Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi 

Við hvetjum þá sem gætu haft áhuga á að sitja í stjórn faghópsins til að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á ingibjorgl@virk.is

Dagskrá fundarins

  1. Stutt kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum vetrarins
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Nauthól kl. 12:15-13:30.

Fyrir hönd stjórnar

Ingibjörg Loftsdóttir, formaður hópsins

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 12 til 13:30.
Staðsetning auglýst síðar. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á iloftsdottir@gmail.com 

Kynning á ISO staðli um sálfélagslega áhættuþætti

Um er að ræða kynningu á fyrsta alþjóðlega staðlinum sem færir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig rétt sé að haga og vinna með sálfélagslega þætti innnan vinnustaðar. Mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, andleg heilsa og vellíðan starfsmanna er leiðarljós staðalsins.

Fyrirlesari er Garðar Jónsson sem er ráðgjafi og eigandi hjá Vinnu og vellíðan. Hann er viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í altækri gæðastjórnun og jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.  Garðar hefur áratugalanga reynslu af stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, fjármálum sveitarfélaga og gæðastjórnun. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda í stjórnsýslunni og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum.

Nánari upplýsingar síðar. 

Heilsuefling á vinnustað

Við heyrum frá vinnustað/vinnustöðum - hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Að þessu sinni fáum við fréttir af nýrri heilsustefnu Reykjavíkurborgar. 

Nánari upplýsingar síðar. 

Eldri viðburðir

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Sjá slóð hér neðst til að tengjast viðburðinum.

Fyrirlesarar verða Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og Dr. Ludmila Praslova, sálfræðingur (ath. erindi hennar verður á ensku). 

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur sem hefur einbeitt sér að hagnýtri siðfræði á síðustu árum. Auk fyrirlestra og kennslu m.a. við HÍ sinnir Henry stjórnar-, nefndar- og fagráðsstörfum víða um íslenskt samfélag.
Erindi hans ber heitið "Siðferðiskennd á vinnustað - vegvísir eða villuljós?" 

Ludmila N. Praslova, Ph.D. was named a member of Thinkers50 Radar, a global group of 30 management thinkers whose ideas are most likely to shape the future of work. 
Dr. Praslova is a Professor of Industrial-Organizational Psychology at Vanguard University of Southern California who regularly writes for Harvard Business Review, Fast Company, Psychology Today, and Forbes. She is the first person to have published in Harvard Business Review from an autistic perspective. She is the author of The Canary Code: A Guide to Neurodiversity, Dignity, and Intersectional Belonging at Work. 
The title of her talk is "Preventing Moral Injury: What Is It, and What Can Organizations do?"

Tengjast fundi.

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Click here to join the meeting

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 

Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Við fáum fulltrúa frá bæði ADHD samtökunum og Einhverfusamtökunum til að fjalla um áskoranir sem skynsegin einstaklingar standa frammi fyrir og lausnir sem vinnustaðir gætu hugað að. 

Guðni Rúnar Jónasson er verkefnastjóri hjá ADHD Samtökunum. Guðni hefur starfað til margra ára innan félagsmálageirans en hefur þar af auki lokið námi í Umhverfisskipulagi (B.Sc) og stundar nám í Skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif byggðs umhverfis á sálræna endurheimt og hvernig neikvæð áhrif þeirra geta verið streitumyndandi.

 

Skynrænt umhverfi.

Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og hefur starfað hjá samtökunum í yfir 20 ár. Sigrún sat í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar í 8 ár og hefur setið í nefndum og hópum hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Sigrún hefur setið ýmiss námskeið og ráðstefnur um einhverfu og tekið þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi. 

 

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Fjarfundur á Teams. Vinsamlegast farið inn á fundinn hér .

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa að þeir fái það hrós sem þeir þurfa í sínu starfi sýni meiri helgun í starfi, séu ólíklegri til að leita sér að öðru starfi og tengist almennt vinnustaðnum mun betur.

Hefur þú fengið hrós á síðustu 7 dögum? Hrós er ódýrasta leið til að auka framleiðni og minka kostnað, en af hverju er eitthvað svona einfalt samt svona erfitt? 
Auðunn Gunnar Eiríksson, vottaður styrkleika þjálfari hjá Gallup, BA í sálfræði fjallar um hrós á vinnustöðum. Auðunn Gunnar hefur undan farin 18 ár unnið í mannauðsmálum sem sérfræðingur, ráðgjafi og mannauðsstjóri og er í dag stjórnenda og vinnustaðarrágjafi hjá Gallup.

Það er ekki sama hvernig þú hrósar. Hrós er ekki sama og hrós en hrósið virkar á alla!
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN fræðir okkur nánar um hrós og mikilvægi þess. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. 

Fundarstjóri er Valgeir Ólason, þjónustustjóri og stjórnandi hjá ISAVIA ohf. Valgeir situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi. 


Fundurinn verður á Teams.

 

 

 

 

 

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?