Þróunarferill Össurar er búinn að vera til í 15 ár. Þetta eru fyrirfram skilgreindar vörður fyrir öll verkefni. Þá eru mismunandi stjórnendur kallaðir að oft framkvæmdastjórarnir og tekin ákvörðun um framhald verkefnisins. Þessir fundir eru mikilvægir í upplýsingagjöf til þess að allir séu meðvitaðir um hvað er verið að gera. Í framhaldi þarf oft að leita eftir nýjum birgja, kanna hvað markaðurinn vill, einkaleyfi og einnig þarf alltaf að kanna áhættu. Á Gate1 er gróf hugmynd kynnt, buisness case og á þeim tímapunkti er ákveðið hvort vara heldur áfram, er samþykkt eða hafnað. Þarna er verkefnum raðað upp og fær hvert og eitt ákveðna einkunn Starfsmenn Össurar eru einstaklega hugmyndaríkir og skortir ekki hugmyndir að nýrri vöru. Þegar búið er að samþykkja vöruna er komið að Gate2 en þá kemur verkefnastjórinn til sögunnar og haldinn Kick off fundur. Einn er í forsvari fyrir framleiðslu, hönnun, gæðadeild og medical office. Í hverju verkefni er stillt upp tímaplani, haldinn hópeldisfundur. Gerð er í framhaldi kostnaðaráætlun til að fylgja eftir tímaplaninu. Á hverjum Gate fundi er tekin staðan á öllum key-metrics. Gate2 er buisness case review hver er varan út frá markaðnum og gerð er pródótíma. Eftir þennan punkt er alltaf sagt hvað á að gera og mælt út frá því. Næsta varða er Gate2.1. Þá er verið að skoða hönnunina og fleiri koma að t.d. innkaupadeild. Þarna er jafnvel byrjað að panta inn íhluti. Sumir íhlutir taka langan tíma. Gate 2.3. er helsta innkaupahliðið, á þessum tímapunkti eru birgjarnir allir samþykktir og gert mat á hvort þeir uppfylli allar kröfur. Skjalfesta þarf allt því Össur er medical advice fyrirtæki og allar samþykktir eru rafrænar. Í Gate 3 er framleiðslan keyrð í gang, stillt er upp og gerð prufukeyrsla á öllum vörum. Á Gate 3.1. kemur markaðs-og söludeildin til sögunnar. Gate4 er stóra hliðið, þá þarf allt að vera komið. Á Gate4.1. þarf allt að vera bakkað upp sem sagt er að varan geri. Þarna er passað upp á að reglugerðaraðilar hafi á hreinu að varan geri það sem sagt er að hún geri. Í lokin eru nokkur lítil Gate til að sjáist hvort varan geri það sem sagt er að hún geri Gate5. Gate6 er fyrir vörur sem á að setja í framleiðslu aftur og þá þarf að kanna aftur reglugerðir. Gate7 er fyrir vörur sem hætt er við. Það er gríðarlega mikilvægt svo ekki sé verið að panta íhluti af innkaupdeild í vöru sem er hætt í framleiðslu.
Í fyrra fékk Össur FDA í heimsókn sem er mikil tækifæri til umbóta. Milli Gate1 og Gate 2 getur liðið langur tími allt að 2 ár. FDA gerði athugsemd við þennan langa tíma þ.e. kom með umbótatillögu um að skráð væri hvað væri að gerast á tímanum og það skráð. Össur er alltaf að þróa með sér Lean hugmyndafræðina. Þau eru með fyrirframskilgreindan feril. Annað sem Össur gerir er sýnileg stjórnun. Allir starfsmenn sjá alltaf hvaða verkefnum þeir eru að vinna í. Er verkefnið á réttum tíma. Notuð eru ákveðin stjórnborð þar sem hægt er að sjá hvort verkefnið er á grænu, gulu eða rauðu. Þar sést NPV-ið. Allt er litakóðað. Umbótaverkefni eru einnig fyrir vörur. Meðal helstu áskorana sem Össur glímir við er að koma út með vöruna á réttum tíma, halda uppi andanum í hópnum, sameiginleg markmið fyrir alla og menningarmunur.
Vöruþróunarferill Össurar og helstu áskoranir
Fleiri fréttir og pistlar
Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku. Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar.
NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög. Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.
Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.
Dagskrá viðburðarins:
- Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
- Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito
Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.
NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög. Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.
Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.
Dagskrá viðburðarins:
- Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
- Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito
Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.
Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins.
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.
- Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
- Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
- Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
- Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
- Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
- Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
- Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
- Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
- Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
- Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis.
Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga.
Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.
Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )
Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.
Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.
Fyrsti viðburður vetrarins
Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.
Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?
Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00). Skráning hér
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.
Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.
Hér má sjá myndir frá fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Lava Show þar sem nýju starfsári var startað með sannkölluðum sprengikrafti. Þema starfsársins er "Framsýn forysta". Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, góður tími gafst til að sameinast um viðburði, skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á morgunkaffi í einstaklega fallegu og notalegu umhverfi. .
Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum við á einstaklega áhugavert erindi frá stofnanda Lava Show Ragnhildi Ágústsdóttir. Að lokum var öllum boðið á þessa mögnuðu sýningu. Í lok hennar voru allir leystir út með gjöf.