Heilsueflandi vinnustaður - viðmið skoðuð nánar

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

 • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
 • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
 • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
 • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Nánari lýsing verður færð inn síðar. 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Heilsueflandi vinnustaður - viðmið skoðuð nánar

Click here to join the meeting

Á þessum fyrsta viðburði vetrarins hjá faghópi um Heilsueflandi vinnuumhverfi verður kafað dýpra í tvö af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði, þ.e. "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi".

Inga Berg verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis mun fjalla um vegvísana í þessum tveimur flokkum og Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari og yfirþjálfari á Æfingastöðinni verður með erindið Af hverju að vera inni þegar öll von er úti . Að erindum loknum verður svigrúm til spurninga og umræðna. Viðburðinum stýrir Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands.

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

 • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
 • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
 • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
 • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

 

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Viðburðinn fer fram á Teams hér.

 

 

Heilsueflandi vinnustaður - viðmið skoðuð nánar

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem verða gefin út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

 • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
 • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
 • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
 • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Nánari lýsing verður færð inn síðar. 

Heilsueflandi vinnustaður - viðmið skoðuð nánar

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem verða gefin út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

 • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
 • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
 • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
 • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Nánari lýsing verður færð inn síðar. 

Eldri viðburðir

Heilsueflandi stjórnun (Wellbeing leadership)

Hlekkur á viðburðinn

Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni  um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér).  Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.

Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag. 

Fundurinn fer fram á ensku. 

Aðalfundur Stjórnvísihóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. 

Á stimpilklukkan við í þekkingarstörfum?

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.

Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.

Dagskrá viðburðarins og erindin:

 • Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi 
 • Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
 • Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi. 

 

Stytting vinnuvikunnar og heilsuefling

Click here to join the meeting
Hvað þarf til að stytting vinnuvikunnar styðji við heilsueflingu á vinnustaðnum?

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 17.febrúar n.k. kl.12.00, þar sem okkur langar að velta fyrir okkur áhrifum styttingu vinnuvikunnar á heilsueflingu á vinnustöðum. Við munum leita svara við spurningum sem snúa að því með hvaða hætti við getum áfram stutt við heilsueflandi vegvísa með færri klukkustundir til umráða. Snýst þetta kannski ekki um mínútur?

Fyrirtækin Nordic Visitor og Orkuveita Reykjavíkur byrjuðu snemma á innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar og þar á bæ er því komin dýrmæt reynsla, sem þau Sjöfn Yngvadóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Nordic Visitor og Víðir Ragnarsson, verkefnastjóri jafnréttis- og mannauðsmála hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að deila með okkur.

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, sem situr í stjórn faghópsins mun stýra fundinum.

 

 

 

 

Heilsueflandi vinnustaður - viltu vita meira?

Click here to join the meeting
Kynning og spjall um Heilsueflandi vinnustað

Gunnhildur Gísladóttir, Vinnueftirlitið
Ingibjörg Loftsdóttir, VIRK
Líney Árnadóttir, VIRK
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, embætti landlæknis

Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að gerð viðmiða til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, auka heilsulæsi, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks m.a. með að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Allir ættu að geta haft hag af heilsueflingu á vinnustöðum og gæti hagur vinnustaðarins falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, aukinnar framleiðni og minni starfsmannaveltu.
Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldu starfsfólks og samfélagið í heild.

Viðmiðin eru í prufukeyrslu eins og er en stefnt er að því að þau verði aðgengileg fyrir alla sem vilja nýta sér þau seinni part næsta árs.

Við ætlum að hafa stutta kynningu á verkefninu en þó aðallega spjall við þátttakendur. Nægur tími mun gefast fyrir spurningar og vangaveltur. 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?