Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á fundi samfélagsábyrgðar í Arion banka í morgun var rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, sagði frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallaði hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri. Með því að lána fólki gera bankar viðskiptavinum kleift að uppfylla drauma sína.  Þróunin er þannig að flestir eru farnir að nota símann til alls. Þess vegna er allt þróað fyrir appið í dag fyrst.  Arion banki hefur tekið leiðandi afstöðu að styðja við nýsköpun.  Startup Reykjavík ermeð strúktúrerað prógram til að gera meira graðar.  Arion banki fjárfestir í frumkvöðlum en styrkir þá ekki.  Mikil eftirspurn er að komast inn í hraðalinn og bráðlega er Arion banki búinn að fjárfesta í 100 sprotafyrirtækjum.  Hryggjarsúlan eru mentorarnir sem oft fylgja sprotunum eftir.  Nýsköpun snýst um að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini.  Nokkur fyrirtæki hafa verið seld eða fengið umtalsverða fjárfestingu t.d. CCP og Tempo.  En hverju skilar þetta?  Tækniþróunarsjóður veitir styrkir til frumkvöðla

Snjallræði, er fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, sögðu frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf. Til er tvenns konar friður annars vegar þar sem er ekki stríðsástand og hins vegar þar sem verið er að byggja upp samfélag.  Öll nýsköpun er á þágu samfélagsins.  Opnað var fyrir umsóknir 2018 og þá voru valin 7 teymi í 7 vikur.  Teymin fengu aðstöðu á Hlemmi.  Höfði og Nýsköpunarmiðstöð eru samstarfsaðilar.  Framkvæmda-og samstarfsaðilar eru HÍ, NMÍ, Höfði, Reykjavíkurborg, LHÍ, Festa Icelandic Startups o.fl. Mikilvægt er að efla erlend tengsl t.d. við MIT. Markmiðið með hraðlinum er að veita þeim einstaklingum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað.  Samfélagsleg nýsköpun er drifn af þörfinni við að finna nýjar lausnir í samfélagslegum áskorunum.  Einn af góðu markmiðunum eru Heimsmarkmiðin. 

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, sagði frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land. Sigrún útskrifaðist úr LHÍ 2015 og hefur mikinn áhuga á því hvað verður um hluti þegar þeim er fargað eða urðað.  Margar landfyllingar á Íslandi eru byggðar á gömlum bílhræjum sem ekkert var hugsað til að taka úr menguð efni.  Heilun jarðar gengur út á að nýta þá náttúrulegu ferla sem eru til.  Bakteríur og sveppir eru öflugar niðurbrotslífverur sem eru út um allt en við sjáum þær ekki.  Sveppir hafa þróað sínar aðferðir í yfir milljón ár og eru sérhæfðir í ýmsu.  Til er kartöflumyglusveppur sem brýtur niður plast, aðrir sem brjóta niður tré o.fl.  Kóngsveppur sogar í sig blý, kvikasilfur og lifir í samlífi við tré.  Sveppurinn sækir vatn og steinefni fyrir tréð og fær í staðinn sykur frá trénu.  Þegar valið er tré þá ætti maður að hugsa til þess hvaða svepparót fylgir honum.  Sveppir tengja öll tré eða allar plöntur í sama skógi.  Þannig flytur sveppurinn næringu á milli þeirra.  Tré geta lært af reynslu hvors annars, ef eitt tré verður fyrir skordýraárás þá flytja sveppirnir í sínu samskiptakerfi skilaboð á milli og mynda mótefni þannig að allur skógurinn eyðist ekki. Sigrún er komin í samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands.  Eftir okkar dag mun jörðin lifa en það mun taka aldir að þrífa eftir okkur.  Við þurfum að finna leiðirnar til að láta sveppina lifa á réttum stað.   

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, sagði að lokum frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

 

Um viðburðinn

Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á þessum fundi verður rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, segir frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallar hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri.

Snjallræði, fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, segja frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf.

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, segir frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land.  

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, segir frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?