. Tímaþröng, er hún langtíma er mönnunin ekki í lagi. 2. Mótsagnarkenndar kröfur/væntingar 3. Óljós forgangsröðun 4. Óljós verklýsing 5. Einhæfni 6. Eru slæm samskipti? 7. Lélegt upplýsingaflæði 8. Of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum 8. Lítið umburðarlyndi 9. Einelti og kynferðisleg áreitni. Í nóvember 2015 kom út ný reglugerð um einelti þar sem farið er ítarlega í hvað einelti er. Haldin er samevrópsk vinnuverndarviku. Hægt er að skoða efni á síðu vinnueftirlitsins.
Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun
Fleiri fréttir og pistlar
Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.
Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:
Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.
Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.
„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.
Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.
Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk.
Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.
Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina
---
Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.
Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.
Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.