Stóraukin ábyrgð stjórnenda fylgir breytingum á ISO 14011 og ISO 45001.

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu í morgun fund sem fjallaði um breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001. Einstaklega góð mæting var á fundinn. Fyrirlesarar voru þau Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu og Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu. sem fóru yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig sögðu þau frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.
Helga kynnti Eflu stuttlega. Í dag koma 30% af tekjum Eflu erlendis frá. Efla er með ISO 9001 , 14001 og 18001 vottun. Hjá fyrirtækinu er starfandi umhverfissvið. Í vinnuverndarmálum er unnið með áhættumat starfa. Eva sagði frá því að samræming ISO staðla hófst 2012. Nú er kominn nýr kafli í staðlana um „leadership“. Innleiðing þessara kerfa gengur ekki upp nema hafa stjórnendurna með. Í eldra kerfinu var fulltrúi stjórnenda nú er krafa um að stjórnendur séu með. Kaflarnir eru 10 og eru eins í öllum stöðlunum. Nýr ISO14001 kom í september 2015 og er aðlögunin þrjú ár. Passa þarf upp á að fara í vottun fyrir september 2018 til þess að öll vottun sé komin í gegn. ISO45001 sem kemur í stað OHSAS 18001 er væntanlegur í desember 2017. Allir eru staðlarnir byggðir upp plan-do-check-act. Mikilvægt er að horfa á alla samninga sem fyrirtækið kemur að. Ekki er vitað til hvort standi til að þýða staðalinn. Í kafla 5 er ný rafa Leadership and commitment. Þeir sem koma að því að setja fram markmið skulu úthluta verkefnum og það er í dag þeirra hlutverk að passa upp á stefnumörkun og markmiðasetning umhverfis-og öryggisstjórnunar fléttast inn í alla stefnu-og áætlanagerð fyrirtækisins. Í 45001 er mikil áhersla á þátttöku starfsfólks, þekking þeirra sé með. Í kaflanum um „Support“ er meginbreytingin sú að ekki er gerð krafa um verklagsreglur heldur þarf að skjalfesta upplýsingar og frjálst er hvernig það er gert. Starfsmaður þarf að þekkja 1. Stefnuna 2. Hvernig starf hans getur haft áhrif á hana og 3. Afleiðingar ef hann fylgir ekki kerfinu. Í kafla 8, operation, eru nýjar áherslur. Hugsa þarf út í hvaðan vörur fyrirtækisins eru að koma og gera kröfur til verktaka. Ábyrgðin nær út fyrir fyrirtækið í dag og þurfa verktakar að vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Nú þarf að elta ferilinn. Ný lög eru komin í opinberum innkaupum sem snúa að ábyrgum innkaupum. Í kafla 9 og 10 eru litlar breytingar. Ekki er talað um forvarnir í staðlinum en þess í stað eru forvarnirnar í áhættumatinu. Í mjög stuttu máli þá þarf að þekkja fyrirtækið, umhverfið, hagsmunaaðila, innri og ytri þætti, frumkvæði stjórnenda, áhættuhugsun, vistferilshugsun og breyttar áherslur.
Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu fór yfir hvernig Efla ætlar að takast á við breytingarnar. Magnús sagði að frumkvæði og virkjun stjórnenda væri lykilatriði top-down. Efla nýtir Work point. Úttektaraðili fer eftir breytingarnar beint í stjórnandann og hann er ábyrgur. Hann þarf að sýna hvað hann áætlar og hvað kom út. Gæðastjóri þarf ekki lengur að svara til úttektaraðila. Magnús notar enn gæðahandbók og það sem Efla er búin að byggja upp. Þær nýtast nýjum starfsmönnum. Það er ábyrgð stjórnandans að ferlið sé að virka. Það er stjórnandans að halda gæðakerfinu virku og hjálpar honum í sinni vinnu. Ábyrgðin hefur verið færð þangað sem verkið er unnið. Hlutverk gæðastjórans verður meira upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
Helga Jóhanna sagði að með hagsmunaaðilagreiningu væri verið að draga upp mikið af máum strax í upphafi. Á döfinni er að gera hagsmunaaðilagreiningu hjá Eflu. Hvernig getur Efla skilað umhverfisvænni lausn? Það sem gerist núna er að gera alla hönnuði meðvitaða Í work point eru verkefnin stofnuð og ekki er hægt að stofna verk nema fara í gegnum þessa þætti fyrst. Vel er haldið utan um lög og reglur sem eiga við svo ekkert gleymist. Allt er litamerkt hjá Eflu þ.e. allar kröfur eru annað hvort grænar (uppfylltar) eða rauðar. Vistferilshugsun er alveg ný en hvað er hún? Vara er framleidd, keypt inn aðföng, framleiðsla, dreifing, notkun og förgun. Í ISO 14001 var mest horft á framleiðslu og eitthvað á innkaup. Nú þarf að horfa á allt ferlið, horfa upp virðiskeðjuna. Umhverfismerki fyrir vörur er merktar, skilgreindar þannig að þær uppfylli ákveðnar kröfur t.d. svansvottun, EPD, o.fl. Sem almennur innkaupaaðili er mikilvægt að horfa á keðjuna. Eitt er að vera með starfsleyfi og annað hvernig því er fylgt eftir.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?