Stjórnvísi langar að vekja athygli félaga á að þar sem fyrirtækið þeirra er aðili að Stjórnvísi, geta allir stjórnendur í fyrirtækinu og áhugasamir starfsmenn um stjórnun, sótt fundi í faghópum félagsins sér að kostnaðarlausu. Því er kjörið tækifæri að benda vinnufélögum og vinum á að skrá sig. Virk þátttaka starfsmanna í Stjórnvísi gefur þeim færi á hagstæðri símenntun og praktískum umræðum um stjórnun. Skráning í faghópana fer fram á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is http://stjornvisi.is/kennsla hægra megin í horninu „nýskráning starfsmanna“. Þar seturðu inn nafn, lykilorð, starfsheiti og tengir þig síðan við fyrirtækið þitt sem er nú þegar til á skrá. Að því loknu velur þú þér þá faghópa sem þú vilt vera skráður í. Þeir sem skrá sig í Mannauðsstjórnunarhópinn fá póstsendingar um alla viðburði. Á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is eru upplýsingar um viðburði faghópa, ráðstefnur og áhugaverðar greinar.
Ávinningurinn af því að vera í Stjórnvísi!
- Hagstæð símenntun um stjórnun sem byggir fyrst og fremst á raunhæfum dæmum
úr atvinnulífinu. - Sterkt tengslanet.
- Virkt félagsstarf.
- Ókeypis aðgangur að faghópum, ráðstefnum, fundum og viðburðum um stjórnun á
vegum félagsins.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 1.800 virka félagsmenn og um
260 fyrirtæki innan sinna raða. Félagið er sterkt og öflugt tengslanet fyrir félagsmenn.
Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina um stjórnun á markaðnum.
Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun.
Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Bestu kveðjur,
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi