Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2022-2023 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2022-2023 verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 25.maí kl. 12:20-15:20 í stofu M216. Boðið verður upp á kjúklingasalat frá Nauthól. Þórunn M. Óðinsdóttir lean snillingur, stefnumótunarsérfræðingur og fyrrverandi formaður Stjórnvísi mun vera með okkur í upphafi fundar til að skerpa á stefnu félagsins og mælikvörðum.  Í framhaldi verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum, tekin ákvörðun um þema ársins, fundartíma stjórnar o.fl. Búið er að stofna nokkur skjöl  í Teams sem er gott að lesa vel yfir. Þið megið endilega líka velta fyrir ykkur helstu tækifærum og áskorunum í starfinu okkar og hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara í starfinu undanfarin ár.

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum.
  3. Rýni á stefnu Stjórnvísi - mat á meginmarkmiðum - hugmyndir fagráðs (fundargerð 1.2.2022). 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  5. Farið yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og allir að skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi með því færðu aðgang að mælaborðinu okkar.
  6. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  7. Kynning á áhersuverkefnum stjórnar.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Setja niður hugmyndir að haustráðstefnunni og Stjórnunarverðlaunum. Því má einnig hugsa um flotta fyrirlesara sem við viljum heyra frá.
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.
  1. Áhersluverkefni stjórnar.
  2. Hópefli stjórnar – árlegur viðburður.

Hugmyndir:

  • Helstu tækifæri og áskoranir í starfinu okkar
  • Hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara í starfinu undanfarin ár? 
  • Haustráðstefnan - fyrirlesarar
  • Stjórnunarverðlaun - fyrirlesarar
  • Aðrar hugmyndir

 

 

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 31. Maí klukkan 08:30 til 09:30.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar og auk þess má alltaf fjölga í stjórninni. 

  • Farið yfir starfsárið
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Click here to join the meeting

Hugleiðing hvernig hámarka má stjórnarsamstarf í faghópum Stjórnvísi.

Click here to join the meeting
Ósk um þennan fund kom frá stjórnendum í faghópum Stjórnvísi. Tilgangur fundarins er að kynna fyrir öllum í stjórnum faghópa félagsins starfsárið 2022-2023 ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna og formanna faghópa. Og ekki síst hvernig hámarka má stjórnarsamstarf þannig að allir í stjórn faghópsins séu virkir. Farið verður yfir hvernig stofna á viðburði, Teams, hvernig senda á út fréttir, siðareglur, mælaborð o.fl.  Megin markmiðið er að samræma vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi og efla  fyrir næsta starfsár.  Þetta verður skemmtilegur stuttur og áhugaverður fundur.  

Allir í stjórnum faghópa eru hvattir til að mæta á fundinn. 

Dagskrá: 
1. Sigríður Harðardóttir, formaður Stjórnvísi setur fundinn og kynnir mælaborð félagsins
2. Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi fer örstutt yfir ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna í faghópum.
3. Lilja Gunnarsdóttir, formaður faghóps um markþjálfun sýnir hvernig stofna á viðburð og setja inn Temas link.
4. Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður faghóps um breytingastjórnun hugleiðir með okkur leiðir hvernig hámarka má samstarf og árangur teymi stjórnar. 


 

 

Aðalfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Click here to join the meeting

Þriðjudaginn 31. maí kl. 12 verður haldinn aðalfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat.

 

Hvatningarverðlaunin fyrir sjálfbærniskýrslu ársins verða veitt þann 7.júní 2022 (lokaður viðburður)

Hvatningarverðlaunin fyrir sjálfbærniskýrslu ársins verða veitt þann 7.júní 2022.

Verðlaunin verða í ár veitt í fimmta skiptið og bárust 48 tilnefningar þar sem tilnefndar voru í heildina skýrslur frá 33 aðilum. Þetta er metfjöldi tilnefninga.

Dómnefnd í ár skipa þau:

  • Reynir Smàri Atlason , forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo. Formaður dómnefndar.
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia

Þá var í ár sett á laggirnar fagráð sem tók að sér að undirbúa starf dómnefndar og meta þær skýrslur sem hlutu tilnefningu. Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík, sem lokið hafa við námskeið sem kennt er af Bjarna Herrera þar sem áherslan er á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf.

Í fagráði sitja þau:

  • Nikólína Dís Kristjánsdóttir
  • Ísak Grant
  • Sara Júlía Baldvinsdóttir

Að afhendingu lokinni má nálgast lista yfir þær skýrslur sem hlutu tilnefningu á heimasíðu Festu ásamt umfjöllun um þá skýrslu sem hlýtur verðlaunin í ár.

  • Athugið að viðburðurinn er eingöngu opin fyrir boðsgesti

Áhrif fjarvinnu á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - MBA lokaverkefni

Teams-linkur á viðburðinn

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, kynna fyrir okkur lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af því. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Við minnum í þessi samhengi á liðnu viðburði okkar sem fjalla flestir um aðstöðukröfur til þekkingarstarfseminnar og hægt er að fletta upp og horfa aftur á á þessari facebook síðu Stjórnvísi.

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn 9. júni kl. 9 til 9:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?