Farið yfir störf núverandi stjórnar og kosning nýrar stjórnar.
Vinsamlegast sendið póst á ingibjorgl@virk.is ef þið hafið áhuga á að vera í stjórn hópsins.
Farið yfir störf núverandi stjórnar og kosning nýrar stjórnar.
Vinsamlegast sendið póst á ingibjorgl@virk.is ef þið hafið áhuga á að vera í stjórn hópsins.
Ýtið hér til að tengjast Teams fundinum
Hvernig er best að huga að heilsu starfsfólks? Hvað geta vinnustaðir gert til að tryggja umhverfi þar sem allir ná að blómstra?
Við fáum þrautreynda sérfræðinga á þessu sviði til að gefa okkur innsýn í það sem virkar.
Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast mun fjalla um eftirfarandi:
"Sálfélagslegt öryggi og sálrænt öryggi á vinnustöðum - hvar liggur ábyrgðin?"
Dr. Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í lífeðlisfræðilegri sálfræði tekur svo fyrir:
"Andleg þrautseigja og taugakerfið, hagnýtar leiðir til að ná stjórn á eigin ástandi".
Fundarstjóri er Sandra Sif Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sandra Sif situr í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.
Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.
Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?
Dögg Sigmarsdóttir og Páll Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.
Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.
Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.
Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.
Viðburður í samstarfi við Gallup.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Slóð á fjarfund finnst með því að smella hér.
Á þessum fyrsta viðburði vetrarins á vegum faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi fáum við heimsókn frá fyrirtækinu Skólamat.
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á ferskum og hollum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum og var stofnað í janúar 2007. Hjá Skólamat starfa um 220 starfsmenn á um 100 starfsstöðvum á suðvesturhorni landsins. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í fimm ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Áhersla er lögð á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Fanný Axelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðssviðs og Margrét Sæmundsdóttr mannauðsstjóri ætla að segja okkur nánar frá heilseflingu starfsfólks hjá Skólamat.
Auk þess að heyra frá Fanný þá ætlar Valgeir Ólason sem er í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi að fara yfir drög að dagskrá vetrarins en faghópurinn er þessa dagana að fínpússa marga spennandi viðburði og hlakkar til starfsins í vetur.
Fundarstjóri verður Valgeir Ólason.
Hér undir má finna slóð á streymi fyrir viðburðinn.
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?
Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.
Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.
Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði. Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Streymi á viðburðinn má nálgast hér.
Venjuleg aðalfundarstörf
Nánari upplýsingar síðar.
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Viðburðurinn fer fram á Teams => Join the meeting now
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.
Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"
Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.
Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".
Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.
Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista.
Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni, fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.
Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.
Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum.