Click here to join the meeting
Á þessum viðburði ætla þær Guðbjörg Rist og Anna Signý að deila með okkur sínum áherslum þegar kemur að leiðtogafærni á vettvangi nýsköpunar og vöruþróunar. Þær veita okkur innsýn í hvað hefur hjálpað þeim og þeirra teymum að ná árangri ásamt því að deila með okkur hvað hefur ekki reynst eins vel.
Anna Signý Guðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Kolibri ásamt því að vera sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Kolibri er hönnunardrifin stafræn stofa sem leysir réttu vandamálin með stafrænum lausnum og framúrskarandi hugbúnaði. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.
Guðbjörg Rist er frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðasta áratuginn. Nú síðast sem framkvæmdarstjóri Atmonia. Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti.
Guðbjörg hefur áður unnið að upplýsingaveitunni Northstack, hjá Arion banka sem leiðtogi í stafrænni framtíð og hjá Promens plastframleiðslu, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Guðbjörg hefur setið í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og Samtaka Vetnis-og rafeldsneytisframleiðenda auk þess að vera mentor og ráðgjafi fyrir hin ýmsu sprotafyrirtæki. Guðbjörg er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð.
Hlökkum til að sjá ykkur.