Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í dag 26.apríl í 12 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í flokki yfirstjórnenda, Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár og Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó í flokki millistjórnenda. Dómnefnd veitti einnig þremur frumkvöðlum sem vakið hafa verðskuldaða eftirtekt fyrir störf sín á heilbrigðissviði undanfarin misseri viðurkenninguna Frumkvöðlar ársins 2021, Tryggvi Þorgeirsson stofnandi og forstjóri SideKick Health, Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi og forstjóri Kerecis og Gísli Herjólfsson stofnandi og forstjóri Controlant.
Sérstök heiðursverðlaun voru veitt Guðmundi Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Einnig var útnefndur og verðlaunaður heiðursfélagi Stjórnvísi 2021, Davíð Lúðvíksson sérfræðingur á rannsóknar-og nýsköpunarsviði Rannís.
Hér er linkur á streymið
Hér er linkur á myndir teknar á hátíðinni
Frétt á visir.is
Myndir af hátíðinni má sjá á facebooksíðu félagsins