Success in social media - Velgengni á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar spila lykilhlutverk í þjónustu- og markaðsmálum í dag og því var við hæfi að fá frumkvöðul á þessu sviði til að fara yfir helstu áherslur og viðmið við notkun þeirra á morgunverðarfundi á vegum þjónustu-og markaðsstjórnun Stjórnvísi. Á þessum fundi fóru fyrirlesarar yfir hve áhrif samfélagsmiðla gætir víða og hvernig hægt er að nýta þá í markaðslegum tilgangi og við þjónustu, á sama tíma og hraði og gæði hennar eru tryggð. Fyrirlesarar voru þau Joshua, Guðrún, Sarah og Arna Ýr starfsmenn Icelandair.
Í dag koma fólk hugmyndum sínum á framfæri í gegnum samfélagsmiðlana. Þegar fólk kemur inn á síður Icelandair vill það finna fljótt þær upplýsingar sem verið er að leita að. Icelandair hefur safnað gríðarlegu magni af gögnum og nú er stóra áskorunin að hugsa vel um hvern einasta farþega. Mikilvægt er að allir upplifi góða þjónustu því það er mun dýrara að afla nýrra viðskiptavina en halda þeim sem þegar eru. Í dag bóka ferðamenn á leið til landsins flug og hótel en þegar þeir koma hingað er ákveðið hvað skuli gera. Það er yfirleitt ekki gert fyrirfram. Ferðamenn spyrja Íslendinga hvað eigi að gera. Í dag vill fólk fá samstundis viðbrögð á það sem verið er að gera með því að taka myndir og sjá hve mörgum líkar hún. Þannig fæst staðfest hvort þetta sé flott eða ekki. 47% þeirra sem bóka ferð byrja í símanum sínum og fara síðan í tölvuna sína. Núna er verið að skoða hvernig betur er hægt að fylgjast með hegðun viðskiptavina. Í dag sjá fyrirtækin ekki hvernig viðskiptavinir velja vöruna því mörg dæmi eru um að ferðir séu bókaðar en viðkomandi fór aldrei inn á síðu fyrirtækisins. Í Þýskalandi bóka margir í gegnum ferðaskrifstofur en meiri hlutinn bókar samt í gegnum netið. Það er mikill munur á milli kynslóða Millennials (18-34), Baby Boomers (51-69) og GenX (35-50). Yngri kynslóðirnar bóka mest í gegnum símann sinn. Síður eins og Amazon geyma allar upplýsingar um okkur þ.e. hvað við skoðum og gerum á síðunni þeirra. Þegar við förum svo inn á Facebook fáum við auglýsingar sem tengjast því sem við skoðuðum á Amazon. Ef þú smellir ekki á ákveðnar síður þá birtist efni þeirra ekki á þinni Facebook.
En hvernig getum við auðveldað okkur vinnuna og fengið það gagnamagn sem við viljum. Hvernig fáum við fólk til að hugsa stafrænt (digital). Það er fullt af gögnum út um allt sem gott er að nýta til auka viðskiptavinafjöldann. Með því að fara á netið t.d. facebook geturðu náð í nákvæmlega þá viðskiptavini sem þú vilt. Mikilvægt er að skoða Apple og Samsung síðurnar og sjá hvað þessir aðilar eru að gera því það er greinilega að virka. Joshua hvatti alla til að skoða þessar síður og sjá hvernig við getum gert þetta fyrir okkar viðskiptavini.
Dagblöð og tímarit eru smám saman að hverfa. 59% fólks hlusta á útvarp einu sinni á dag. Talið er að auglýsingar í útvarpi skili 6% af sölu. 69% fullorðinna treysta dagblöðum og tímaritum. Miklu minna er núna eytt í auglýsingar í blöðum en er gert á netinu hjá Icelandair í dag. Google organic er mikið skoðað hjá Icelandair og einnig Google analitic. KPI sem er notað varðandi Social Midia hjá Icelandair er engagement, increase in followers, web traffic, reach, sharing, conversion to leads, conersion to sales, sentiment, share of active memebers vs. Inactive,, time spent on site, share of conversation vs. Competitiors, satisfaction, number of evangelists and klout.
How can Icelandair add value to its customers before, during and after the flight, through digital?

Guðrún sagði frá því hvað Icelandair hefði verið að gera varðandi myndbönd. Þau eru búin að búa til fjölda áhugaverða viðburða sem segja ánægjulegar sögur t.d. af trúlofun o.fl. Í dag hefur Icelandair fengið yfir 13 milljón views. Að lokum var sýnt video um marketing wrap up. Sarah Unnsteinsdóttir er stjórnandi deildar sem kallast Icelandair social media command center. Það sem er mesta breytingin í dag er sú að viðskiptavinurinn gefur stöðugt upplýsingar um fyrirtækið á netinu og hann er stöðugt að. Ef það er gaman í ferðinni segir viðskiptavinurinn frá því og einnig ef hann missir af fluginu. Netið sefur aldrei og fyrirtækið getur ekki undirbúið sig undir umræðuna. Allt er því orðið opinbert og mikilvægt að fylgjast með, leita og sjá hvenær verið er að fjalla um fyrirtækið og vöruna okkar. Væntingar eru því miklar varðandi svörun og nú er ætlast til að svarað sé á sömu mínútu. Það er því mikil áskorun að mæta þessum nýju væntingum nýrrar kynslóðar. „Everybody says social media is some kind of unicorn. But maybe its just a horse.
Viðskiptavinurinn er 44% líklegri til að deila sögu sinni ef hann er í sambandi við þig á Facebook eða síðunni í stað þess að þegar hann hringir eða sendir tölvupóst. Ef fólk fer á síðuna þína og sér að hún er virk þá eru miklu meiri líkur á að þeir versli. Það tekur miklu styttri tíma að leysa vandamál viðskiptavinarins á netinu en að standa í skrifum eða símtölum. KPI eru notuð til a sjá hve mörg mál koma inn í kerfið, hve langur tími líður frá því viðskiptavinur hefur samband og hvenær málið er leyst. Einnig hve mikill tími fer í að leysa málið. Það er mikilvægt að setja upp á síðuna sína „spjall“ þar sem viðskiptavinurinn getur strax spjallað maður á mann. Fólk notar símann sinn meir og meir. Icelandair notar „messenger bot“ þar er hægt að bóka allt.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?