Fundur var haldinn í morgun þann 27.nóvember hjá Staðlaráði Íslands. Fyrirlesari var Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Guðrún fjallaði um staðla og stjórnunarkerfi sem ISO hefur gefið út eða er að vinna að og lýsti því hvernig þeir tengjast og hvernig reynt er að samhæfa þá þannig að þeir styðji hver annan, þótt þeir fjalli um mismunandi stjórnunarkerfi. Guðrún benti einnig á ýmsa staðla sem geta komið að gagni við innleiðingu og rekstur ýmissa stjórnunarkerfa.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Guðrúnu fyrir áhugvert erindi.
Næsti fundur er 3.desember næstkomandi sem ber heitið ,,Umhverfismál Toyota á Íslandi“. Fyrirlesari er Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/513
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/Stjornvisi/photos_albums
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins