Straumar og stefnur í BPM - framtíðin í ferlamálum.

Á fundinum verður rætt um strauma og stefnur í BPM undanfarin misseri og það helsta sem blasir við í ferlamálum hjá fyrirtækjum og stofnunum í nánustu framtíð. 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) verður haldinn miðvikudaginn 30. maí frá kl. 8.30 til 10.00 hjá Marel Austurhrauni 9, Garðabæ. Auk þess sem farið verður yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn.

Við hvetjum alla áhugasama sem hafa vilja taka þátt í starfinu að gefa kost á sér í stjórn faghópsins.

Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á magnus.gudfinnsson@marel.com eða thora.sigurdardottir@eimskip.com  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Lykilþættir í BPM er að sjá ferlana sem auðlindir og ná stjórnendum inn - ný stjórn.

Faghópur um BPM ferla hélt í morgun fund í Marel.  Tvö erindi voru flutt á fundinum og í beinu framhaldi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn. Fyrr erindið flutti Magnús Ívar Guðmundsson formaður faghópsins.  Magnús hvatti aðila til að byrja alltaf á „as is“ og „to be“.  Alltaf á að horfa til þess hvar sé hægt að laga hlutina.  Fitan er alls staðar og alls staðar hægt að laga og ekki er alltaf áhugi fyrir því.  Magnús sagði sögu af Amazon þar sem Japanir fundu út að hægt var að bæta ferlið um 92%. Magnús sagði sögu ferlavinnu og sýndi mynd, BPM kemur til sögunnar 2006 Lean í kringum 2000, Six Sigma 1990, BPP 2007 g IBO 2012 (Intelligent business operations).  Lykilþættirnir í BPM er að ná stjórnendum inn og sjá ferlana sem auðlindir. Forgangsröð verkefna á alltaf að snúa að viðskiptavininum, alltaf að hafa rödd þeirra í huga í fundarherberginu.  Alls kyns hlutir eru til í dag í BPM til að besta hluti.  Mikilvægt er að hafa IT með í ferlavinnu.  The most dangerous phrase in the language is „We´ve always done it this way“. Stefnan – fólkið – ferlar er uppleggi í BSC, 4DX og EFQM.  Mikilvægt er að hafa yfirsýn yfir kerfi fyrirtækisins og hverjir eiga ferlana, reyna að hafa allt eins einfalt og hægt er til þess að hægt sé að mæla það og ná árangri.  Í ferlavinnu fær fólk umboð til athafna.   Mikilvægt er fyrir starfsmenn að finna að þeir eru mikilvægir og til séu mælingar þannig að þeir finni fyrir því að aðrir sjái hvað þeir eru að gera.  Ferlar eiga að leiða til betri rekstrarniðurstöðu. 

Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip sagði frá ráðstefnu PEX  Process Excellence Europe. sem hún fór á í október 2017.  Þema ráðstefnunnar var hvernig nýtum við breytingastjórnun við ferlaumbætur með stefnu fyrirtækisins í forgrunni, leiða stöðugrar umbætur með virði viðskiptavina að leiðarljósi, rafræn vegferð, sjálfvirknivæðing ferla.  Þóra Kristín stiklaði á stóru með ráðstefnuna sem fjallaði í heildina um umbætur.  Krafan um skilvirkni og vélvæðingu.  Það að einfalda verk og tæknivæða ferla er að losa fólk undan rútínuvinnubrögðum sem reyna ekki á innsæi.  Tölvur vinna líka hraðar og auka rekstraröryggi.  Þessi lean kúltúr og virðing fyrir fólki með viðskiptavininn að leiðarljósi er það sem öllu máli skiptir.  Störfin eru að hverfa og því þurfum við að taka þennan þátt mjög sterkt inn.  Mikilvægt er að vera með sýn sem starfsmenn skilja.  Að búa til breytingarleiðtoga er mikilvægt, fara til fólksins, heyra hvað það er að segja, hvaða hegðun styður breytingar.  Þetta þarf að vera jafn mikið til staðar og kerfin, við höfum öll. Þú breytir ekki fólki, fólk breytir sér sjálft.  Ekkert er betra en að sýna fólki „As is“ til þess að það sjái og vilji „To be“.  Hlusta á fólkið, samskipti og stýra breytingum.  Annað fyrirtæki lagði áherslu á umbreytinga kúltúr  þar sem þau lögðu mesta áherslu á var að fá starfsmenn til liðs við sig.  Stjórnendur þurftu að leiða vitundarvakningu á umbótastarfi og læra nýja hegðun.  Þú verður að skapa umbótakúltúr.  Í framhaldi ef slíkur kúltúr næst þá verða starfsmenn ánægðari, kostnaður lækkar, umbætur skila sér og þetta er bottom up.  Grasrótin er erfið og því ekkert mikilvægara en fá stuðning yfirstjórnar.  Þóra Kristín sagði frá vélmennavæðingu írsks banka.  Rútínustörf voru tekin út, notað er agile og lean og ákveðið framework.  Verþekking þarf að vera til staðar til að taka við nýrri tækni.  Aðferðafræðin á eingöngu að styðja það að ná þeim viðskiptamarkmiðum sem lagt er upp með og rödd viðskiptavinarins má aldrei gleymast hún er númer eitt. Skilaboðin voru að fólk segir eitt, gögnin segja annað og því er innleiðing mikið ítrunarferli.  Dæmi um verkfæri sem tengjast BPM er Larai, Celonis, Abbyy, enate, IBM Watson.  Ef nást á árangur í ferlamálum þurfa þeir sem vinna með ferla að kynna sér þessi nýju tæki og tól t.d. Larcai sem vinnur með gervigreind.  Það sem Þóra tók með sér er að við erum enn að nota sömu tæki og tól, mikilvægt að rafræna ekki ferla sem eru ekki góðir, fjórða iðnbyltingin skiptir miklu máli og mestu máli að þar sé mannlegi þátturinn tekinn með.  Lögð sé áhersla á sköpunarkraft og aldrei má gleyma fólkinu.  Ekki gleyma sér í tækninni, hlusta á viðskiptavininn. Stofnanir hafa verið að blása út.  Mikilvægt í ferlavinnu að gefa yfirlýsingu „Við ætlum ekki að fækka fólki – við ætlum að bæta þjónustu“ -   

