Vikan framundan - fjórir áhugaverðir fundir
- desember 2012 | 08:30 - 10:00 Gæðamál í heilbrigðsstofnunum - kröfur og eftirlit
Heilbrigðissvið Haldinn í Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík
Fjallað verður um hlutverk Embættis landlæknis, sérstaklega er varðar gæðaeftirlit, þ.e. hugmyndafræði, tilgang, aðferðir og umfang.
Ennfremur verður rætt um faglegar kröfur, leiðbeiningar, gagnreynda starfshætti, tölulegar upplýsingar og annað sem gæðaeftirlitið byggir á.
Loks verður greint frá mikilvægustu atriðum sem nýta má til að efla gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.
Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnastjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. - desember 2012 | 12:00 - 13:00 Nýsköpunarhádegi Klaks
Nýsköpun Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Nýsköpunarhádegi Klaks er “think tank um nýsköpun sem er samstarfsverkefni Landsbankans, Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi, Viðskiptablaðsins, RUV og Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis til þess að auðga nýsköpunaranda lykilaðila í íslensku atvinnulífi og allra landsmanna. - desember 2012 | 08:30 - 09:45 Lean Startup 101
Lean - Straumlínustjórnun Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Lean Startup er hugmyndafræði til þess að nálgast nýsköpun, hvort sem um er að ræða þróun á nýjum fyrirtækjum (startup) eða þróun á nýjum viðskiptaeiningum/vörum í rótgrónum fyrirtækjum. Hugmyndafræðin hefur farið sigurför um heiminn og fyrsta bókin sem kom út um Lean Startup fór í 2.sæti á NYTimes metsölulistanum.Einföld leið til að skilgreina Lean Startup er eftirfarandi: Lean Startup = Agile + Lean + Customer Development + nýtt orðasafn. Í fyrirlestrinum ætlar Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Spretts að kynna helstu atriðin í Lean Startup með sérstaka áherslu á Customer Development og nýja orðasafnið.
Fyrirlesari er Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sprettur, eina fyrirtækisins á Íslandi sem sérhæfir sig í Lean og Agile hugbúnaðarþróun. Pétur er brautryðjandi í beitingu Agile aðferða á Íslandi og hefur 12 ára reynslu í upplýsingatækni þar sem hann hefur unnið bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og forritari.Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Stofan heitir M209. Hún er á annarri hæð Mars megin. Þegar gengið er inn frá Sólinni, taka þá stigann eða lyftuna upp á aðra hæð og fara inn hægra megin. - desember 2012 | 08:30 - 10:00 Erindi frá Íslandsbanka - #1 í þjónustu
Þjónustu- og markaðsstjórnun Kirkjusandi, 105 Reykjavík1 í þjónustu
Með mikilli vinnu hefur Íslandsbanki náð þeim áfanga að vera í efsta sæti fjármálafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni árið 2012.
Framtíðarsýn bankans er að vera fremst í þjónustu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri mun kynna fyrir áhugasömum hvernig bankinn vinnur að því markmiði.