Scrum - leynivopnið

Scrum - leynivopnið til að ná aukinni framleiðni.
Baldur Kristjánsson, ráðgjafi hjá Advania mikill áhugamaður um Agile, Lean o.fl. bauð félaga velkomna. Hann fjallaði um Agile og hvað Scrum þýðir fyrir Lean heiminn. Einnig um lögmálin á bak við Scrum og fjallaði einnig um reynslu sína og hvernig það er notað utan tæknigeirans þ.e. hugbúnaðarþróun.
Ástæðan fyrir að það er kallað leynivopn er sú að það hefur ekki verið fjallað um Scrum í viðskiptafræðibókum. Steave J. sem skrifar í Forbs segir að ánægja viðskiptavina skipti öllu máli og gildin. Fyrirtækin sem vaxa hvað hraðast í dag er þau sem nota Scrum en Scrum var byrjað að nota af nördum. Tækið nýtir hraða, stöðuga nýsköpun.
Agile er regnhlífarheiti yfir verkfæri (venjur og prinsipp) sem eru útbreidd í vöruþróunarstarfsemi, sérstaklega í tæknigeiranum. Meginstoðir Agile er að unnið er náið með viðskiptavininum, hafa plan en vera tilbúin að breyta, viðskiptavinurinn geti skipt fljótt um skoðun og mikil áhersla er lögð á fullunna vöru. Agile kemur úr tæknigeiranum en Lean alls staðar. Lean er alltaf að finna nýjar leiðir til að beita í hugbúnaðarþróun. Flaggskip allra banka, síminn, advania, menia o.fl. eru í þessu. Agile skilar skv. könnun 2012 þrisvar sinnum betri árangri í verkefnum en Waterfall. En hvað eiga Agile/Scrum og Lean sameiginlegt? Áhersla er á stöðugar umbætur PDCA (Plan - Do-Check-Act). Sérfærðingum er treyst til að taka til sín verkefni og vinna vinnuna, þ.e. verkefnaröð er forgangsraðað.
Scrum: product owner er sá , scrum masterinn kemur á ferli og óbreyttir sérfræðingar hafa engin föst hlutverk, geta gengið í verk hvers annars t.d. prófarar o.fl. Pull=teymið velur það sem er framkvæmanlegt að gera og skipuleggur tímaramma=sprett. Í lok sprettsins eru haldnir 2 fundir, tékka vöruna og vinnulagið (kaizen). Product owner er talsmaður viðskiptavinarins og á alltaf að vera með hagsmuni viðskiptavinarins í huga, hann skilgreinir verkefnið og byggir um sameiginlegan skilning, svarar hvað er í gangi og er sérfræðingurinn í að skilja hvað notandinn vill. Hann þekki starfsemina og honum er treyst, þarf ekki að spyrja neinn.
Scrum masterinn er servant leader. Hjálpar teyminu að ná hámarksafköstum með því að leiðbeina teyminu í að beita verkfærum Scrumaðferðarinnar. Heldur ferlinu og taktinum gangandi, lóðsar fundi og viðburði og forðar teyminu frá truflunum.
Teymið eru óbreyttir sérfræðingar, það eru öll þrjú hlutverkin. Verkefnin flæða á milli. Dæmi eru um að hægt sé að taka heilt hús í gegn á helmingi minni tíma ef notuð er Scrum aðferð. Húseigandinn er þá product owner og iðnaðarmennirnir nota Scrum og verða öflugt teymi, skipuleggja sig þá allir sjálfir.
Product Backlog er listi yfir allt sem þarf að gera, getur verið á gulum miða, í excel að hverju sem er. Einn raðaður listi yfir allt sem teymið á að taka sér fyrir hendur í náinni framtíð, engir persónulegir verkefnalistar og engar faldar verkefnaraðir t.d. í tölvupósthólfum. Product owner hefur yfirumsjón með þessum lista. Sprettir eru tímasett vinnulota oftast 1-4 vikur. Hefst með sprint planning (skipulagning), velja inn verkefni, brjóta niður í verkþætti o.fl. Í Scrum er daglegur fundur, sami tími og staður á hverjum degi. Hvað er ég búin að ná að gera síðan síðast, hvað mun ég gera þangað tilnæst, hvað er að hindra mig eða hægja á mér.
Sprint Review er opinn framvindufundur. Hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Hvað var ákveðið að gera í sprettinum, hvað af því tókst, hvað af því tókst ekki, hvað kom óvænt upp á, sýning á tilbúnum afurðum og opin umræða.
Sprint retrospective byggir á Kaizen, eru stöðugar umbætur og framfarir sem leiða til stórfellldra framfara til lengri tíma litið. Scrum Master er ábyrgur fyrir að haldið sé rétt á fundarferlinu.
The Art of doing twice the work in half the time er frábær bók. Þar er stillt upp að Scrum byggi á nokkrum lögmálum. 1. Timabox og takur 2. Teymisvinna, 3.ruðningur hindrana, 4. forgangröðun, 5.raunsæ áætlunargerð og 6. ánægðir starfsmenn.

