Hvað er örugg vinnuaðstaða?

Linkur á fundinn

Faghópur um aðstöðustjórnun í samstarfi við faghóp um upplýsingaröryggi mun hér fjalla um öryggi á vinnuaðstöðu sem starfsfólk vill geta treyst á. Fjallað verður um öryggi frá ýmsum aðstöðutegundum og málaflokkum, bæði út frá öryggi í vinnuumhverfinu og út frá upplýsingaröryggi. 

Meðal spurninga sem verður svarað eru:

Hverjar eru öryggisógnir? Hvað þarf að verja? Hvernig er það varið? Hvernig er upplýsingagjöf háttað?

Ásta Rut Jónasdóttir, deildarstjóri innkaup og eignaumsjón hjá Securitas.

Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Örugg verkfræðistofa.

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Flokkun og merking gagna

Nánari upplýsingar koma síðar

Business and Privacy Impact Assessment

Viðburðurinn fer fram á ensku. 

Nánari upplýsingar koma síðar

Eldri viðburðir

Reynslusögur frá aðilum sem hafa lent í öryggisbresti

Hlekk í viðburðinn (Microsoft Teams) er að finna hér.

Reynslusögur frá aðilum sem hafa lent í öryggisbresti

Öryggisbrestum fer fjölgandi. Umfjöllun um þá er einnig vaxandi og verkefni okkar er að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum þeirra á rekstur.

Það virðast hins vegar allir geta lent í öryggisbresti og nauðsynlegt að tala um þá þannig að sem flestir geti
dregið lærdóm af. Hvað gerist? Hver eru viðbrögðin? 
Við fáum tvo góða fyrirlesara sem miðla af reynslu sinni af því að standa í miðjum storminum til að tala um  atvik sem þeir lentu í og viðbrögð þeirra.

Fyrirlesarar eru:
Jóhannes S. Rúnarsson, Strætó bs
Hákon Svanþórsson, Geislatækni ehf.

Smelltu á þennan texta til að komast í viðburðinn á Microsoft Teams

Hægt er að tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki herbergisins

Fundarkenni: 341 918 407 172

Verðmætastjórnun

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Verðmætastjórnun og flokkun verðmæta er eitt mikilvægasta verkefni stjórnkerfa og er eitt fyrsta verkefnið sem staðlar og leiðbeiningar leggja til að sé framkvæmt. Flokkun verðmæta eftir leynd, réttleika og tiltækileika getur gert alla vinnu markvissari og er því sannarlega grundvöllur helstu verkefna okkar sem hrærumst í upplýsingaöryggi. 

 

Á sama tíma flækist þetta verkefni fyrir mörgum og vildum við í Faghópi Stjórnvísi um upplýsingaöryggi þess vegna reyna að varpa ljósi á verkefnið, en einfaldar lausnir í þessum málum geta skipt miklu máli og gert verkefnið viðráðanlegra. 

 

Við höfum fengið Svavar G. Svavarsson, Global Security & Privacy Director hjá Össur til að koma að tala um þetta og hvernig verðmætastjórnun tengist við áhættustjórnun fyrirtækisins. 

 

Fundur í Microsoft Teams

Tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki herbergisins

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Fundarkenni: 341 203 890 312
Aðgangskóði: dWt7U5

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Click here to join the meeting

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Tvö stutt erindi um innviði til að takast á við framtíðaráskoranir, ásamt hugleiðingum um áherslur Sameinuðu þjóðanna, til að takast á við „Svörtu fílanna“ við sjóndeildarhringinn. Staðarfundur með kaffi og smá veitingum.

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

     Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

Þjóðaröryggisráð Íslands. Hlutverk og starfsemi

     Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

 

Hvernig minnkar þú líkurnar á vefveiðum og að lenda í gagnagíslatöku?

Fundurinn er í formi fjarfundar, hér er beinn hlekkur á fundinn.


Október er Evrópski netöryggismánuðurinn (e. European Cybersecurity Month), þar sem Netöryggisstofnun Evrópusambandsins (ENISA) í samstarfi við aðildarríki Evrópusambandsins heyja árlega herferð til að efla netöryggi og auka vitundarvakningu meðal borgara og stofnana þess. Í ár fagnar þetta samstarfsverkefni 10 árum og í tilefni þess er þema mánaðarins veiðipóstar (e.phising) og gagnagíslataka (e. ransomware). 

Faghópur um upplýsingaöryggi vill leggja sitt að mörkum og heldur því viðburð um þessi málefni þar sem lagðar verða fram einfaldar leiðir og nálgun til að varast og bregðast við vefveiðum og gagnagíslatöku. 

Bryndís Bjarnadóttir starfar sem sérfræðingur ástandsvitundar netöryggissveitarinnar CERT-IS. Þar hefur hún einbeitt sér að vekja meira umtal á netöryggi t.d. með árskýrslu sem kom út í vor og er að leggja loka hönd á nýja heimasíðu CERT-IS.  Hún er stjórnmálafræðingur með mastersgráður í Öryggisfræðum frá Georgetown University. Þar vöktu helst skipulögð glæpastarfsemi áhuga hennar í byrjun sem leiddi hana inn í heim netglæpa og hvernig er hægt að sporna við þeim.  

Elvar Bjarki Böðvarsson starfar sem öryggisstjóri hjá Advania. Elvar hefur viðamiðla reynslu og hefur starfað í yfir 20 ár í tölvugeiranum, lengi vel í hönnun og rekstri sem leiddi fljótt út í tölvuöryggismál. Hann er með CISSP og CCSP öryggisgráður frá (ISC)². 

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?