Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál var að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.
Fyrirlesari var Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.
Þorvaldur byrjaði fyrirlesturinn á að kynna Qigong öndunina og lét alla æfa hana. Í framhaldi kynnti hann lykilorkustöðvarnar Dantian – viska, kærleikur og orka.  Þegar hugurinn er sterkur þá búum við yfir visku, innsæi, einbeitingu, staðfestu og sannleik.  Ef hann er veikur: óstöðugleiki, dómgreindarleysi og siðblinda. Í Qigong erum við að rækta okkur. Samhljómur í hugleiðslu, hreyfingu og önduninna.  Svo er það bardaginn þ.e. að við stöndum alltaf með okkur. Við viljum hafa allar orkubrautir sterkar og hreinar.  Heilsteypt manneskja er með allar orkustöðvarnar sterkar, í samhljómi og er í jafnvægi.  Hefur skýra hugsun, innsæi, traust, kærleika, samkennd, drifkraft, styrk, úthald, jákvæðni og er án kvíða.  Andlegt og líkamlegt heilbrigði.  Þeir sem stunda Qigong eru náttúrusinnar; hlaða sig hreinni orku frá jörðu og himni, frjáls, óhrædd, gefandi og góðar manneskjur, bera aldrei með sér reiði eða langrækni, horfa bjartsýn til framtíðar, lifa í núinu og nýta orkuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 

Fókið  sem við þjónustum er viðskiptaauðurinn okkar.  Á vinnustaðnum er mikilvægt að innleiða stefnu og þar kemur að tilgangi, sýn og gildi, hvert er áætlunarverkið, hverjum á að þjóna, hvers vegna, hvað vil ég vera, hvað vil ég verða, hvernig?  Mikilvægt er að stilla af mannauðinn og tæknina og þar kemur inn skipulagið og gæðaferlarnir.  Við náum aldrei toppárangri nema að það sé 100% traust og samskiptaferlar séu í lagi.  Traust þarf að horfa á í öllum lögum, aðalstjórnendur, millistjórnendur og starfsmenn.  Til að vera samkeppnishæf þarf stöðugt að hugsa hvað get ég gert til að þjónusta á skilvirkari hátt og þjónusta mannauðinn betur. Og mikilvægast af öllu er gleðin.  En hvernig er tími nýttur?  30% tíma starfsmanna fer í forgangsverkefni og allt of mikið fer í önnur verkefni (truflanir, fundir, tölvupóstar, símtöl, slúður, fresturnarárátta).  Norðmenn eru með 44% meiri framleiðni en Íslendingar og því mikilvægt að huga að meiri framleiðni.  Mannauðsstjórinn á að vera þjónandi og horfa til stefnu, gilda og framtíðarsýnar sem byggir á trausti og skilvikum samskiptum.  Í menningu sigurvegara þá líðum við aldrei ofbeldi/einelti (Qigong), við spyrjum, hlustum, hvetjum, miðlum, leiðbeinum, upplýsum, hrósum, þökkum, gleðjumst og fögnum sigrum.  „Meiri gleði – meira gull“.  
Þess er ætlast til í dag að starfsmenn séu leiðtogar og hjálpi hvor öðrum með skýrum skilaboðum.  Starfsmenn þurfa líka að umboð til athafna, geta haft frumkvæði, hlakki til að koma til vinnu, viljinn til að geta gert betur, skapa eitthvað nýtt, viðhalda og auka hæfni sína. Í lokin lærðu þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 

 

Um viðburðinn

Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.

Sérstaklega verða ræddar og leitað svara við spurningum eins og:

 

  • Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
  • Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
  • Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?
Einfaldar Qigong lífsorkuæfingarnar er ein leið til að losa um spennu, auka jákvæðni og viljastyrk. 

 

Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 


Fyrirlesari:

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun.

Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?