  1. Tímabox og takur. Verið er að beisla tímann sem er takmörkuð auðlind. Umfangið má fljóta en tíminn er fastur. Ef við erum að halda áætlun á fundi, þá eru settar ákveðið margar mínútur á hvern lið. Þannig virkar fundarstjórnun.
  2. Teymisvinna. Bestu teymin hafa sameiginlegan tilgang sem er stærri en einstaklingarnir sem mynda það. Menn vinna saman og vinnan flæðir eðliglega á milli liðsmanna. Teymisvinna er æðra form samvinnu, t.d. eins og gerist hjá listamönnum , uppspretta þess að menn læra hvor af öðrum og fá beint í æð. En miklu flottara kemur út úr þessu. Þetta gerist líka í teymisvinnu, men þora að koma með hugmyndir og vera skotnir niður.
  3. Scrum og sóun. Kemur beint frá Lean. Mesta sóunin felst í að hoppa milli verkefna. „Multitasking makes you stupid“. Hálfkláruð vinna er sambærileg við of stóra lagera, háleit markmið eru hvetjandi en fráleit ekki, mikil sóun er í eyðublöðum, föstum fundum, reglum og stöðlum nema það sé nauðsynlegt. Spyrja sig alltaf hver er ávinningurinn af vottuninni. Fólk sem er með yfirgang og ásakanir þarf að stoppa af því tilfinningalegt umrót sem setur fólk í uppnám heilu dagana valda sóun. Sumir framkvæmdastjórar eru jafnvel þannig og það er mikilvægt að ræða við slíkt fólk og jafnvel láta það fara.
  4. Forgangsröðun. Setja á blað allt sem er fyrirséð að þurfi að gera. Velja þau verk sem eiga að era í forgangi, búa til raðaðan lista úr því. Forðast biðraðir, henda því sem kemst ekki að. Í gamla ferlinu voru breytingar óæskilegar, en í scrum er lögð áhersla á fríar breytingar. Mörg fyrirtæki nota tól sem heitir Tira og er það lang vinsælast, RB, Valitor,Icelandair, Advania o.fl. nota Tira. (Tira-agile).
  5. Ánægja. DRIVE. Ánægðir og hamingjusamir starfsmenn njóta almennt meiri velgengi á vinnustað (ekki öfugt) - betri ákvarðanir og hugmyndir. Aukinn sýnileiki stuðlar að aukinni ánægju - leynimakk stuðlar að óánægju. Samspil ánægju áhuga og afkasta. „Open company - no bullshit“. Endilega skoða myndband á youtube frá Daniel H.Pink. Frjálsræði, menn hafi frelsi til að vinna með þeim vilja og á þann hátt sem þeir vilja, meistaraverkeferð, tilgangur : þessir þrír þættir eru mikilvægastir fyrir einstaklinginn.
    Scrum gengur út á að þróa tilbúna vöru. Getur verið viðburður, frugerð að hlut, ferli, teikning. Eitt stærsta fyrirtæki í heimi skaffar sæti í bíla, það notar scrum til að teikna sætin. NPR - ríkisútvarp USA notar þessa aðferð til að búa til útvarpsþætti, gott að nýta í námskeið eða kennslu. Kennarinn verður product owner, nemendur nota spretti, námsmarkmið eru sett, verkefnið er lesið, spjallað saman og þessu líkur ekki fyrr en allir í teyminu hafa lágmarkskunnáttu. Þetta rífur upp nemendur, hentar vel öllu. Scrum kemur úr Rugby - liðið kemur saman, vinnur sem teymi.
    Netfang Baldurs Kristjánssonar er : Baldur.kristjansson@advania.is

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?