Í framhaldi fundarins var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.  Hana skipa:

Magnús Ívar Guðmundsson Marel, formaður.

Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip, varaformaður.

Ása Lind Egilsdóttir Eimskip.

Ásdís Sigurðardóttir, Marel.

Benedikt Rúnarsson, Míla.

Eva Karen Þórðardóttir, Háskólinn á Bifröst.

Guðmundur J. Helgason, AGR Dynamics.

Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair

Pétur Snæland, Annatta

Erla Jóna Egilsdóttir, Global Process Manager Marel.

Lísa Vokes-Pierre, Director of Global Process Development Össur.

 

 

 

 

 

Tengdir viðburðir

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fjarfundur.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Eldri viðburðir

Dulda verksmiðjan – áskoranir og lausnir í að ná bættum árangri í starfseminni

Fundarboð með Teams hlekk verður sent á skráða þátttakendur. 

Á flestum vinnustöðum er „dulda verksmiðjan“ til staðar – öll þau ferli, endurtekningar og falin vinna sem bæta litlu sem engu virði við vinnudaginn okkar. Þessi viðburður gefur innsýn í hvernig við getum auðkennt verkin sem tilheyra þessari duldu verksmiðju sem er í formi sóunar og rætt áskoranir og vandamál sem hún skapar. Kynntar verða leiðir til að auðkenna og draga úr sóun og skapa jákvætt umbótaumhverfi þar einblínt er á virðisaukandi þætti með því að ná yfirsýn yfir verklagið ásamt því að starfa í réttum takti (flæði)  sem hentar starfsmönnum og um leið mætir kröfum viðskiptavinarins.  

 

Fyrirlesarinn – Magnús Ívar Guðfinnsson

Magnús Ívar Guðfinnsson er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þekkingarfyrirtækisins ANSA ehf. Magnús Ívar hefur sérhæft sig í að vinna með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum í að ná yfirsýn og gera athuganir á verklaginu til að ná bættum árangri i rekstrinum. Samfara ráðgjöf þá kennir hann nemendum í iðnarverkfræði við Háskóla Íslands gæðastjórnun á haustin og straumlínustjórnun á vorönn. Þá kennir Magnús Ívar áfangann árangur í rekstri í Executive MBA-námi á vegum Háskóla Íslands.  

Magnús er með MSc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og stundaði hluta námsins við Norwegian School of Management (BI) í Osló. Hann er vottaður BPM Professional og er með svarta beltið í Lean Six Sigma.  

Magnús Ívar býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu, úr kennslu og ráðgjöf hjá fyrirtækjum úr flestum greinum atvinnulífsins við að ná framúrskarandi árangri í framleiðslu og þjónustu.

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Stjórnarfundur viðskiptaferla (BPM) – Upphaf starfsársins (lokaður viðburður)

Stjórn mun hittast að þessu sinni á Mathúsi Garðabæjar til að hefja undirbúning starfsársins sem framundan er. Á dagskrá fundarins verður markviss og skapandi umræða um þær áskoranir og tækifæri sem bíða, með sérstaka áherslu á viðskiptaferla og stefnumiðaða sýn í starfi stjórnar.

Helstu umræðuefni fundarins verða:

  • Yfirlit og rýni á starfsárið sem framundan er

  • Umræða um helstu áskoranir og tækifæri í ljósi viðskiptaferla

  • Hugmyndavinna og skipulagning viðburða á vegum stjórnar

  • Endurmat og staðfesting á tilgangi hópsins

Fundurinn verður vettvangur fyrir samráð, samstillingu og sköpun, þar sem stjórnarmenn sameinast um skýra sýn og markmið fyrir komandi ár.

Aðalfundur faghópsins Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghópsins stjórnun viðskiptaferla verður haldinn fimmtudaginn 8. maí kl 12 á Nauthól. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?