Fundurinn verður á Teams og hægt að finna hlekk hér þegar nær dregur.
Hvernig nýtist gervigreindin fyrir heilsueflingu á vinnustöðum? Gervigreindin er komin til að vera og tímbært að skoða hvernig vinnustaðir geta nýtt sér hana við heilsueflingu starfsfólks. Þær Anna Sigríður Islind og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir ætla einmitt að hjálpa okkur að skoða það.
Dr. Anna Sigríður Islind er dósent í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík (HR) og er að vinna að rannsóknum á hönnun, þróun og notkun á stafrænni heilbrigðistækni. Hún setti á laggirnar meistaranám í HR í stafrænni heilbrigðistækni og mun m.a. segja frá þeirri vegferð og náminu í fyrirlestrinum. Dr. Anna Sigríður Islind fjallar um stafræna heilbrigðistækni og hvernig hún getur nýst á vinnustöðum.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er lýðheilsufræðingur með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún starfar við hönnun inngripa hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health og er stundakennari við heilbrigðisvísindasvið HÍ. Áður starfaði hún fyrir Embætti landlæknis meðal annars við að setja á laggirnar Heilsueflandi vinnustað í samstarfi við VIRK og Vinnueftirlitið.
Sigríður mun fjalla um nýtingu tækninnar þegar kemur að heilsueflingu.