Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.

 „Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka“ var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean og mannauðsstjórnun í morgun.  Svo mikil þátttaka var á fundinn að færa þurfti hann í stærri sal hjá BSRB.  Fjórir fyrirlesarar fluttu áhugaverð erindi.

Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallaði um ávinning góðrar samskiptafærni. Sigríður sagði að í dag er verið að leggja miklu meiri áherslu á samskiptaþætti.  Þessir þættir hafa mikið að segja með hvernig þér mun takast til í starfi, Sigríður vísaði í nýlegar stórar rannsóknir.  Mikilvægt er að að sá sem við erum að ráða hafi eftirfarandi hæfi:  hjálpsemi, virðingu, áhuga, hrós, heilindi og gott viðmót.  Flest störf byggja að verulegu leiti á samskiptum og samskipti hafa bein áhrif á líðan og starfsánægju.  Samskipti eru í raun hjartað í öllu.  Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.  Í dag eru vinnustaðir farnir að vinna með samskiptasáttmála. Kjarninn í öllu því sem Sigríður vinnur með er að einstaklingurinn skoði sjálfan sig og sé tilbúið að taka ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann setur út í umhverfið.  Það sem skapar góða vinnustaðamenningu er t.d. að heilsast og kveðjast, orðaval, hrós, kurteisi, stundvísi og nákvæmni.  Hugaðu að því hvern þú hlakkar til að hitta í vinnunni og hverja hlakkar til að hitta þig. Hver og einn á að vera jákvæður í að búa til góða vinnustaðamenningu.  Hvað einkennir þinn vinnustað? Alltaf, stundum, aldrei.  Að velja sér viðhorf er lykillinn.  Á öllum vinnustöðum er einhver óánægður með kaffið.  Þá er mikilvægt að velja sér viðhorf og eins í lífinu öllu.  Að lifa gildin og mæta sjálfum sér á að vera tengt því sem við erum að gera.  Huga ber líka að fundarmenningu, hvernig er hún og hvernig hefur hún mótast? 

Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean sagði frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. Þórunn fjallaði um hver kjarninn er í Lean en hann er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá þjónustu sem hann óskar eftir.  Allir stjórnendur þurfa að skilgreina vinnuumhverfið og veita stuðning.  „Respect for people“ er tengt inn í allt sem verið er að nota.   VMS töflur eru tæki til að hittast einu sinni á dag, forstöðumaður með sínu teymi, forstöðumaður með sviðsstjóra og sviðsstjóri með forstjóra, allt á innan við klukkutíma daglega.  Töflurnar eru notaðar í samskiptum og til að sjá nákvæmlega til hvers er ætlast.  Þar eru skoðaðar sölutölur, ýmsar mælingar og hrós.  Með töflunum er verið að rekja verkefnin okkar. Í lean heiminum er stöðugt verið að leita að umbótatækifærum í ferlum og vinnu sem er í góðu lagi.  Skoða hvar umbótatækifærin liggja, hvar er bið, gallar, hreyfing, flutningur, offramleiðsla, birgðir, vinnsla og fólk sem ekki fær að njóta sín í vinnunni.  Þórunn ítrekaði mikilvægi þess fyrir teymi að fagna, það er fátt eitt mikilvægara en fagna litlum sigrum. 

 

Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Að lokum sögðu tveir starfsmenn hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Bylgja Hrönn Baldursdóttir og Ævar Pálmi Pálmason úr kynferðisafbrotadeild lögreglunnar frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti.  Markmið þeirra er fyrst og fremst að starfsmönnum deildarinnar líði vel, skipulag sé skiljanlegt og um það ríki sátt.  Málafjöldi sé ásættanlegur, að flæði og hraði sé í samræmi við væntingar viðskiptavina og kynferðisbrotadeild verði enn eftirsóttari vinnustaður.  Gefið er svigrúm og sveigjanleiki.  Í kynferðisbrotadeild eru þrjú teymi.  Þau sýndu lýsingu á verkefni og hvernig þau verða til.  Dags daglega sér hver og einn hvaða verkefni eru í gangi.  Sumir eru ekki góðir í yfirsýn en geta verið frábærir í t.d. yfirheyrslum.  Með lean var hægt að láta teymið vinna miklu betur og hver og einn fær úthlutað því sem hann er bestur í.  Bylgja og Ævar hvöttu þá sem ætla að innleiða lean til að gefa starfsfólki gott svigrúm.  Þau ræddu hvernig lögreglan hefur getað nýtt sér aðferðir sem fundnar voru upp í umhverfi fjöldaframleiðslu bíla í Japan.  Lögreglan notar töflur og voru sýnd dæmi um hvernig þau vinna.  Á töflunum voru seglar og miðar settir og allt í einu var komin upp tafla sem var öllum skýr.  Allir hrósuðu yfirsýninni sem allt í einu birtist á töflunni.  Sýnd var verkefnatafla fyrir móttöku hælisleitenda til að minnka sóun og var ánægjulegt að sjá hve frábærar umbótahugmyndir komu frá starfsmönnum lögreglunnar.  Ævar Pálmi sagði að lokum að staðan í dag væri sú að verið er að setja í gang ferli fyrir kærumóttöku sem leiðir til miklu betri þjónustu við brotaþola. 

 

Um viðburðinn

Fullbókað: ATH! Breytt staðsetning: Samskipti til árangurs fyrir teymi - Lean

Vinsamlegast athugið að fundurinn verður í sal BSRB Grettisgötu 89 (hornið á Grettisgötu og Rauðarárstíg).  

Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka.

Á þessum grunni leiðir virk þátttaka starfsmanna í umbótaverkefnum, með skipulögðum hætti, af sér aukin samskipti þar sem virðing fyrir framlagi samstarfsfólks er leiðarljós. Aukin samskipti á þessum nótum leiða til betri samskipta og aukins árangurs. Við horfum á þetta frá þremur sjónarhornum:

  • Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallar um ávinning góðrar samskiptafærni.
  • Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean segir frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. 
  • Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?