WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?