Stjórnvísifélagar stigu út úr sjálfstýringunni í núvitundaræfingu í morgun.

Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir fundi um núvitund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Á þessum fundi fengu Stjórnvísifélagar að gera fleiri en eina núvitundaræfingu og kynnast þessari einstöku austrænu tækni sem þar hefur verið stunduð í hundruð ára. Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.
Á þessari kynningu var farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einstaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið var yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.
Fyrirlesarar voru þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir. Anna Dóra er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.
Núvitund hefur verið starfrækt í 200 ár. Í Austurlöndum er skoðað hvað er að gerast í huganum. Á Vesturlöndum hefur hins vegar meira verið skoðað hvað er að gerast inn í heilanum sjálfum. Það að taka frá 10-20 mínútur á dag í núvitund breytir heilanum. Heilinn er skannandi hugur og í viðbragðsstöðu fyrir hættum. Það er því tilhneiging hjá okkur til neikvæðrar afstöðu, markmiðið er fyrst og fremst að lifa af. Það sem gerir okkur erfiðar fyrir er að heilinn gerir ekki greinarmun á líkamlegri og sálrænni hættu. Heilinn hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Það er því nóg að ímynda sér hluti til að heilinn fari í viðbragðsstöðu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að hjálpa heilanum okkar.
Endalaust er hægt að lesa um núvitund en best er að prófa hana. Anna Dóra leiddi Stjórnvísifélaga í gegnum núvitundaræfingu. Það eru 3 lög núvitaðrar athygli, bein upplifun, hugsanir um okkar beinu upplifanir, upplifanir á öðrum tíma og stað. Hugurinn fer með okkur hvert sem við förum. En hvað er átt við með núvitund? Núvitund er sú meðvitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki án þess að dæma að hlutum eins og þeir eru (ekki búa til eitthvað nýtt). Maður á að gangast við sér eins og maður er. Augnablik sem við munum og eru kristaltær eru núvitund. Núvitund er eiginleiki sem við búum öll yfir í mismiklum mæli og sem við getum þjálfað. Til að þjálfa núvitund er stundum gerð rúsínuæfingin hún er snert, horft á hana, hlustað á hana bragðað og lyktað. Það sama á við með að fara í sturtu, hugsa til þess hvað skynfærin eru gagnleg. Best er að æfa sig á hverjum einasta degi, stutta stund í senn að stýra athyglinni. Þannig kynnumst við eigin hugarheimi. Hugleiðsluæfing er stefnumót við þitt sjálf. Núvitundarþjálfun gerir okkur kleift að taka betur eftir, róa hugann og sjá hlutina skýrar. Smátt og smátt fer fólk að mýkjast gagnvart sjálfu sér og gagnrýni á sjálfan sig minnkar. Með því að taka betur eftir og fylgjast með eigin hugsunum og tilfinningum af auknum skýrleika náum við einnig að fylgjast með þeim frá aukinni fjarlægð og týnast síður í þeim. Óforlegar æfingar eru að taka eftir þegar við erum að ganga, tala, borða fara í sturtu. Við ættum að þróa með okkur þakklæti þegar við borðum og njóta hvers einasta munnbita.
Við erum fljót að fara í sjálfstýringu t.d. keyra bíl og reima skó. Hins vegar er vandamál þegar tilfinningar fara í sjálfstýringu. Í sjálfstýringu þá horfum við án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta, snertum án þess að finna. Á milli áreitis og viðbragðs er rými. Í því rými býr frelsi okkar og vald til að velja viðbrögð okkar sem hefur síðan áhrif á þroska okkar. Við þurfum að minna okkur endalaust á að vera hér og nú, bregðast við af yfirvegun og ró, forgangsraða verkefnum, vera með hugann við verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, fylgja eftir verkefnum án þess að missa sig í 5-6 önnur verkefni hugsunarlaust. Bryndís hvatti aðila til að googla „60 minutes mindfulness“ og skoða þann þátt. Öll stórfyrirtæki eru að innleiða núvitund inn á vinnustaði sína. Ástæðan er aukin vellíðan og aukin ánægja starfsmanna. Núvitund er lykill að góðri heilsu. Horfa á myndina „Inside oute“ hún er stórkostleg mynd sem sýnir innri tilfinningar. Hún sýnir tilfinningar okkar og hvernig við stundum dveljum í henni. Sorgin er tilfinning sem er réttmæt og eðlileg en hún má ekki hamla okkur við að halda áfram. Bókin „Núvitund, leitaðu inn á við“ er frábær bók eftir starfsmann hjá Google. Finding the space to lead höf: Janice Marturano er einnig mjög góð bók byggð á rannsókn sem var gerð hjá General Mills. Elllen Langer er fyrsti prófessor hjá Harward em kennir Núvitund. Núvitundin hjálpar mikið til við að bæta allar hliðar lífs þíns. Núið fær stærra rými en fortíð og framtíð minna. Track your happiness er skemmtileg rannsókn sem gerð var í Harward. Þar staðfestist að hamingjan mælist mest þegar fólk er andlega til staðar. Æfðu þig þá í að vera oftar hér og nú. Mikilvægt er einnig að hlusta. Alls kyns efni er á vefnum t.d. headpace, smiling mind, happapp.is o.fl.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?