Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík Hafnarstræti, 101 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Nú í byrjun árs setjum við mörg hver einhver markmið og ætlum að hefja að gera eitthvað á nýjan hátt.
Fundarmenning er eitthvað sem við erum öll að glíma við og er þáttur sem hefur veruleg áhrif á vinnu okkar á hverjum degi.
Það á því vel við að byrja árið í faghóp um þjónustu- og markaðsmál á fundi um fundarmenningu.
Þann 9. janúar mun Þóra Valný Yngvadóttir verkefnisstjóri hjá Landsbankanum fara yfir innleiðingu á verkefnið Fyrirmyndarfundir í Landsbankanum. Verkefnið hófst á vormánuðum 2012 í framhaldi af hugmyndavinnu starfsmanna sem jafnframt styður við stefnu bankans.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans, mötuneyti 4.hæð, Hafnarstræti 5, (undir brúnni),
Þóra Valný mun fara yfir hvað var gert, hver árangur varð og endurmat á verkefninu.