Stjórnun gæða-og þekkingarstjórnun með ferlum hjá Icelandair

Magnús Ívar Guðfinnsson, formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)stjórnun setti fundinn sem bar yfirskriftina „Stjórnun gæða-og þekkingarstjórnun með ferlum hjá Icelandair.
Fyrirlesarar voru þau Viktor J. Vigfússon og Lilja Scheel Birgisdóttir hjá Icelandair. Viktor var með stutta kynningu á ITS, bakgrunn þ.e. hvað kallaði á ferlastjórnun, reynslu og vegferð hingað til, ávinning og áskoranir. ITS er hluti af Icelandair, staðsett í Keflavík og veitir Icelandair og öðrum flugfélögum þjónustu, alhliða tækniþjónustu. Um 400 starfsmenn (200 flugvirkjar, 200 sérfræðingar og aðrir) Velta ITS árið 2015 er 13 milljarðar. Næsta ár verða áfangastaðir 42 og tengimöguleikar 400, Íslendingar eru orðnir í minnihluta viðskiptavina Icelandair en yfir helmingur farþega eru á leið frá Ameríku yfir til Evrópu. Varahlutasendingar voru á sl. ári 58,5 milljónir kílómetrar eða 76 ferðir til tunglsins og til baka. Starfsemin er sífellt flóknari. Búið er að endurnýja aðal hugbúnaðarkerfi ITS. Þekking bundin við einstaklinga hefur verið mjög rík í kúltúr Icelandair og því var lítil ástæða til að skrá. Nú hefur verið ákveðið að þekkingin verði að vera til staðar í fyrirtækinu ekki einungis í einstaklingnum. Verið er að horfa í vinnuleiðbeiningar fyrir starfsmenn, umbætur og breytingastjórnun, þjálfun starfsmanna og greiningu. Endanleg ákvörðun um kerfi var ástralskt kerfi Holocentric. BMS-Business Management System - strategy, plans, policies, procedures, people and technology, óslitin keðja frá kröfum til vinnuleiðbeininga, sjónarhorn byggð á hlutverki hvers og eins, endurnýtanlegar einingar, sjálfvirkar skýrslur og gerð kennsluefnis, endurgjöf frá notendum, skýr mynd af samhengi milli kerfa, ferla, reglugerða og krafna, verkfæri til að greina áhrif af endurbótum ferla.
En hvenær er tækifæri til að innleiða ferlakerfi? Það er mikið að gera hjá öllum og því er áskorun að virkja starfsmenn í svona verkefni. Tækifæri er helst þegar krísa eða miklar breytingar eru í gangi. Tækifærið hjá ITS gafst við endurnýjun á aðal hugbúnaðarkerfi (sem snertir flest ferli í starfseminni), ferlakerfið auðveldaði innleiðingu hugbúnaðarins.
Reynsla af Holocentric er sú að það er góður stuðningur við innleiðingu á nýjum kerfum, ýtir undir samvinnu og dregur úr misskilningi, mikilvægur þáttur í prófunum á kerfum, gerð kennsluefnis skilvirkari og þjálfun auðveldari, sama viðmót í þjálfun og fyrir starfsmanninn almennt. Lykilorðið er SAMHENGI; því kerfið hjálpar að sjá heildarmyndina, notendur týnast ekki í ferlunum. Áskorunin í dag er að virkja ferlaeigendur og aðra í viðhald og endurbætur, það er erfitt að rata um módelið, skortur á samræmi í heildarmynd hönnunar. Það er auðvelt að koma með fyrsta uppkast og auðvelt að týna sér í að fínpússa. Mikilvægt er að útbúa og fylgja eftir hönnunarreglum.
Lilja kynnti kerfið sjálft og gæði módelsins. Notendur eru misjafnir og því þörf á að viðhafa virkt gæðaeftirlit. Uppsetning er ólík milli sviða, virðiskeðja ekki sýnileg, gríðarleg þekking komin inn og módelið í stöðugri þróun. Kerfið sýnir á myndrænan hátt hverju hver og einn starfsmaður er ábyrgur fyrir. Ferli getur verið hlutverk margra og á hverjum stað hægt að sjá hvaða starfsmaður er ábyrgur á hverjum stað. Mismunandi útlit geta verið á sama ferli eftir hvað hverjum og einum finnst og útskýring á hverjum stað til staðar. Vinnuleiðbeiningar, skref fyrir skref eru til staðar sem geta verið mjög nákvæmar. Inn í hverju ferli er hægt að koma með ábendingu sem verður þá endurspeglun. Strax sést hvort eitthvað vantar og hægt að laga. Kerfið nýtist nýjum starfsmönnum einstaklega vel og einnig þegar verið er að ræða hvort verið er að gera hlutina rétt. Kerfið veitir ákveðinn grunn.

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?