Forysta til framtíðar - Ráðstefna UAK 2022

Þann 5. mars halda Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu. Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?

UAK er annt um framtíðina og vinnur að því að valdefla ungar konur, skapa framtíð jafnra tækifæra og stuðla að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Við fáum til okkar framúrskarandi gesti sem öll eiga það sameiginlegt að vera með puttann á púlsinum og nýta krafta sína í þágu framþróunar á hinum ýmsu sviðum.

Ráðstefnan mun kanna viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað varðandi hlutverk leiðtoga og mannauðs, varpa ljósi á eiginleika og færni sem tryggja forystu til framtíðar, og veita ráðstefnugestum tæki og tól til að vera leiðtogar í eigin lífi og starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan og frekari upplýsingar á https://www.ungarathafnakonur.is/uak-radstefnan-2022/
 
Dagskrá 2022
10:00 Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Opnunarávarp
10:25 Gunnhildur Arnardóttir - Gildin þín - Fjárfesting til framtíðar
10:55 Edda Blumenstein - Ástríða í óvissu
11:25 Herdís Pála - Hvað þarf til að nýta og skapa sér tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar?
12:15 Hádegishlé
13:00 Margrét Hallgrímsdóttir - Eigi hafa asklok fyrir himinn
13:30 Normið: Hvíldu þig á toppinn
14:10 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Halla Helgadóttir - Að skapa tækifæri framtíðarinnar
14:50 Kaffihlé
15:20 Saga Sig - Flæði: Samskipti og meðvitund í sköpunarferlinu
15:40: Birna Þórarinsdóttir - Að fylgja hjartanu – og læra að þakka fyrir erfiðu dagana

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Alþjóðlega mistakadeginum fagnað

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er árlegur viðburður, haldinn 13. október ár hvert, sem var upphaflega haldinn í Aalto-háskólanum í Finnlandi árið 2010. Markmið dagsins er að stuðla að opnari umræðu um mistök og lærdóm sem má draga af þeim – bæði í atvinnulífi og einkalífi. Deginum er ætlað að draga úr neikvæðum viðhorfum til mistaka og undirstrika að þau eru óaðskiljanlegur hluti af vexti, nýsköpun og árangri.

Frá stofnun hefur dagurinn vakið alþjóðlega athygli og verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Hann hvetur einstaklinga, stofnanir og leiðtoga til að deila reynslu, rýna í eigin feril og skapa menningu, þar sem mistök eru viðurkennd sem tækifæri til náms og þróunar. Stjórnvísi fagnar alþjóðlega mistakadeginum í fyrsta skiptið í ár.

Eldri viðburðir

Fjölbreytt teymi og hlutverk leiðtoga

Við í faghóp um leiðtogafærni ætlum að enda veturinn á spennandi erindi sem verður haldið í JBT Marel í Garðabæ. Þar gefst okkur einnig tækifæri til að nýta smá tíma í tengslamyndun í leiðinni.  

Ragnheiði H. Magnúsdóttur ætlar að flytja fyrirlestur sem vakti athygli við Viðskiptaháskólann í Osló, þar sem hún var gestafyrirlesari í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur,  til Noregs. Í fyrirlestrinum rýnir Ragnheiður í hlutverk leiðtoga í nútímasamfélagi og dregur fram hversu mikilvægt það er að fjárfesta meðvitað í fjölbreyttum teymum – ekki aðeins til að efla sköpunargáfu og nýsköpun, heldur einnig til að tryggja betri ákvarðanatöku og langvarandi árangur. Hún sameinar fræðilega sýn við reynslu úr atvinnulífi og stjórnun og varpar ljósi á hvernig leiðtogar geta skapað menningu þar sem fjölbreytileiki er raunverulegur styrkur.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum – bæði úr opinbera geiranum og atvinnulífinu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi, stjórnandi og kennari og er þekkt fyrir skýra sýn og kraftmikla nálgun á leiðtogahæfni, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Aðalfundur faghóps um Leiðtogafærni verður haldinn miðvikudaginn 30.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com.

 

Hvernig sköpum við menningu sem einkennist af nýsköpun og hugrekki?

Samtal um fyrirtækjamenningu með Helga Rúnari Óskarssyni forstjóra 66° norður.

66° norður hefur verið leiðandi á sínum markaði í 99 ár og að auki stofnað verslanir í Evrópu. Vörumerkið er eitt það þekksta á landinu og tengist amk. gæðum, tísku og útivist. Í samtali við Helga Rúnar forstjóra fyrirtækisins ætlum við að skyggnast á bakvið tjöldin og fá að vita hver lykilfærni starfsfólksins þarf að vera til að keppa í efstu deild.

Viðburður í samstarfi við Dale Carnegie skráning fer fram á www.dale.is/vinnustofur

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?