Stjórnvísifélagar stigu út úr sjálfstýringunni í núvitundaræfingu í morgun.

Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir fundi um núvitund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Á þessum fundi fengu Stjórnvísifélagar að gera fleiri en eina núvitundaræfingu og kynnast þessari einstöku austrænu tækni sem þar hefur verið stunduð í hundruð ára. Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.
Á þessari kynningu var farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einstaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið var yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.
Fyrirlesarar voru þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir. Anna Dóra er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.
Núvitund hefur verið starfrækt í 200 ár. Í Austurlöndum er skoðað hvað er að gerast í huganum. Á Vesturlöndum hefur hins vegar meira verið skoðað hvað er að gerast inn í heilanum sjálfum. Það að taka frá 10-20 mínútur á dag í núvitund breytir heilanum. Heilinn er skannandi hugur og í viðbragðsstöðu fyrir hættum. Það er því tilhneiging hjá okkur til neikvæðrar afstöðu, markmiðið er fyrst og fremst að lifa af. Það sem gerir okkur erfiðar fyrir er að heilinn gerir ekki greinarmun á líkamlegri og sálrænni hættu. Heilinn hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Það er því nóg að ímynda sér hluti til að heilinn fari í viðbragðsstöðu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að hjálpa heilanum okkar.
Endalaust er hægt að lesa um núvitund en best er að prófa hana. Anna Dóra leiddi Stjórnvísifélaga í gegnum núvitundaræfingu. Það eru 3 lög núvitaðrar athygli, bein upplifun, hugsanir um okkar beinu upplifanir, upplifanir á öðrum tíma og stað. Hugurinn fer með okkur hvert sem við förum. En hvað er átt við með núvitund? Núvitund er sú meðvitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki án þess að dæma að hlutum eins og þeir eru (ekki búa til eitthvað nýtt). Maður á að gangast við sér eins og maður er. Augnablik sem við munum og eru kristaltær eru núvitund. Núvitund er eiginleiki sem við búum öll yfir í mismiklum mæli og sem við getum þjálfað. Til að þjálfa núvitund er stundum gerð rúsínuæfingin hún er snert, horft á hana, hlustað á hana bragðað og lyktað. Það sama á við með að fara í sturtu, hugsa til þess hvað skynfærin eru gagnleg. Best er að æfa sig á hverjum einasta degi, stutta stund í senn að stýra athyglinni. Þannig kynnumst við eigin hugarheimi. Hugleiðsluæfing er stefnumót við þitt sjálf. Núvitundarþjálfun gerir okkur kleift að taka betur eftir, róa hugann og sjá hlutina skýrar. Smátt og smátt fer fólk að mýkjast gagnvart sjálfu sér og gagnrýni á sjálfan sig minnkar. Með því að taka betur eftir og fylgjast með eigin hugsunum og tilfinningum af auknum skýrleika náum við einnig að fylgjast með þeim frá aukinni fjarlægð og týnast síður í þeim. Óforlegar æfingar eru að taka eftir þegar við erum að ganga, tala, borða fara í sturtu. Við ættum að þróa með okkur þakklæti þegar við borðum og njóta hvers einasta munnbita.
Við erum fljót að fara í sjálfstýringu t.d. keyra bíl og reima skó. Hins vegar er vandamál þegar tilfinningar fara í sjálfstýringu. Í sjálfstýringu þá horfum við án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta, snertum án þess að finna. Á milli áreitis og viðbragðs er rými. Í því rými býr frelsi okkar og vald til að velja viðbrögð okkar sem hefur síðan áhrif á þroska okkar. Við þurfum að minna okkur endalaust á að vera hér og nú, bregðast við af yfirvegun og ró, forgangsraða verkefnum, vera með hugann við verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, fylgja eftir verkefnum án þess að missa sig í 5-6 önnur verkefni hugsunarlaust. Bryndís hvatti aðila til að googla „60 minutes mindfulness“ og skoða þann þátt. Öll stórfyrirtæki eru að innleiða núvitund inn á vinnustaði sína. Ástæðan er aukin vellíðan og aukin ánægja starfsmanna. Núvitund er lykill að góðri heilsu. Horfa á myndina „Inside oute“ hún er stórkostleg mynd sem sýnir innri tilfinningar. Hún sýnir tilfinningar okkar og hvernig við stundum dveljum í henni. Sorgin er tilfinning sem er réttmæt og eðlileg en hún má ekki hamla okkur við að halda áfram. Bókin „Núvitund, leitaðu inn á við“ er frábær bók eftir starfsmann hjá Google. Finding the space to lead höf: Janice Marturano er einnig mjög góð bók byggð á rannsókn sem var gerð hjá General Mills. Elllen Langer er fyrsti prófessor hjá Harward em kennir Núvitund. Núvitundin hjálpar mikið til við að bæta allar hliðar lífs þíns. Núið fær stærra rými en fortíð og framtíð minna. Track your happiness er skemmtileg rannsókn sem gerð var í Harward. Þar staðfestist að hamingjan mælist mest þegar fólk er andlega til staðar. Æfðu þig þá í að vera oftar hér og nú. Mikilvægt er einnig að hlusta. Alls kyns efni er á vefnum t.d. headpace, smiling mind, happapp.is o.fl.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur um sjálfbæra þróun

