12
nóv.
2025
12. nóv. 2025
09:00 - 10:00
/
Teams viðburður
Tengjast viðburði með því að smella hér
Viðburður í samstarfi við Gallup.
Fyrirlesari: Tómas Bjarnason, sviðsstjóri Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup
Fundarstjóri: Íris Björg Birgisdóttir, teymisstjóri ökutækjatjóna hjá Verði tryggingum. Íris Björg situr í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.
Lýsing erindis:
Farsælir stjórnendur eru margskonar og hafa ólíka styrkleika. Við vitum þó að samskipti og samskiptastíll skipta sköpum þegar kemur að farsælli stjórnun, enda eru samskipti eina leiðin sem við höfum til að hafa áhrif á fólk. Tengslamyndun afgerandi þáttur í stjórnun, og lykilþáttur í nálgun Galup, samt sem áður verja stjórnendur almennt ótrúlega litlum tíma í að efla teymið sitt.
Í styrkleikamati Gallup eru metnir 34 styrkleikar sem flokkast í fjögur þemu. Eitt þessara þema er tengslamyndun, og einn af styrkleikum þess er samkennd (e. empathy). En er samkennd alltaf til bóta í stjórnun? Stuðlar hún ávallt að sterkari tengslamyndun og bættum samskiptum, eða getur hún í sumum tilvikum hindrað árangur?
Þó styrkleikar stjórnandans skipti miklu máli, þá snýst stjórnun um „að gera réttu hlutina rétt“. Með því er átt við aðgerðir, ákvarðanir, aðferðir, skipulag og fleira. Að „gera réttu hlutina rétt“ er því miður ekki meðfætt, heldur vegferð og lærdómsferli. Það sem virkar vel á einum stað eða einum tíma getur hæglega brugðist á öðrum stöðum eða öðrum tímum.
Styrkleikar stjórnanda geta bæði stutt við árangur, en jafnframt staðið í vegi fyrir árangri. Mikilvægt er að stjórnendur efli sjálfsþekkingu sína með því að greina hvernig eigin styrkleikar geta einnig orðið hindranir. Þetta á meðal annars við um samkennd – getur hún stundum dregið úr árangri í stjórnun eða er hún alltaf styrkur? Margar dæmigerðar hindranir eða veikleikar stjórnenda eru í raun styrkleikar á yfirsnúningi.