Heilsueflandi vinnustaður - Hreyfing og útivera og Umhverfi

Click here to join the meeting

Á þessum fyrsta viðburði vetrarins hjá faghópi um Heilsueflandi vinnuumhverfi verður kafað dýpra í tvö af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði, þ.e. "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi".

Inga Berg verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis mun fjalla um vegvísana í þessum tveimur flokkum, Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari og yfirþjálfari á Æfingastöðinni verður með erindið Af hverju að vera inni þegar öll von er úti og Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun verður með erindi. Að erindum loknum verður svigrúm til spurninga og umræðna. Viðburðinum stýrir Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands.

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

  • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
  • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
  • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
  • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

 

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Viðburðinn fer fram á Teams hér.

 

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Hér undir má finna slóð á streymi fyrir viðburðinn.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?

Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.

Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.   

Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði.  Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Streymi á viðburðinn má nálgast hér.

 

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Venjuleg aðalfundarstörf

Nánari upplýsingar síðar.

Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.

Viðburðurinn fer fram á Teams => Join the meeting now

Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"

Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.

Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".

Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.

 

VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ

Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista. 

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni,  fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.

Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum. 

 

Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...".

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Hversu oft hefur þú setið á fundi og hugsað....f**k it!?  Hefur látið á það reyna að fara eftir þessu hugboði? F**k it Leadership snýst ekki um kæruleysi, heldur að sleppa takinu á því sem skiptir ekki máli.

Á þessum viðburði fáum við að heyra frá Valgerði Skúladóttur, framkvæmdastjóra Sensa. Valgerður er frumkvöðull og reynslumikill stjórnandi sem meðfram störfum sínum hjá Sensa situr einnig í stjórnum fleiri fyrirtækja.
Valgerður hefur sótt fjölmörg stjórnendanámskeið í gegnum tíðina og hefur ástríðu fyrir góðum stjórnunarháttum. Hún sótti m.a. námskeið í hugmyndafræðinni um F**k it Leadership og það á ítalskri eyju!

Í kjölfar erindis Valgerðar verður Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, með stutt innlegg um hvernig stjórnendur geta verið góðar fyrirmyndir þegar kemur að því að setja mörk („Walk the talk“) og passa upp á jafnvægi vinnu og einkalífs. Ingibjörg starfar sjálfstætt við ráðgjöf og situr í stjórn Stjórnvísis auk þess að vera formaður faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.

Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Sensa að Lynghálsi 4 auk þess sem honum verður streymt. Kaffi og léttar veitingar verða í boði Sensa. Húsið opnar kl. 8:30 og hægt að leggja bílum líka á bílastæði hjá Heiðrúnu.

Fundarstjóri verður Gunnildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?