Aðalfundur faghóps um samfélagslega ábyrgð var haldinn í byrjun maí. Í stjórnina voru kjörin Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. Á fundinum var jafnframt ákveðið að leggja til nafnabreytingu. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar í júní var  samþykkt að breyta nafninu og heitir hópurinn hér eftir faghópur um sjálfbæra þróun. Eva Magnúsdóttir mun áfram vera formaður.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar verður að gera könnun meðal félagsmanna á áhugasviðum þeirra og verða niðurstöður hennar notaðar við mótun dagskrár næsta vetrar. Félagsmenn eru hvattir til þess að láta til sín taka og svara könnunni og hafa þannig áhrif á dagskrána. 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um almannatengsl og samskiptastjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Erla Björg Eyjólfsdóttir stofnandi faghóps var kosin formaður með einróma samþykki og stuðningi fundarins.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust og kynna til leiks það sem er framundan á komandi starfsári.  

 

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Erla Björg Eyjólfsdóttir formaður, Andrea Guðmundsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ásta Sigrún Magnúsdóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Reykjavíkurborg, Guðmundur Heiðar Helgason Strætó BS, Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, Gunnar Kristinn Sigurðsson KPMG, Gunnlaugur Bragi Björnsson Viðskiptaráð Íslands, Heiða Ingimarsdóttir Múlaþing og Ingvar Örn Ingvarsson Cohn & Wolfe á Íslandi.

 

 

 

 

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

 Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við hátíðlega athöfn á Nauthóli.  Að þessu sinni voru flugfélag og lífeyrissjóður talin hafa gefið út eftirtektarverðustu skýrslur ársins. 

Festa - miðstöð um sjálfbærni, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslu ársins. Þetta er í fimmta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og að vanda var hátíðleg stemning þegar fulltrúar útgefenda skýrslanna veittu viðurkenningunum móttöku. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem birta upplýsingar um sjálfbærni sína og samfélagsábyrgð með markvissum og vönduðum hætti.

Að þessu sinni voru það Lífeyrissjóður Verzlunarmanna og flugfélagið Play sem talin voru hafa gefið út eftirtektarverðustu sjálfbærniskýrslur ársins 2022, fyrir rekstrarárið 2021. Skýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Fly Play hf. voru valdar úr metfjölda tilnefninga en að þessu sinni bárust 48 tilnefningar þar sem skýrslur frá 33 aðilum voru tilnefndar, sem er tæplega 40% fleiri en hlutu tilnefningu árið 2021.

 

Hnitmiðuð og einlæg framsetning mikilvægra þátta

Starfsemi viðurkenningahafa ársins er afar ólík, þó miklar kröfur og strangt regluverk gildi um starfsemi þeirra beggja. Annars vegar er um að ræða lífeyrissjóð, með yfir 60 ára sögu, sem hefur það hlutverk að tryggja sjóðfélögum sínum lífeyri og hins vegar ungt lággjaldaflugfélag sem leggur sig fram um að bjóða lágt verð til skemmtilegra áfangastaða.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali ársins segir að sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé gott dæmi um upplýsingagjöf sjálfbærniþátta eins og best verður á kosið en í skýrslunni er farið yfir markmið, árangur og aðgerðir sjóðsins.

„Upplýsingarnar eru mælanlegar, samanburðarhæfar og viðeigandi fyrir starfsemi sjóðsins. Framsetning er skiljanleg og aðalatriði dregin fram á einlægan máta. Lífeyrissjóðir hafa gríðarleg áhrif í íslensku atvinnulífi, og því mikilvægt að aðrir lífeyrissjóðir taki sér upplýsingagjöf Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til fyrirmyndar.“

Play er ungt félag og því að stíga sín fyrstu skref í skýrlsugerð. Til þessa var horft við mat skýrslunnar en í rökstuðningi dómnefndar segir að skýrslan sýni skilmerkilega að fyrsta sjálfbærniskýrsla fyrirtækja þurfi hvorki að vera innihaldslítil né gefa sérstaklega til kynna að fyrirtæki séu að stíga sín fyrstu skref í slíkri upplýsingagjöf.

