Aðalfundur Stjórnvísi 2023 verður haldinn í Nauthól 10. maí kl.12:00-13:00.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2023-2024(5) frestur til framboðs rennur út 3. maí 2023.  Kosið verður um 3 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 4 sæti.  

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2023-2024:
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík.  Stefán hefur setið í stjórn Stjórnvísi undanfarin þrjú ár.  Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki. 

Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár.  Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2023-2024

1. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
2. Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
3. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
4. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
5. Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024) 

Önnur framboð í stjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru: 

1. Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel, formaður faghóps um upplýsingaöryggi (2023-2025)

2. Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2025)

3. Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2025) 

Kosið verður í fagráð félagsins.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

 

Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál verður haldinn á Teams miðvikudaginn 22. maí kl. 9:00.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Guðnýju Káradóttur, gudny@vso.is.

Hér er hlekkur á fundinn.

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2024-2025 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2024-2025 verður haldinn á Kringlukránni þriðjudaginn 28.maí kl.11:00-14:00.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á hádegisverð að eigin vali af matseðli Kringlukránnar. 

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?

Tengjast fundinum núna (Join Meeting now)

Erindið er haldið í samvinnu faghópanna: Gæðastjórnun og ISO staðlar, Loftslagsmál og Stjórnun upplýsingaöryggis. 

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Gná Guðjónsdóttir stjórnarmeðlimur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar kynnir faghópinn og fyrirlesarann og stýrir fundinum sem verður á Teams (hlekkur á fjarfundinn kemur inn hér daginn áður).

09:05-09:45 - Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Tengist ávinningur vottunar starfsmannahaldi, samkeppnishæfni, viðskiptavinum, ímynd, fjárhagslegri afkomu, bættu aðgengi að skjölum, bættu vinnulagi, betri nýtingu á aðföngum eða auðveldaði vottunin fyrir markaðs- og/eða kynningarstarfi hér á landi eða erlendis?

Kynntar verða niðurstöður MIS rannsóknar Elínar Huldar Hartmannsdóttur í upplýsingafræði hjá HÍ sem hún framkvæmdi vorið 2022. Hver var notkunin og hvaða ávinning töldu íslensk fyrirtæki og skipulagsheildir sig hafa af vottun á þremur stjórnunarkerfisstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

09:45 – 10:00 
 Umræður og spurningar

 

Um fyrirlesarann:

Elín Huld Hartmannsdóttir

Starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, var áður í um eitt ár hjá Isavia meðfram námi. Var einnig sumarstarfsmaður á skjalasafni Forsætisráðuneytisins á námstímanum.

Elín vann áður sem hársnyrtimeistari og rak eigið fyrirtæki í 17 ár en lagði skærin á hilluna í orðsins fyllstu merkingu árið 2015.

Hún útskrifaðist frá HÍ með MIS í upplýsingafræði haust 2022 og fékk leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðings og leyfisbréf kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í framhaldinu.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúafjöldi í umdæmi embættisins er um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Júlíu Þorvaldsdóttur jth@skra.is

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldin þriðjudaginn 14. Maí kl.16:00 á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • kosning til stjórnar
  • önnur mál

Stjórn faghópsins skipuleggur og sér um fundarstjórnina. Allir þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlega sendið tölvupóst á formann faghópsins Ástu Guðrúnar Guðbrandsdóttur asta@hverereg.is

Teams linkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YzIxNDIwNjUtODMwYy00ZGI4LWE1YTctZTA4ZjdmZmFkMWI2%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar - Aðalfundur

Dagskrá fundar

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens

Síðasta starfsár

Mótun stjórnar

Önnur mál

Farið inn á vefslóðina fyrir teams: 

Join the meeting now

 

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?