Aðalfundur ISO hópsins

 
Aðalfundur ISO hópsins haldinn hjá Landsvirkjun
Allir félagar hópsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og ákvörðunum um starf hópsins.
 

Sameiginlegur fundur með stjórnum allra faghópa í Ofanleiti 2

Umhverfis-og öryggishópur: Áhættumat efna

Umhverfis-og öryggishópur heldur sinn fyrsta fund í vetur þann 9.september.
Fyrirlesarar eru þeir Leifur Gústafsson, rekstrarfræðingur og Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur.
Staður: Vinnueftirlitið, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Fundarefni: Áhættumat efna.
Við daglega notkun varasamra efna á vinnustöðum gera starfsmenn sér oft ekki grein fyrir í hversu mikilli hættu þeir eru.  Varúðarmerkt efni geta verð orsök ýmissa sjúkdóma sem hafa alvarlegar afleiðingar á heilsu manna eða í versta falli valdið dauða starfsmanna.  Á fundinum munu sérfræðingar Vinnueftirlitsins lýsa áhættumati almennt og aðferðum við áhættumat vegna efna.
 
 

Þjónustuhópur: Eru gildi skemmtileg?

Fyrsti fundur Þjónustuhóps Stjórnvísi verður haldinn þann 17.september frá kl.08:30 - 09:30 hjá Vodafone
Skútuvoigi 2.
Boðið verður upp á morgunmat í boði Vodafone frá kl.08:15 og hefst fyrirlesturinn kl.08:30
Fyrirlesarar eru þau Sonja M. Scott,starfsmannastjóri og Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone.

Balanced Scorecard: Þróun stefnumiðaðs árangursmats hjá Umferðastofu

Faghópur um Balanced Scorecard heldur sinn fyrsta fund í vetur fimmtudaginn 23.september.
Fundurinn verður haldinn hjá Umferðastofu, Borgartúni 30.
Fundartími 08:30 - 09:15.
Efni fundar:  Þróun stefnumiðaðs árangursmats hjá Umferðastofu

Nýr ISO staðall: Áhættustjórnun ISO 31000

Áhættustjórnun
Kröfur til áhættustjornunar skv.ISO 31.000 og tengsl við áhættumat starfa
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30.september kl.8:30 - 9:30
staðsetning: Neyðarlínan Skógarhlíð 14
Fyrirlesarar á fundinum eru þau:
Svavar Ingi Hermannsson, rekstraröryggissérfræðingur og
Dagmar birgisdóttir sérfræðingur í áhættugreiningu hjá ISAL
Markhópur: Fyrirtæki með þróað gæðakerfi

Viðskiptagreindarhópur: Upplýsingatækni og gagnaúrvinnsla hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrirspur

Fyrsti fundur Viðskiptagreindarhóps þennan veturinn verður haldinn 30.september nk.
Staður: Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8
Tími: Fimmtudagurinn 30.september kl.16:00
Efni:  Upplýsingatækni og gagnaúrvinnsla hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrirspurnarmálið SDL
Fyrirlesari er: Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Haustráðstefna Stjórnvísi

Lean Straumlínustjórnun: Aðalfundur - Grunnhugmyndir kynntar

Aðalfundur faghóps um Lean Straumlínustjórnun verður haldinn 5.október frá kl.08:30 - 10:00
Pétur Arason, framleiðslustjóri hjá Marel kynnir grunnhugmyndir Lean-Management.
Fundurinn verður haldinn hjá Arionbanka

Umhverfis-og öryggishópur: Öryggismál eru samskipti!

Dagsetning fundar er 7.október 2010 kl.8.15-9:30
Fyrirlesarar: Brynjar Hallmannsson, HSE-sérfræðingur og Þóra Birna Ásgerisdóttir, HSE-sérfræðingur
Staður: ISAL, Straumsvík, mötuneyti 2.hæð, námskeiðssalur 1
Fundarefni: Öryggismál eru samskipti!
Straumhækkunarverkefni ISAL, HSE-samskipti og vikulegar eftirlitsferðir stjórnenda.
Kynning á heilsu-,öryggis-,umhverfis-og gæðamálum í Straumhækkunarverkefni ISAL.  Sérstök áhersla verður lögð á HSE-samskipti og vikuelgar eftirlitsferðir stjórnenda og ávinninginn af jákvæðum samskiptum milli starfsmanna og stjórnenda og mikilvægi þess að allir stjórnendur taki virkan þátt í öryggismálum á vinnustaðnum.

Hugbúnaðarprófanir: Hugbúnaðarþróun, gæðatrygging og gæðastjórnun

Hópurinn hugmbúnaðarprófanir mun halda fyrirlestur þann
7.október frá kl.17:00 - 18:00
Fundarstaður: Sabre Airline Solutions, (fyrrum Calidris ehf)
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík
Fyrirlesari: Guðlaugur Stefán Egilsson ráðgjafi og forritari hjá Spretti Marimó og einn af stofnendum fyrirtækisins.  Hann kennir einnig hugbúnaðarfræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á Agile aðferðir.  Guðalugur er með nýjan meistaranáms áfanga þar í burðarliðnum sem mun kallast Agile Software Development.
Fundarefni:
Í fyrirlestrinum mun Guðlaugur fara stuttlega í eðli hugbúnaðarþróunar, hvað hún er og hvert er gott að sækja innblástur.  Í framhaldi af því mun hann fara inn á sýnina á gæðatryggingu (Quality Assurance) og gæðastjórn (Quality Control) í hugbúnaðarþróun, hlutverk prófara og forritara, hvernig verkaskiptingu og samvinnu þeirra er best háttað til að lágmarka kostnað og hámarka gæði, þ.e.a.s. nytsemi hugbúnaðarins fyrir viðskiptavini, tíma á markað og tilkostnað hjá þróunaraðila.  Meginmarkmiðið er þó alltaf að fólki líði vel í sinni vinnu, yfirleitt gerist það þegar vinnulag er í bestu samræmi við eðli vinnunnar sem menn eru að vinna.  Þetta markmið er þar með í góðu samræmi við fyrrnefndu markmiðin tvö.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?