Matthildur Stefánsdóttir í stjórn faghóps um umhverfi og öryggi bauð alla velkomna í Vegagerðina þar sem tekið var á móti Stjórnvísifélögum með rjúkandi kaffi, nýjum rúnnstykkjum og vínarbrauði. Þá tóku við Halldóra við Hreggviðsdóttir, ráðgjafafyrirtækinu Alta og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri svæðisgarðs.
Halldóra sagði að best tækist til þegar þeim tækist að fá alla til að vinna saman. Svæðisgarður er samfélag þar sem sveitarfélag, atvinnufélag og íbúar hafa ákveðið að starfa saman að uppbyggingu. Þetta eru grasrótarsamfélög sem ganga út á að nýta sérstöðuna í samfélaginu. Svona módel var lagt upp með fyrir Snæfellsnes þar sem 5 félög vinna saman. Sú leið var farin að nota grunnstefnu þ.e. svæðisskipulag. Samtökin voru stofnun 1.apríl 2014. Til að breyta samfélagi þarf að vinna á mörgum sviðum.
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri svæðisgarðs sagði frá því hve gott væri að nýta skipulagsmálin. Þau ætla að vera hreyfiafl, vernda og nýta arfinn, styrkja sjálfsmynd, verða samstarfsvettvangur o.fl. Eigendaráðið fjármagnar verkefnið sem samanstendur af sveitarfélögunum fimm og öðrum félögum. Þau tvinna saman atvinnugreinar og farið var í landslagsgreiningu. Það var t.d. tryggt að í Arnarstapa væri bæði falleg og góð höfn. Búið er að skapa skýra mynd af svæðinu sem heild og staðaranda þess. Búðarkirkja er mjög vinsæl, þar er vinsælt að gifta sig og kirkjan er mikið notuð í kvikmyndum. Skemmtiferðaskip streyma til Snæfellsness og þá er kirkjan skoðuð. Búið er að merkja á kort hvar þjóðsögur gerast, selt er beint frá býli á fimm stöðum og sóknarfæri eru hvar sem litið er. Búið er að flokka fræðin og hnýta netið, framtíðin kemur ekki bara við sköpum hana. En hvert eru þau að fara og hvernig nálgast þau það? Ragnhildur kynnti það á skeleggan hátt. Reiðleiðir, gönguleiðir og vegir hafa verið skráðir.
Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi er búinn að flokka fræðin og hnýta netið.
Fleiri fréttir og pistlar
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar.
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 20. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2023:
Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Vaxa
Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála hjá Virk
Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem
Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu DTE ehf.
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Festi
Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum
Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair
Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG Verk
Dagmar Viðarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilsbrigðisstofnunar Suðurlands
Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast
Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu
Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár
Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löður
Ester Gústafsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík
Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf
Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar
Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia
Guðmundur Baldursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskrar getspár
Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá VÍS
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson, forstöðumaður sölusviðs VÍS
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Samkaupa
Helga Valfells og co, framkvæmdastjóri Crawberry Capital
Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands
Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar
Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna hjá VÍS
Íris Ösp Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Elkem
Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf
Jón Björnsson, forstjóri Origo
Kjartan Hansson, forstöðumaður rafrænna þjónustulausna hjá Origo
Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar Icelandair
Ólafur Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Marel Fish
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu-og markaða hjá Póstinum
Pálmi Pálsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pálmatré
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf í Grindavík
Pétur Sævar Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá Maven ehf.
Ragnar Örn Egilsson, deildarstjóri stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna
Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum
Sif Sturludóttir, forstöðumaður verkefnastofu og innri rekstrar hjá Sýn
Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins
Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans ehf
Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs
Snorri Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri innkaupastýringa hjá Alvotech
Soffía Lárusdóttir, forstjóri Ráðgjafar og greiningarstöðvarinnar
Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir hjá Ráðgjafar og greinarstöð ríkisins
Sonja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs HR Monitor
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna
Svava Grönfeldt, Prófessor MIT
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk
Viktor Ari Ásrúnarson, meðeigandi og sérfræðingur Maven ehf.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs
Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og forstjóri Empower
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands
Stjórnvísi mætti að venju á Markþjálfunardaginn og hlustaði á áhugaverð og fjölbreytt erindi frá innlendum og erlendum fyrirlesurum um "Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað"
Mikið af áhugaverðu og skemmtilegu fólki kom við á kynningarbás Stjórnvísi og þökkum við þeim fyrir að heilsa upp á okkur.
Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur!
Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.
Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.
Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.
Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.
Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.
Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.
Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Opið streymi með Gerd Leonhard um ofurgervigreindarlíkön eins og ChatGpt eða Dalle-2.
30 janúar kl 17:00. Sjá nánar https://www.futuristgerd.com/2023/01/join-me-for-a-very-special-gerdtalks-live-show-on-chatgpt-january-30-2023/
Heimurinn virðist vera á barmi umbreytinga þar sem fyrirtæki og einstaklingar eru farnir að nýta sér Generative AI líkön (ofurgervigreind) eins og Dalle-2, ChatGPT og sambærileg líkön. Hægt er að kalla þetta „páfagauka á ofurhormónum“ en ChatGPT getur á áhrifaríkan hátt líkt eftir mannlegum samtölum og búið til einstaka texta sem hafa ótrúlega mannlega eiginleika.