22
jan.
2026
22. jan. 2026
08:45 - 10:30
/
Innovation House
Framkvæmdarstjóri SBcert, Ulf Nordstrand mun fara yfir lykilatriði og mikilvægi upplýsingaöryggis og leiða hlustendur í gegnum yfirferð á helstu kröfum ISO 27001 og viðauka A.
Síðustu 30 mínúturnar verður gefið færi á að spyrja spurninga um málefnið.
Viðburðurinn verður haldið í Innovation House á Eiðistogi og byrjar kl. 8:45 en boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:15.
Fyrirlesari:
Ulf hefur áralanga reynslu í ráðgjafargeiranum og hugbúnaðarþróun og hefur starfað á alþjóðavettvangi við þróun og innleiðingu stjórnunarkerfa víðsvegar um Evrópu og Asíu. Hann hefur reynslu innan upplýsingatækni-, fjarskipta-, öryggis- og varnarmálageirans.
Stærstan hluta ferils síns hefur Ulf einbeitt sér að þróun ferla og stjórnunarkerfa. Hann hefur hannað og innleitt fjölda stjórnunarkerfa frá grunni og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á allri starfsemi sem tengist þróun þeirra, innleiðingu og rekstri. Ulf hefur einnig mikla reynslu af innleiðingu og vinnu með kerfislausnir fyrir stjórnun stjórnunarkerfa.
Frá árinu 2013 hefur Ulf starfað sem framkvæmdastjóri vottunarstofnunarinnar SBcert. Í dag hefur SBcert yfir 1.000 vottaða viðskiptavini og starfar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Þýskalandi og Hollandi.
Ulf er einnig reyndur úttektarstjóri stjórnunarkerfa og hefur lokið yfir 500 úttektum á stjórnunarkerfum byggðum á ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO27701 og ISO 45001.
Fundinum verður einnig streymt í gegnum Teams.