Hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi 2012-2013
Núna hafa fjögur framboð komið fram í aðalstjórn Stjórnvísi og stefnir því í kosningu.
Aðalfundur Stjórnvísi verður haldinn á veitingahúsinu Nauthóli fimmtudaginn 10. maí og hefst hann kl. 15:30.
Fundurinn hefur þegar verið auglýstur með löglegum fyrirvara en í sömu auglýsingu var minnt á að allir félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnar og formennsku. Í stjórninni sitja 7 aðalmenn og 2 varamenn.
Formaður félagsins er kjörinn til eins árs í senn og getur hann mest setið í tvö ár.
Meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára og þá ævinlega þrír í senn.
Tveir varamenn eru kjörnir til eins árs í senn og sitja þeir alla stjórnarfundi.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi fyrir næsta starfsár 2012 til 2013:
Til formanns:
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Til stjórnarsetu til næstu tveggja ára:
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Fjóla María Ágústsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar velferðaráðuneytisins.
Ingibjörg Eðvaldsdóttir, gæða- og öryggisfulltrúi Sorpu
Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskipta-og stjórnunarráðgjafi.
Til varamanna í stjórn:
Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel
Inga Lísa Sólonsdóttir, Inga Lísa ráðgjöf ehf.
Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2011 til tveggja ára og sitja áfram í stjórn næsta starfsárs:
Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri þjónustu-og sölusviðs ÁTVR.
Hrefna Briem, forstöðumaður BS náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar.
Til skoðunarmanna reikninga:
Bára Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, mannauðsstjóri Termu.
Arney Einarsdóttir, lektor í HR og framkvæmdastjóri hjá HRM - Rannsóknum og ráðgjöf.
Til fagráðs:
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Samskipum.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun
Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus og kennari við HR.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, ráðgjafi hjá Vendum.
Munið eftir að bóka ykkur á aðalfundinn á www.stjornvisi.is