„Sjálfbærniskýrsla Play er hnitmiðuð, beinir ljósum að mikilvægum þáttum fyrir fyrirtækið, í þessu tilviki losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er einnig farið yfir hvernig fyrirtækið ætlar að beita sér í loftslagsmálum, sem er jákvætt að sjá fyrir fyrirtæki í jafn mengandi iðnaði og flugiðnaðurinn er.“

 

Tenglar:

 

Dómnefnd og nýskipað fagráð

Í dómnefnd ársins sátu þau Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo sem var formaður fómnefndar, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia.

Reynir Smári Atlason, formaður dómnefndar, segir að mörg íslensk fyrirtæki eigi hrós skilið fyrir vandaða upplýsingagjöf:

„Upplýsingagjöf sjálfbærniþátta margra Íslenskra fyrirtækja er nú orðin að sömu gæðum og við sjáum hjá þeim sem standa sig best erlendis,“ sagði Reynir Atli Smárason, formaður dómnefndar og útskýrir að þessi fyrirtæki séu betur undirbúin fyrir komandi regluverk og ákall fjárfesta en þau fyrirtæki sem ekki hafa lagt áherslu á slíka upplýsingagjöf.“

Markmið Festu, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs með viðurkenningunni er meðal annars ýta undir notkun mælanlegra markmið og vandaðrar upplýsingagjafar á sviði sjálfbærni. Til að sinna því, samhliða stórauknum fjölda útgefinna sjálfbærniskýrsla, var að þessu sinni sett á laggirnar sérstakt fagráð sem lagði mat á allar þær skýrslur sem hlutu tilnefningu og undirbjó störf dómnefndar.

Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hafa lokið sérstöku námskeiði með áherslu á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf, þeim Nikólínu Dís Kristjánsdóttur, Ísak Grant og Söru Júlíu Baldvinsdóttur.

 

Hvatning til áframhaldandi góðra verka

Það var Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri, sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Guðmundur sagðist taka við viðurkenningunni með stolti og hún væri stjórn, stjórnendum og öllu starfsfólki sjóðsins mikil og góð hvatning til að halda áfram á sömu braut:

„Það krefst góðrar samvinnu og úthalds að breyta starfsháttum og viðteknum venjum. Við gerð skýrslunnar var leitað eftir viðhorfum sjóðfélaga varðandi sjálfbærni í rekstri sjóðsins og kom þar fram rík áhersla þeirra á mikilvægi ábyrgra fjárfestinga og góðra stjórnarhátta.  Með sjálfbærniskýrslu LV kynnir sjóðurinn fyrir sjóðfélögum og öðrum haghöfum stefnumótun, markmið og árangur í sjálfbærnivegferð lífeyrissjóðsins. Opið og upplýst samtal við þá sem hagsmuna hafa að gæta skiptir miklu máli fyrir öflugan rekstur og aðlögun sjóðsins að síbreytilegu rekstrarumhverfi.“

Fyrir hönd Fly Play hf. var það Birgir Jónsson, forstjóri, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Birgir sagði það að hljóta viðurkenningu sem þessa á fyrstu metrum flugfélagsins væri fyrirtækinu mikill heiður en ekki síður hvatning:

„Frá fyrsta degi hefur PLAY lagt mikla áherslu á sjálfbærni. Það skiptir okkur máli að sjálfbærni sé hluti af viðskiptamódeli félagsins og þar með hluti af allri ákvarðanatöku. Við höfum nú þegar byggt upp sterkan grunn og sett okkur háleit markmið í þessum efnum. Næstu skref eru að innleiða og fylgja eftir þeim markmiðum og lykilmælikvörðum sem við höfum sett okkur. Við förum tvíelfd inn í þá vegferð eftir að hafa hlotið þessa ánægjulegu viðurkenningu.“ 

Mynd

Á mynd, frá vinstri: Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Gunnlaugur Bragi Björnsson, samskiptastjóri Viðskiptaráðs, Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, Birgir Jónsson, forstjóri Play, Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu, og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Næsti viðburður 7. júní kl 13: áhrif fjarvinnunnar á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - lokaverkefni MBA

Næsti viðburður okkar verður haldinn þriðjudag 7. júní en þá kynna Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af rannsókninni. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Endilega mætið sem flest og skráið ykkur á viðburðarsíðunni.

Diversify Nordics Summit

The Diversify Nordic Summit is the first-ever conference on Diversity, Equity, Inclusion and Belonging that brings together stakeholders from Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden.

Now more than ever, there’s a need to create inclusive and human-centric hybrid workplace environments to recruit and build productive and efficient teams, and ensure a collective Nordic society that is inclusive of all its inhabitants across social systems and structures.

The DNS is a meeting place for practitioners in the Nordics to share their work and discuss themes across diversity parameters including but not limited to gender, ethnicity, religion, neurodiversity, race, sexual orientation, identity, disability, age and other topics relevant to the priorities that intersect with the workplace and society at large. Engage in this full-day event that addresses current challenges in the Nordics, and gain insight into practical, impactful and measurable solutions.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?