Vikan framundan - Þrír spennandi viðburðir
- janúar 2013 | 08:30 - 09:30 Menningarmæling Capacent: Veistu hvaða vinnustaðamenning er ríkjandi á þínum vinnustað?
Mannauðsstjórnun Haldinn í Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kynntar verða niðurstöður úr könnun Capacent meðal starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu, þar koma fram áhugaverðar niðurstöður um tengsl vinnustaðamenningar við hollustu og önnur lykilviðhorf starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á nýju mælitæki Capacent sem metur fjórar tegundir vinnustaðamenningar og á fundinum verður kynnt hvernig nýta megi þetta mælitæki til umbreytinga og þróunar. Kynningar eru í höndum Ástu Bjarnadóttur, Hildar Jónu Bergþórsdóttur og Vilmars Péturssonar ráðgjafa hjá Capacent. Capacent býður gestum Stjórnvísi upp á morgunverð frá kl. 8:00.
Um fyrirlesara:
Ásta Bjarnadóttir er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar hjá Capacent. Ásta hefur stýrt mannauðsmálum hjá Háskólanum í Reykjavík, Íslenskri erfðagreiningu og Hagkaupum og hún er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um íslenska mannauðsstjórnun. Ásta er með doktorspróf í vinnu- og skipulagssálfræði frá University of Minnesota 1997.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir er sérfræðingur á sviði fyrirtækja- og starfsmannarannsókna, einkum vinnustaðagreininga og ráðgjafar og umbótastarfs í kjölfar greiningar. Hún er löggiltur sálfræðingur með Cand.Psych próf frá Háskólanum í Árósum. Hildur Jóna hefur einning fjölbreytta ráðgjafarreynslu í kjölfar vinnustaðagreiningar, m.a. í formi endurgjafar til stjórnenda og stýra vinnuhópum við greiningar- og lausnavinnu.
Vilmar Pétursson er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðs hjá Capacent. Auk ráðgjafastarfa hefur Vilmar m.a. unnið sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá Samtökum iðnaðarins og Félagsþjónustu Reykjavíkur. Vilmar er menntaður sem félagsráðgjafi og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. - janúar 2013 | 12:00 - 13:30 Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við? Hvernig vel ég rétta markþjálfann?
Markþjálfun Haldinn að Kllapparstíg 25 - 5 hæð, 101 Reykjavík„ Markþjálfunardagurinn 2013“ Markþjálfun - Best geymda leyndarmálið?
Evolvia býður á Markþjálfunardeginum sjálfum til hádegisfundar. Evolvia hóf fyrst kennslu í markþjálfun á Íslandi og hefur verið starfandi frá árinu 2004 (var áður Leiðtogi).
Frumkvöðullinn Matilda Gregersdotter, PCC markþjálfi og eigandi Evolvia, mun fjalla bæði um ávinning stjórnendaþjálfunar og einnig sérstöðu, menntun og reynslu markþjálfa. Hver eru algeng viðfangsefni í stjórnendaþjálfun og þá ávinningur stjórnenda og fyrirtækja af þjálfuninni? Einnig mun Matilda útskýra mismunandi markþjálfunarnám og alþjóðlegar vottanir. Hvað þýða þessar vottanir og hvað er á bak við þær? Hvar hægt er til dæmis að leita að markþjálfa og hvað hafa ber í huga við valið? - janúar 2013 | 15:30 - 17:00 Kynning á kraftmikilli vordagskrá Stjórnvísi 2013 á Nauthól, Nauthólsvegi 106.
Fimmtudaginn 24.janúar mun stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa kynna áhugaverða vordagskrá á Nauthól bistró. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma með hugmyndir og kynna sér spennandi dagskrá vorsins.Dagskrá:
kl.15:30 Jón G. Hauksson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15:35 CAF/EFQM
kl.15:38 Breytingastjórnun - kynning á nýjum faghópi
kl.15:42 Fjármál fyrirtækja
kl.15:45 Gæðastjórnun
kl.15:50 Heilbrigðissvið
kl.15:55 ISO-hópur
kl.16:00 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:05 Innkaup - kynning á nýjum faghópi
kaffihlé
kl.16:15 Mannauðsstjórnun
kl.16:20 Markþjálfun
kl.16:25 Nýsköpun
kl.16:30 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:35 Sköpunargleði
kl.16:40 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:45 Umhverfi-og öryggi
kl.16:50 Upplýsingaöryggi
kl.16:55 Verkefnastjórnun
kl.17:00Viðskiptagreind
kl.17:05 Þjónustu-og markaðsstjórnun